En hvað var sagt í nóvember 2004?

Það er ekki annað hægt en að hrósa Morgunblaðinu fyrir að ætla að fara yfir nokkra af "vafasamari" viðskiptagjörninum undanfarinna ára, það er verðugt verkefni.  En hvað sagði Morgunblaðið í nóvember 2004, þegar þessi gjörningur var að gerasta?

Þá mátti lesa grein sem fjallaði um viðskiptin og hét:  Hækkun hlutabréfa yfir heiði

Þar mátti m.a. lesa eftirfarandi:

Þó svo að samstarf þessara manna um Burðarás vekti athygli var það aðdragandinn að kaupum Burðaráss í Kaldbak sem menn veltu vöngum yfir. Sá 27% eignarhlutur í Kaldbak sem Samson lagði inn í Burðarás var nefnilega í eigu Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, þar til daginn áður en tilkynnt var um yfirtöku Burðaráss á Kaldbak. Er það ekki í frásögur færandi nema hvað talið var að KEA, sem var stærsti hluthafinn í Kaldbak, hefði ekki notið sömu kjara og þeir hluthafar sem lögðu Kaldbaksbréf sín inn í Burðarás.

 

Aðdragandinn fólst í því að Kaldbakur keypti 27% hlutinn af KEA á genginu 7,9 (sem var lokagengi dagsins áður, 22. september) fyrir 3.744 milljónir króna og greiddi fyrir með 10% eignarhlut í Samherja og 1,6 milljarði króna í reiðufé.

Kaldbakur framselur svo sama eignarhlut í sjálfum sér á sama verði til Samsonar og mun hafa fengið greitt fyrir með peningum. Daginn eftir að þessi viðskipti eiga sér stað er gengið frá samningum um að Burðarás kaupi hlutabréf Samsonar, Baugs og Samherja í Kaldbak. Skiptagengi Kaldbaksbréfa fyrir Burðarássbréf var tæplega 0,638. Gengi hlutabréfanna hafði þá hækkað vegna tilkynningar um að samrunaviðræður stæðu yfir og í lok dags var ljóst að Samson gæti fengið 9,16 krónur fyrir hvern hlut sinn í Kaldbak, eða 4.341 milljón króna. Miðað við söluverð KEA munaði þarna tæpum 600 milljónum, sem talið var að Samson hefði hagnast um en KEA orðið af.

En það voru fáir að hlusta.

Það virðist sem svo að enginn hafi haft áhuga fyrir að fara með málið lengra.  Það vildi enginn "spilla partýinu".

En þetta mál fór aldrei lengra, kom aldrei til kasta dómstóla, en það gerði næsta mál sem Morgublaðið boðar að fjallað verði um, 10/11 málið svokallaða.

Man einhver hver varð niðurstaðan í því máli?  Hvort að Íslenskum dómstólum hafi þótt slík viðskipti stangast á einhvern hátt við lög, eða að við þeim bæri refsing?

Eða voru flestir of uppteknir við að hrópa um aðför og einelti Íslenskra yfirvalda gagnvart "heiðarlegum bisnessmönnum" til að taka eftir því hvað málið fjallaði um?

 


mbl.is Sami maður beggja vegna borðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hækkunin stafaði sem sagt af hækkun á markaði!  Þar fór samsæriskenningin út um gluggann.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2008 kl. 08:10

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað má segja að allar hækkanir/lækkanir séú hækkanir/lækkanir á markarði.

En þegar einkahlutafélag (í eigu Björgólfsfeðganna) kaupir hlut og selur hann degi síðar eða svo til almenningshlutafélags (sem Björgólfsfeðgarnir fara með ráðandi hlut í) er ekki um alveg eðlilega viðskiptahætti að ræða, hvort sem um er að ræða hækkun á markaði eður ei.  Að þessu leyti virðumst við lesa mismunandi út úr gömlu fréttinni.

Það má vissulega deila um hvort að seinni viðskiptin geri "hlutinn" verðmætari en áður, en hvað varðar almenningshlutafélög geta þetta ekki talist eðlileg viðskipti.

En vissulega virðist dómskerfið á Íslandi vera nokkuð fylgjandi þinni skoðun og þykir ekki ástæða til að refsa fyrir viðskipti af þessu dagi (sbr. dóm um 10/11).

G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband