Fyrrverandi seðlabankastjóri

Fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada David Dodge, er í viðtali sem sjá má á vefsíðu Globe and Mail.  Hann kemur víða við og margt fróðlegt kemur þar fram.

Þar segir hann meðal annars um lánsfjárkreppuna:

Many of the world's central bankers saw signs of a credit crisis five years ago, said former Bank of Canada governor David Dodge, but no one foresaw the “period of great financial danger and unrest” that followed the meltdown in credit markets last summer.

“We've known for a long time, going back to 2003 and 2004, that we were building up to a global problem that needed to be resolved,” Mr. Dodge said during an interview to mark his new career as an Ottawa-based senior adviser to one of Canada's largest law firms, Bennett Jones LLP.

En það sem hann segir um húsnæðismarkaðinn er ef til vill það sem ætti að vekja mesta athygli Íslendinga, en þar er ég sannfærður um að hann hittir naglann á höfuðið:

“It was very hard to get reform because there was the perception that if you make mortgages more accessible, you are helping homeowners, but what you're really doing is driving up home prices.”

En þó að viðtalið sé frekar grunnt, er fróðlegt að lesa hvað Dodge hefur að segja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir þetta Tómas. Vissulega athyglisvert. En ég er ansi hræddur um að þetta sé ekki rétt hjá honum og að gamla lögmálið gildi áfram. Seðlabankar geta ekki sér svona kreppur fyrir því þá væru þær ekki kreppur heldur einungis verkefni á borð við annan daglegan rekstur. Raunverulekinn er sá að enginn gat séð þetta fyrir, því ef allir hefðu séð þetta fyrir þá værum við öll betur sett í dag og það væri engin fjármálakreppa í gangi núna, en svo er ekki. Þetta er alltaf sagt um allar kreppur og krísur sem koma. En það sem kanski á betur við hér er það að seðlabankastjórinn ÓTTAÐIST kreppu. En það er allt annað en að sjá hlutina fyrir. Hann hefði aldrei getað tekið upp mótvægisaðgerðir byggðar á ótta sínum einum því þá hefði hann verið kominn út í spámennsku.

Það er í raun miklu erfiðaða að spá fyrir um næstu 3 mínúturnar í fjármálaheiminum en að spá fyrir um veðrið, því veðrinu er alveg sama um hverju þú munt spá. En á fjármálamörkuðunum þá munu allir bregðast við spánum. 900 miljón heilar, hver um sig með miljarða af hugsanamöguleikum, og sem hugsa á 400 tungumálum - samtímis. Það var vegna þessa sem Isac Newton gafst upp á hlutabréfabraski sínu því hann sagðist geta reiknað út gang himintungla og pláneta af miklu öryggi næstu þúsundir ára, en hann gat ekki reiknað út aðgerðir hálf-brjálaðra öskrandi mann í kauphöllum næstu þrjár mínúturnar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Dodge hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem heiðarlegur og grandvar maður, þó að ég hafi ekki gert neitt annað en að lesa um hann í fjölmiðlum.

En það sem hann á við er að seðlabankamenn hafi séð vandamálið, en ekki séð fyrir afleiðingar.  Hann vill meina að þeir hafi gert sér grein fyrir því að húsnæðismarkaðurinn og skuldabréfavafningar tengdir honum væru vandamál, en þeir hafi ekki séð hverjar afleiðingarnar yrðu, eða hvað brátt sprengingin yrði.

En mér þykir reyndar ummæli hans um aukin aðgang að fasteignalánum miklu athygliverðari, þar sem hann segir að aukin aðgangur almennings að lánsféi til húsnæðiskaupa létti engum húsakaupin, heldur fyrst og fremst hækki fasteignaverð.  Þar er ég honum ákaflega sammála.

Hann skrifaði bréf til ríkisins þegar hann var seðlabankastjóri og varaði við lengingu húsnæðislána í Kanada og sömuleiðis að nokkuð yrði slakað á kröfum um kaup á greiðslutryggingu ef lánshlutfall fer yfir ákveðin mörk.

Ennþá er 25 ára lán lang algengust hér.  Verð hér hefur heldur ekki hækkað upp úr öllu valdi hér (nema á einstöku svæðum) og hefur heldur ekki lækkað hér (nema á sömu einstöku svæðum) og hefur jafnvel stigið, þó að lítið sé.

G. Tómas Gunnarsson, 13.9.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Tómas, þetta er víst svipuð saga í fleiri löndum. Hér í DK eru sömu raddir uppi um að léttur aðgangur að lánsfé og lágir vextir hafi pumpað upp verð á húsnæði. Það er örugglega rétt. En fólk virðist ekki spá svo mikið í verðið þegar vextir eru lægri og verð er hærra því það horfir einungis á hvað það þarf að greiða af lánunum í hverjum mánuði. Svo þetta kom út á eitt.

En svo hækka vextir aftur, og verðið fellur, og þá geta þeir sem keyptu á lágum vöxtum varla selt nema að tapa á kaupunum. Fasteignir eru eiginlega alveg gerómögulegar sem spákaupmennsku vara (speculation object) því þær geta orðið svo illa seljanlegar, og kostnaður við sölu afar hár (high transcation cost) að besta lausnin að mínu mati er að kaupa sér, eftir efni og aðstæðum, húsnæði til að búa í og gleyma svo verðinu og markaðinum og bara hafa það gott og hætta að hugsa um þetta. Þetta jafnar sig.

En þetta var alls ekki svona hérna í DK því lætin urðu svo mikil þegar hækkanir voru í gangi að margir keyptu sér 2-3 íbúðir til að "græða" á þeim. En núna situr þetta sama fólk með 2-3 óseljanlegar íbúðir. Ekki gott mál.

En svona er þetta alltaf. Markaður er markaður og verðin breytast. En þessi kreppa sem er á fjármálamörkuðum hefði alls ekki þurft að verða svona slæm er allt annað hefði ekki einnig komið fljúgandi í hausinn í fjármálaheiminum á sama tíma: sprenging á hárvöruverði, olíuverði, málmum plús allt það lausa og svo koma lokasleggjan og kýldi verðhrun á hlutabréfum ofan í hausinn á mönnum. Það var summan af þessi öllu sem gerði þetta svona slæmt. Og svo sálfræðin, hún er stór þáttur hverrar krísu.

Það var enginn sem hafði jarðneskan möguleika á að sjá þetta allt fyrir. En já, svo sannarlega óttuðust menn að eitthvað sona myndi koma. En raunveruleikinn er þó 100 sinnum verri en svartsýnustu menn þorðu að "óttast".

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband