Bull í Gulla

Verð að segja að mér þykir skrýtið að lesa um að Ríkiskirkjan hafi eittvað meira að segja um almenna lagasetningu í heilbrigðismálum á Íslandi en hver annar.

Er eitthvað meira áríðandi að Ríkiskirkjan komi að þessu máli en aðrir trúarsöfnuðir?

Það má líka spyrja hvers vegna Ríkiskirkjan ætti að ákveða hvernig þessum málum er háttað fyrir þá sem eru ekki meðlimir í þeim klúbbi?

Er það vegna þess að ólagfært eru alþingismenn þeirrar skoðunar að það sé ekki til neitt siðgæði nema "kristið siðgæði"?

Auðvitað á ríkið að standa að lagasetningu.  Trúarsöfnuðir geta síðan gefið út frekari leiðbeiningar til sinna meðlima.

Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og svo framvegis.

 


mbl.is Á að leyfa staðgöngumæðrun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband