Á plankann

Grillmeti er gríðarlega vinsælt hér í Kanada.  Hægt er að grilla flest sem að kjafti kemur og að sjálfsögðu með ýmsum aðferðum.

Sérstaklega er auðvitað gott að grilla yfir sumartímann til að eldmennskan hiti ekki upp húsið og reyni meira á loftkælinguna en þörf er á.  Eitt af þeim "trikksum" sem Kanadamenn nota gjarna þegar þeir grilla er sedrusviðarplanki.

Þessu hef ég velt nokkuð fyrir mér en ekki orðið af því að þessu sé beitt fyrr en í gærkveldi.

Þá var þessu dýrindis laxaflaki slengt á sedrusviðarplanka sem legið hafði í bleyti í nokkrar klukkustundir.  Kryddað með salti, pipar, dilli og sítrónusneiðar lagðar ofan á.  Fleygt á grillið og látið dúsa þar í u.þ.b. 20. mínútur.

Niðurstaða:  Hrein snilld. 

Afar einfalt, ekkert þarf að stússast í kringum þetta.  Létt reykbragði kemur í laxinn og borinn fram með salati og Kanadísku gewurztraminer er þetta hreint sælgæti.

Plankinn er kominn til að vera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband