Gamli góði Júlli

Það er bersýnilegt að það þykir "inn" að sjónvarpsstöðvar séu í stjórnmálabaráttu á Íslandi.  Taki afstöðu og standi með henni.  Ekkert að því ef það er gert á beinan og heiðarlegan máta eins og gert er hér.

En eins og eðlilegt er eru líklega fleiri en ein og fleiri en tvær skoðanir á því hver er best til þess fallin að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna.

Ég er ekki viss um að það teljist Júlíusi til framdráttar að helstu stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar lýsi yfir stuðningi við hann, margir eru án ef þeirrar skoðunar að betra sé að láta aðra um valið.

Skyldu þeir kynna hann til sögunnar sem "Gamla góða Júlla"?

Að því leiti líkist þetta "kossi dauðans".

En auðvitað er eðlilegast að Hanna Birna sem skipaði 2. sætið taki við, en auðvitað má hugsa sér að aðal og varamenn í borgarstjórn greiði atkvæði, því mikilvægt er að næsti borgarstjóri njóti stuðnings alls hópsins.

En ég hjó eftir því í frétt í dag, að Geir Haarde talaði um að sá sem tæki við, myndi leiða flokkinn í gegnum prófkjör og næstu kosningar, árið 2010. 

Það er eitthvað sem segir mér að það sé alls ekki gefinn staðreynd, að sá sem leiðir borgarstjórnarflokkinn þegar haldið er í prófkjör, leiði borgarstjórnarflokkinn að prófkjöri loknu.

Ef ég hefði atkvæðisrétt í því prófkjöri, yrði Júlíus ekki fyrir valinu.

 


mbl.is Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband