Af búsáhöldum Framsóknar

Það hefur verið hálf undarlegt að fylgjast með framgöngu þeirra Framsóknarmanna Björns Inga og Guðjóns Ólafs núna síðustu daga.  Alla vegna héðan úr fjarlægðinni.

Á meðan annar fullyrðir að búsáhöldin standi úr baki margra Framsóknarmanna eftir Björn Inga, talar Bingi um "mannlegan harmleik".  Ef þeir spádómar rætast að flokkurinn verði ekki tíræður, er þar ef til vill komin hæfileg áletrun á bautastein flokksins.

En af þessu máli má ráða að einhverjir munu þeirrar skoðunar að föt geti jafnt tortímt mönnum sem skapað þá, alla vegna í stjórnmálum.

En varla álíta menn það flokknum til framdráttar að þvo þessi plögg á almannafæri, alla vegna get ég ekki séð annað en að eingöngu sé um vandræðalegt innanflokksmál sé að ræða.  Vitanlega er flokkum heimilt að ráðstafa fé til fatakaupa, þó að ég verði að viðurkenna að mér þyki það ef til vill ekki besta ráðstöfun á því almannafé sem stjórnmálaflokkar fá nú til dags, en því fylgja að því er ég best veit engar kvaðir.

En umræðan hefur frá fötunum borist um viðan völl, bæði hefur borið á góma leikhæfileikar Björns Inga sem og kjörþokki Guðjóns Ólafs og verð ég að segja að hvorugt finnst mér finnast í umtalsverðum mæli, þó hafa leikhæfileikar Björn þar vinningin í mínum huga.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hver eftirköstin af þessu "trúnaðarbréfi" verða hjá Framsókn.  Eitthvað segir mér að Framsóknarmenn í þéttbýlinu séu að brýna hnifana á meðan þeir í dreifbýlinu dengja ljáina.

P.S.  Ekki þykir mér líklegt að Björn Ingi hætti í Framsókn eða í stjórnmálum, en auðvitað á aldrei að segja aldrei, það er jú nokkur hefð fyrir því hjá ungum forystumönnum í flokknum.  Ekki sé ég heldur fyrir mér neinn þann stjórnmálaflokk (fyir utan Framsókn) sem Björn Ingi ætti framtíð í, en margir myndu fagna því að nýta hann út kjörtímabilið.  Fyrir það mætti líklega kreista út góðan greiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er mikill farsi. Ansi fyndið fyrir okkur sem erum ekki í eldlínunni.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.1.2008 kl. 01:34

2 identicon

Þegar jafnvel Halldór Ásgrímsson er dreginn fram í hnífakastið er þá ekki kominn tími til að draga tjöldin fyrir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þar sannaðist hið fornkveðna: "Illt er að eiga framsóknarmann að vini."

Sigurbjörn Friðriksson, 24.1.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband