2 fréttir = 12% skattahækkun

Mig langar að vekja athygli á þessarri frétt sem og þessarri.  Saman útskýra þessar fréttir þann vanda sem hefur steðjað að þeim sem búa í eigin húsnæði (og hefur auðvitað líka áhrif á leigumarkaðinn, hækkun fasteignagjalda skilar sér auðvitað þangað einnig) á Íslandi undanfarin ár.

Húsnæðið hækkar og hækkar í verði, en aukið verðmæti skilar sér ekki nema að eignin sé seld (og ekkert keypt í staðinn, eða í það minnsta minna), en sveitarfélögin ganga á lagið og stórauka tekjur sínar.  Þeir eru líklega ekkert allt of margir sem hafa séð launin sín hækka jafn mikið fasteignamatið og því eru þeir að borga hærra og hærra hlutfall af tekjum sínum í fasteignagjöld.

En vissulega er sveitarfélögunum vorkunn, enda dýrt að byggja yfirbyggða knattspyrnuvelli, tónlistarhús og nú hyllir víst undir yfirbyggðar skíðabrekkur.

P.S.  Reyndar væri það snjallræði að auka skattheimtu sem mest akkúrat núna og festa það fé allt saman í "orkuútrásinni".  Það er víst ekki á hverju ári sem slík tækifæri bjóðast til þess að margfalda fé með því sem næst áhættulausum hætti.  Slík ráðstöfun í dag myndi auðvitað þýða lægri skatta í framtíðinni sem og það að við gætum reist fleiri tónlistarhús, yfirbyggt fleiri skíðabrekkur og jafnvel fjárfest ennfrekar í "orkuútrásinni" og grætt ennþá meiri peninga. 

Í því ljósi verður aukin skattheimta í dag að teljast ákaflega skynsamleg.

P.S.S. Tók eftir því að tenglarnir höfðu ekki skilað sér inn í pistilinn.  Biðst afsökunar á því og hef fært það til betri vegar.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband