Hvað borgar STEF fyrir vinsælt lag?

Núna fer fram mikil umræða um höfundarrétt og stuld á honum.  Að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum og ólík sjónarmið koma fram.

Ég fékk í tölvupósti í morgun link á nokkuð skemmtilegan og upplýsandi bloggpistil hjá Dr. Gunna, en þar fer hann yfir hvað höfundar bera úr býtum fyrir að semja vinsæl lög.  Þar segir m.a.:

"Ég hef stundum álpast til að semja lög sem hafa orðið vinsæl og fengið mikla spilun í útvarpinu. STEF gjöldin fyrir spilun í útvarpi eru borguð einu ári eftir á og einu ári eftir að "Prumpufólkið" hafði verið spilað í tætlur á öllum útvarpsstöðvum landsins var ég svo viss um að spikfeitur tékki væri að koma í póstinum frá STEFi að ég eyddi 20 þúsund kalli í hárkollu fyrir fram. Ég hefði betur sleppt því, því ég fékk bara 12.000 kall fyrir spilun á laginu og hef þar að auki aldrei þorað að láta sjá mig með kolluna á almannafæri. Jón Gnarr, sem samdi textann og átti því að fá 1/3, fékk 6 þúsund kall. Svona græðir maður nú mikið á vinsælu lagi, krakkar mínir!
Ég var ekki alveg sáttur við þetta og fór og vældi í STEF og talaði við Magga Kjartans, sem fannst þetta líka skrítið. Hann sagði mér að redda útprentun á spilun lagsins hjá útvarpsstöðvunum og leggja fram. Ég gerði það og nokkru síðar ákvað STEF að borga mér tuttugu þúsund kall í viðbót fyrir Prumpufólkið. Þá var ég orðinn svo pirraður á barningnum að ég nennti ekki að heimta svör um það hvernig sú tala hefði verið fundin út. "

Þetta er vissulega athygliverð tala og ég verð að viðurkenna að hún er miklu mun lægri en ég hafði ímyndað mér.  Sömuleiðis er það athyglivert að upphæðin meira en tvöfaldaðist þegar Doktorinn kvartaði.

En þar sem það er nú almenningur sem borgar STEFgjöldin með einum eða öðrum hætti, t.d. með greiðslu afnotagjalds RUV, með því að ganga inn í verslun (þar sem verslunin lætur auðvitað stefgjöldin inn í vöruverðið), með því að láta klippa sig (því rakarinn er auðvitað sömuleiðis með stefgjald innifalið í verðinu), með því að kaupa bjór á barnum (því barinn er auðvitað sömuleiðis með stefgjald innifalið í verðinu), með því að kaupa tóma geisladiska (því þar er auðvitað stefjgjald á sömuleiðis, þó að engin finnist á þeim tónlistin), þá væri nú vel til fundið að fjölmiðlafólk gengi eftir þvi við STEF hvernig þessum sjóðum er ráðstafað og eftir hvaða reglum.

Líklegast væri það ekki óeðlilegta að gera þá kröfu í "opnu og gegnsæju" þjóðfélagi að STEF birti ársreikninga sína og upphæðir sem hver einstaklingur fær opinberlega, t.d. á netinu, því varla eru það minna mikilvægar upplýsingar en t.d. hvað hver Íslendingur greiðir í skatt, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

ja, tha held eg ad thad megi bara henda ollum thessum bransa i ruslid og lata mafiuna sja um thetta.

Tryggvi Hjaltason, 20.11.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband