Öflug "Troika"

Ef þessi frétt reynist rétt, þá hefur Red Bull komið sér upp öflugri "troiku".  Newey, Brawn og Alonso er þríeyki sem ætti örugglega eftir að skila árangri, þó að það tæki líklega 2 til 3 ár.

Brawn veit hvernig á að byggja upp lið og ökumenn, veit að það tekur tíma rétt eins og þegar hann fór með Schumacher yfir til Ferrari.  Það á sjá svolítið líkt með þessu og þegar það gerðist.  Schumacher var eins og Alonso er nú, búinn að vinna titilinn 2svar sinnum (en hafði titilinn þó með sér) en þurfti að þola "þurrt" tímabil á meðan liðið var byggt upp.

Spurningin er líklega frekar hvort að Alonso hafi þolinmæðina í uppbygginguna?

 


mbl.is Alonso og Brawn sagðir á leið til Red Bull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband