Þá er það komið á hreint...

Það er auðvitað fyrir mestu að þetta sé komið á hreint.  Að vafanum sé eytt.

Það er ljóst að það er aldrei hægt að setja saman reglur sem liðin finna ekki "göt" og reyna að "smeygja" sér í þau.  Það er hins vegar áríðandi að dómar falli eins fljótt og auðið er.

Renault hafði vonast eftir því að geta notað þennan búnað í Tyrklandi, og það hafa líklega fleiri lið gert.

En ég held og vona að kappaksturinn um helgina verði góður, brautin er skemmtileg og býður upp á betri möguleika á framúrakstri en margar aðrar.  Schumacher og Alonso eru báðir kokhraustir, gefa ekkert eftir í stríðinu, en það er næsta víst að Button, Barrichello, Raikkonen og margir fleiri hugsa sér einnig gott til glóðarinnar.

Í fyrra voru það McLaren og Renault sem skinu en ég hef fulla trú á Ferrari þetta árið.


mbl.is Dómstóll FIA dæmir fjöðrunarbúnað Renaultbílanna ólöglegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Mér hefur reyndar fundist loftið vera að fara úr Alonso, væri samt gaman ef hann héldi titlinum, hinir gætu þó bitið nett í hælana á þeim.

Birna M, 23.8.2006 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband