Hvar er pláss fyrir Jón?

Rakst á þessa frétt á ruv.is.  Þessar vangaveltur eru athygliverðar.  Hvar fer nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins fram í vor?  Eins og kemur fram í fréttinni eru ráðherrar Framsóknarflokksins í fyrsta sæti í öllum kjördæmum nema Reykjavík norður.  En það sæti getur varla talist öruggt sæti fyrir flokkinn eins og staðan er í dag.

En það er heldur ekki hægt með góðu móti fyrir formanninn að fara fram í öðru kjördæmi.  Það hlýtur því að teljast líklegt að formaðurinn verði að leggja allt undir og fara fram í Reykjavík norður.

Það gæti því orðið eitt af því meira spennandi á kosninganóttina, að sjá hvort formaðurinn kemst á þing eður ei. 

En Framsóknarmenn munu án efa leggja allt undir til að tryggja Jóni þingsæti, og hafa sýnt áður, að þegar mest á reynir koma þeir fram með góða kosningaherferð og tryggja sínum manni sæti, oft að því er virðist á móti líkunum.

Það má því líklega ganga út frá því sem vísu að mikið (fé) verði lagt undir í kosningabaráttu Framsóknarflokksins í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband