Þörf á frekari þíðu

Það væri óskandi að um frekari þíðu yrði að ræða á milli Kóreuríkjanna.  Það veit þó líklega á gott að N-Kórea skuli hafa leitað eftir aðstoð suður yfir landamærin.  Suður Kórea hefur slíka efnahagslega yfirburði yfir nágranna sína að fjárhagslega munar þá ekki mikið um þessa aðstoð, en pólítískt getur hún breytt og breytir vonandi miklu á Kóreuskaganum. 

Ég velti því fyrir mér hversu lengi N-Kórea, þessi útvörður kommúnismans, geti þraukað.  Landið er eins og stórar fangabúðir, talið er allt að 2. milljónir manna hafi látist þar undanfarin áratug eða svo vegna hungurs.

Landið hefur fyrst og fremst verið í fréttum undanfarin ár vegna hungursneyða, óáran og náttúruhamfara og svo vegna kjarnorkuuppbygginar og eldflaugatilrauna.

Í N-Kóreu búa u.þ.b 23. milljónir manna sem eiga betri skilið en þetta ok.


mbl.is Suður-Kórea aðstoðar nágranna sína í norðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband