Þar sem eyjan rís

Að sjálfsögðu leit ég á eyjuna.  Líst ágætlega á hana við fyrstu sýn, þó að hún sé þó nokkuð öðruvísi en ég átti von á og vonaðist eftir. 

Ég hélt að þetta yrði meiri "fréttavefur", minni "blogvefur", en það sem ég sá var ágætt.  Margir ágætis bloggarar hafa fært sig yfir.

En Róm var ekki byggð á einum degi að sagt er og eyjur rísa ekki heldur á slíkum tíma.  Það verður gaman að fylgjast með hvernig eyjan á eftir að þróast og auðvitað mun ég fyrst og fremst dæma hana eftir því hvort hún nær að festast í "rúntinum" mínum eða ekki.

Ef til vill má segja að vefurinn sé óskilgetið afkvæmi Moggablogsins, ég held að það hafi fyrst fært Íslendingum sanninn um hve blog getur verið öflugur fjölmiðill.  Það er alla vegna mín tilfinning, en hitt getur þó líka verið að það sé einfaldlega ég sem hafi ekki gert mér grein fyrir því hve öflugur miðillinn er fyrr en nú.  En ég hef á tilfinningunni að aðsóknartölur líkt og þær sem sést hafa á einstökum Moggabloggum hafi ekki sést á Íslandi áður, alla vegna ekki viku eftir viku.

En það er auðvitað við hæfi að óska "eyjamönnum" til hamingju með "landrisið".


mbl.is Nýr fjölmiðill tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband