Að skilja eða skilja ekki afleiðingar orða sinna, það er spurningin?

Ekki ætla ég að fullyrða hvort að Skúli Helgason hafi sagt það berum orðum að dagforeldrar yrðu óþarfir árið 2023.

En það er ekki erfitt að draga þá ályktun að svo yrði, þegar stjórnmálamenn gefa loforð um að öll börn 12. mánaða og eldri fái dagheimilispláss.

Það er að flestu leyti erfitt að sjá hvaða hlutverk dagforeldrum væri ætlað ef slíkt loforð hefði verið efnt.

Sé haft í huga að niðurgreiðslur á þjónustu dagforeldra eru lægri en hjá dagheimilum, er auðvelt að sjá að dagforeldrar hafi ákveðið að hætta starfsemi.

Líklega er einfaldasta lausnin að niðurgreiðslur fylgi barni, og foreldrar geti áveðið hvernig þeirri fjárhæð sé ráðstafað, geti notað hana hjá dagheimilum, dagforeldrum, verið heima með barnið eða fundið önnur úrræði.

Er það ekki dulítið skrýtið að sveitarfélög geti sparað sér stórar fjárhæðir með því að bjóða upp á færri dagheimilispláss?

En orðum fylgir ábyrgð, ekki síst ef búið er að tvinna þau saman í kosningaloforð.

 

 


mbl.is „Hef ekki sagt neitt í þessa veru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband