Er launa og réttindaskerðing ósanngjörn?

Ég ætla byrja á því að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hver eðlis réttindaskerðingar þær sem Icelandair er að fara fram á eru.

Ég hef heldur ekki hugmynd um hversu miklar kauplækkanir félagið er að fara fram á.

En eru þær ósanngjarnar?

Ég veit það ekki.

En ég veit að flugfélög um allan heim eru að berjarst fyrir lífi sínu.  Ég hef lesið fréttir um að t.d. flugmenn Lufthansa hafa boðist til þess að lækka launin sín um 45%, en aðeins í 2. ár.

Það er engin leið að Icelandair geti keppt við önnur flugfélög í flugi yfir Atlantshafið ef launakostnaður er mun hærri en annara flugfélaga.

Sjálfur hef ég ekki keypt miða með Icelandair yfir Atlantshafið undanfarin ár vegna þess að félagið hefur alltaf verið verulega dýrara en önnur flugfélög.

En enginn kjarasamningur gildir að eilífu.

En það er vert að hugsa um hvort að óbilgirni starfsmanna helgist að hluta til af þeim yfirlýsingum stjórnvalda að þau komi til með að grípa inn í ferlið og tryggja að Icelandair fljúgi, með einum eða öðrum hætti?

Hvernig munu kjaraviðræður þróast á komandi árum ef um ríkisflugfélag er að ræða?

Ímyndar sér einhver að kröfurnar yrðu minni á hendur ríkisrekstri?

 

 

 

 

 


mbl.is Icelandair krefst launa- og réttindaskerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar umræður um að launakostnaður einstaka hópa innan félagsins sé mun hærri en annars staðar er bara alrangur. Þetta félag er líka með sitt eigið starfsfólk í flestum deildum á meðan mörg önnur leigja inn alls kyns þjónustu sem þau ekki sjá um sjálf og kemur þ.a.l ekki undir launakostnað. Má nefna viðhald, stórar viðhaldsskoðanir á flugvélum, og alls kyns þjónustu á flugvöllum. Nú má benda á að krónan hefur veikst undanfarið um 17% og er fólk á íslenskum launum hjá félagi þar sem mestallar tekjur eru í erlendri mynt. Ástæða þess að Lufthansa flugmenn gerðu þetta, eða amk að hluta er að þeirra lífeyrir er innanhúss, og færi félagið í þrot færi þeirra lífeyrir líka. 

Viddi (IP-tala skráð) 10.5.2020 kl. 18:12

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Viddi, þakka þér fyrir þetta.  Þetta eru athyglisverðar upplýsingar. 

Vissulega lækka launagreiðslur sem hlutfall kostnaðar þegar krónan lækkar.  Að sama skapi hækkar líklega eldsneytiskostnaður og afborganir/flugvélaleiga.

Reyndar hefur akkúrat núna komið sér illa fyrir Icelandair að vera með tryggingar á eldsneytisverði.  Að sama skapi var það talið hafa verið WOW mjög erfitt á sínum tíma að hafa þær ekki.  Það er vandlifað í flugbransanum.

En hvað er þá líklegt að gerist?

"Störukeppni", þangað til félagið gefur sig eða fer í þrot?

G. Tómas Gunnarsson, 10.5.2020 kl. 18:27

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við að ef ríkið hefði ekki lofað að sjá til þess að Icelandair haldist á lofti þá myndi starfsfólkið þegar vera búið að beygja sig fyrir félaginu?

Og hvers vegna heitir það "óbilgirni" að starfsfólkið vilji láta koma fram við sig af virðingu?

Kristján G. Arngrímsson, 10.5.2020 kl. 18:43

4 identicon

Hugsanlega er bara best að hætta flugrekstri hérlendis og láta erlend flugfélög um að bítast um flug til og frá landinu.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.5.2020 kl. 20:34

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er athyglisverð pæling, Jósef. Þá yrði flugmarkaðurinn hér alveg laus við ríkisafskipti og markaðurinn fengi að ráða.

Kristján G. Arngrímsson, 10.5.2020 kl. 21:23

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki að fullyrða neitt, en það getur vissulega breytt hugsunarhætti ef talið er að fyrirtæki verði bjargað næstum því óháð á hverju dynur.

Er það eitthvað virðingarleysi að sagt sé að það þurfi að lækka kostnaðinn?  Ef ekki tekst að ná inn meira hlutafé, virðist það nokkuð ljóst að annaðhvort fer félagið í þrot, eða verður á einhvern hátt bjargað af ríkinu, en ríkið hefur verið tregt til að leggja til stuðning nema að hluthafar leggi fram fé.  Svolítið "catch 22" í þessu, en verður fróðlegt að sjá hvernig úr spilast.

@Jósef, þakka þér fyrir þetta.  Ég tel það næsta víst að ef engum lýst svo á málin að hægt verði að fljúga til og frá Íslandi með hagnaði, þá verði ekkert slíkt félag rekið á Íslandi. 

Íslendingar gætu kætst vegna þess a Icelandair væri hætt að "okra á þeim".

En mér þykir hins vegar líklegt að enn séu til einstaklingar sem sæu möguleika í flugrekstri. 

En það kann að vera best í stöðunni að Icelandair hverfi úr sögunni. Það getur verið varasamt að halda dauðahaldi í það sem er.

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 04:22

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hafði ekki séð þessa frétt á Vísi.is fyrr en eftir að ég skrifaði athugasemdina hér að ofan.

https://www.visir.is/g/20201218099d/telur-icelandair-stefna-i-gjaldthrot-ad-obreyttu

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 04:26

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bæti hér við.  Persónulega finnst mér það ekkert virðingarleysi af Ragnari Þór Ingólfssyni, að varpa því fram að best kunni að vera að skipta um stjórnendur.

Það er fullkomlega eðlilegt að slíkar hugmyndir komi fram og séu ræddar.  Ef þeir sem hafa hugsað sér að setja nýtt hlutafé, finnst það sé eitthvað sem þurfi að ræða, ef ekki framkvæma.

Það er eðlilegt að þeir sem er talað um að leggi fram fé, geri það á eigin forsendum.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2020/05/10/threyttur_a_ad_vandanum_se_varpad_a_starfsfolk/

Svo er hér listi yfir stærstu hluthafa.

https://www.icelandairgroup.is/investors/shares/shareholders/

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 07:27

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég átti nú bara við það að forstjóri Flugleiða sagði að starfsfólk fyrirtækisins væri vandamál. Dálítið sérstakur stjórnunarstíll sem birtist þarna og bendir til að það séu kannski frekar stjórnendur fyrirtækisins sem eru vandamálið.

Ég veit ekki hvort þú áttar þig á því að starfsfólk fyrirtækis er ekki eins og hverjar aðrar eigur þeirra. Fólk er öðru vísi en tæki og það er öðru vísi að stjórna fólki en að stjórna tækjum. (Þótt sumum sanntrúuðum kapítalisum sjáist nú stundum yfir þetta).

Hugmyndir um að það sé eðlilegt og ekkert mál að leggja niður Flugleiðir bera ennfremur vott um dálítið mikinn skort á skilningi á íslensku þjóðfélagi og úr hverju það er gert. Maður getur ekki öðlast skilning á því með því að horfa á þessa hluti útfrá hreinum markaðslögmálsforsendum. Samfélög lúta ekki markaðslögmálum, hvað sem Hayek og sanntrúaðir fylgismenn hans halda.

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 07:54

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Annars rétt að benda hérna á innlegg Styrmis Gunnarssonar um þetta:

http://styrmir.is/entry.html?entry_id=2249921

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 07:58

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og talandi um Styrmi, sem er hinn bloggarinn sem ég les reglulega, þá greindi hann um daginn athyglisverða þróun í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins:

http://styrmir.is/entry.html?entry_id=2249827

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 08:01

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Það er ekkert lögmál að starfsemi Icelandair, eða nokkurs annars Íslensks flugfélags,  verði með svipuðu sniði og áður.  Það er heldur ekki langt síðan að starfsemi Icelandair var mikið minni.

Þú mannst það líklega jafn vel og ég að það var til dæmis ekkert beint flug til Kanada. Ætli það hafi ekki byrjað endanlega (eftir að hafa verið fellt niður eftir stutt start) 2010 eða svo. Man ekki ártalið.

Engin hefur birt bréf Boga, en það sem ég séð sem beina tilvitnun er: "að helsta fyrirstaðan fyrir að það takist erum við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu".

Mér finnst það ekkert virðingarleysi.

"Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. Það þurfi þó að taka mið af því að flestar flugfreyjur búi á Íslandi og kjör þurfi að vera í samræmi við það."

https://www.visir.is/g/20201206071d/ffi-med-vitad-um-erfida-stodu-icelandair-en-segir-til-logurnar-fela-i-ser-of-mikla-skerdingu.

Þarna virðist koma fram að enn verði flugfreyjur með hærri laun en í vestrænum heimi, þar sem sagt er að  launin hafa eingöngu færst nær.

Er það virkilega ósanngjarnar kröfur á "þessum tímum"?

Ég get ekki séð rökstuðning fyrir öðru en að lífeyrissjóðir axli ábyrgð á sínum fjárfestingum eins og aðrir.

En til hvers að bjarga félaginu ef það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir því og það heldur áfram að tapa peningum?  Það er ekki eins og það hafi verið í blússandi hagnaði, jafnvel fyrir Kórónu.

Auðvitað er starfsfólk ekki eins og eignir fyrirtækja, það segir sig sjálft. Það er enginn skyldugur til að sætta sig við launalækkun. 

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 08:38

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ja, flugfreyjurnar upplifðu þetta sem mikið virðingarleysi. Hvað sosum okkur miðaldra köllum kann að finnast. Og við getum lítið gert annað en að taka mark á því sem þær segja, er það?

Varðandi rök fyrir því að aðrir en lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð á sínum fjárfestingum bendi ég á það sem Styrmir segir. Það er ekki hægt að horfa framhjá stærra samhengi hlutanna og meta þá bara á abstrakt markaðsforsendum. Slíkt er bara akademísk málfundaræfing.

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 09:12

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Einn helgasti réttur nútímasamfélags er rétturinn til að móðgast.  Hann verður ekki tekinn frá neinum, enda algerlega "valkvæður" ef svo má að orði komast.

Það er gríðarlega varhugavert fordæmi að ríkið bjargi fjárfestingum ríkissjóða (sem það þó vissulega gerir óbeint fyrir ríkisstarfsmenn).

En ég á ákaflega erfitt með að sjá megnið af Íslendingum, sem og íbúa annara landa halda óbreyttum kjörum sínum á næstu mánuðum og árum.

Það gildir um þá sem þiggja lífeyri jafnt sem aðra.

Fullt af lífeyrisþegum um víða veröld reiðir sig til dæmis á arðgreiðslur til framfærslu. 

Hið opinbera (hvort sem er á Íslandi eða annars staðar) hefur ekki getu til þess að bæta og bjarga öllu því sem bent er á.

Vissulega er Ísland betur statt en sum önnur lönd, en það breytir því ekki að það er ekki hægt að stóla á það endalaust.

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 09:29

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

En spurningin er hvort ekki eigi að taka mark á flugfreyjum. Að segja þær hafa "móðgast" er nú frekar eins og að gera lítið úr þeim. Sem er það sem forstjóri Flugleiða gerði. 

Og eins og ég nefndi þá snýst þetta mál um margt fleira en bara kaup og kjör - ég er alveg sammála þér um að kjör Íslendinga sem annarra munu versna í framtíðinni, það blasir við. En þetta snýst ekki um að "bjarga" lífeyrissjóðunum. Þetta snýst um að bjarga Flugleiðum, sem eins og við Styrmir bendum á er ekki eins og hvert annað fyrirtæki.

Að sjá Flugleiðir eins og hvert annað fyrirtæki bendir til skorts á  grundvallarskilningi á íslensku samfélagi og sögu þess. Og það er nú svo, að viðskipti lúta mörgum öðrum lögmálum en bara markaðslögmálum. Til dæmis þarf að horfa til þess hverjir séu "stakeholders", sem eins og þú veist er ekki það sama og "shareholders" í öllum tilvikum.

En hvað svosem öllum akademískum rökræðum líður munu stjórnvöld ekki láta Flugleiðir sigla sinn markaðssjó, það má ráða af orðum fjármálaráðherrans sem Styrmir vísar til, og svo hinu að sá Sjálfstæðisflokkur sem yfirgæfi Flugleiðir ætti erfitt í næstu kosningum. Og kjósendur hinna stjórnarflokkanna sjá held ég ekkert óeðlilegt við það að ríkið reki flugfélag á meðan markaðsbrestur er.

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 09:44

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Að tala um að mér hafi verið sýnt "virðingarleysi", er í mínum huga nokkurn veginn það nákvæmlega það sama að ég "móðgist".

Það er fullt af "stakeholders" í rekstri Icelandair eins og þú segir.  Það er samt sem áður ekkert.

Eins og marg oft hefur komið fram er félagið talið "kerfislega mikilvægt".

En það breytir því ekki að gjaldþrot getur verið það sem liggur beinast við.

Ef ekki er rekstrargrundvöllur fyrir félagið, og það er rétt að hafa í huga að það gekk ekki alltof vel fyrir Kórónu.

Það er augljóst að útlitið er ekki bjart á næstu mánuðum/árum.

Hvað verður langt þangað til raunhæft er að ætla að leiðakerfið nái fyrri stærð?  Hvað verður stórt leiðakerfi sjálfbært?

Samdráttur á mörkuðum fyrir ferskan fisk þýðir minni eftirspurn á frakthluta farþegaflugs o.s.frv.

Það eru til aðrar leiðir til að halda uppi flugi til og frá Íslandi en að bjarga Icelandair.  Vissulega eru mikil verðmæti í Icelandair og viðskiptamódeli þess.

En ef rekstrargrundvöllurinn er ekki til staðar, minnkar það verðmæti með hverjum deginum.

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 10:05

17 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Afsakaðu að ég spyr aftur: Er ekki ástæða til að taka mark á málflutningi flugfreyja?

Og það sem Styrmir á við er að Flugleiðir er mikilvægur þáttur í sjálfstæði Íslands - og þannig séð ekki bara "kerfislega" mikilvægt (hvað svosem það nú þýðir) heldur þjóðfélagslega mikilvægt. Án þess væri sjálfstæði Íslands ógnað, segir hann.

Þannig að það er mikil skammsýni að horfa bara á Flugleiðir sem fyrirtæki á markaði.

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 10:31

18 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þannig að ef markaðslögmálin ógna Flugleiðum þá eru þau að ógna sjálfstæði Íslands - ég sé ekki að hægt sé að segja þetta skýrar.

Er þá ekki komin ástæða til að líta málin öðrum augum en markaðsaugum?

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 10:33

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu alveg viss um að það sé forsenda fyrir því að hingað sé flogið, að til sé íslenskt flugfélag Kristján? Og þarf það flugfélag endilega að heita Flugleiðir? Er ekki einmitt augljóst að erlend flugfélög, jafnvel mörg erlend flugfélög, munu sjá sér hag í því að halda uppi flugi til og frá Íslandi um leið og flugleiðir opnast aftur, rétt eins og það hefur verið hingað til? Ef þetta breyttist einhvern tíma, af einhverjum ástæðum sem ég veit ekki hverjar ættu að vera, þá gæti ríkið auðvitað bara samið við eitthvert flugfélag um að halda uppi samgöngum hingað. Það er með slíkan samning við Flugleiðir núna. En í sjálfu sér hefði það getað samið við hvaða flugfélag sem er.

Og ef svo er, þýðir það ekki einfaldlega að það er bara bull hjá Styrmi og öðrum, að Flugleiðir séu forsenda fyrir sjálfstæði Íslands? Eitt af þessu sem menn láta út úr sér án þess að hafa velt því neitt fyrir sér hvað þeir eru í raun og veru að meina, og hvort það meikar yfirleitt einhvern sens.

En hvað varðar Flugleiðir og launamál þeirra, þá getur auðvitað vel verið að þeir séu að borga alltof há laun. En það er ekki bara vandamál þeirra, laun eru afar há á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, svo spurningin er kannski frekar sú hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í að reka hér flugfélag meðan munurinn er svona mikill. Þ.e.a.s. þú gætir samið við flugfreyjur um að lækka laun þeirra um helming. En þá hætta þær væntanlega að geta lifað á þeim launum, og þá fara þær annað. Því launalækkunin breytir engu um framfærslukostnað á Íslandi.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 11:32

20 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Seint mun ég telja Styrmi láta út úr sér eitthvað sem hann hefur ekki ígrundað, Þorsteinn. En að sjálfsögðu er hægt að vera honum ósammála. Ég er það oft. En málefnalegri manni og betri stjórnanda hef ég varla kynnst.

En þetta með flugfreyjurnar þá eru þær kannski í sterkari samningsstöðu en flugmenn og flugvirkjar því að þær hafa margar hverjar í önnur hús að venda, sem flugmenn og flugvirkjar hafa ekki. Sbr. að einhverjar flugfreyjur sem eru hjúkrunarmenntaðar hafa fengið vinnu á sjúkrahúsum.

Svo veit ég ekki alveg hvort Flugleiðir eru ein af undirstöðum íslensks sjálfstæðis (eða eitthvað sambærilegt flugfélag í íslenskri eigu), en ég er á því að félagið sé ekki bara eins og hvert annað fyrirtæki á markaði. 

Nu hefur orðið alger markaðsbrestur í flugrekstri, og þá hlýtur að koma til skoðunar að ríkið standi að flugrekstri (endurvekja Aeroflot!) á meðan þessi brestur varir.

Það er eiginlega ekki hægt að láta "markaðinn ráða" í flugheiminum núna því að það er enginn markaður eftir. Hann er horfinn.

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 12:04

21 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég sé enga ástæðu til þess að draga upplifun flugfreyja í efa. Það er skilgreina allir sjálfir hvernig þeir upplifa ákveðna atburði.

Hef reyndar hvergi séð einhvern fréttaflutning um að þeim hafi ekki verið sýnd virðing, en tók þín orð fyrir því, eða skyldi þín orð á þann veg að virðingu hefði vantað.

Persónulega get ég ekki séð að sjálfstæði Íslands standi og falli með Icelandair.

Það má nefna að Air Austria, Swiss og Air Belgium eru öll að mig minnir í eigu Lufthansa.

Það er hins vegar að mínu mati stórlega varasamt að fara að dæla risafjárhæðum í flugfélag sem flestir virðast sammála um að eigi sér ekki rekstrargrundvöll að óbreyttu.

Þar á ofan bætist að "vísindamennirnir" virðast ekki á þeirri skoðun að ferðalög Íslendinga, eða koma erlendra ferðamanna sé æskileg á næstu vikum/mánuðum.  Nú svo veit enginn hvenær næsta "bylgja" kemur. Verður landinu þá ekki lokað aftur?

Það er til nóg af flugvélum.  Þess vegna gæti Íslenska ríkið samið við Atlanta um að fljúga til og frá landinu í framtíðinni.

Það kostar ekki svo mikið að koma upp bókunarkerfi og öðru slíku.  Það væri vissulega eftirsjá af Icelandair, en það er talað um að það þurfi líklega fast að 30 milljörðum.  Er það ekki ca. 2.5 sinnum markaðsvirði félagsins í dag?

Og hvað svo ef "Þríeykið" vill engin ferðalög og peningurinn er búinn?  Aðrir 30 milljarðar eða hvað?

@Þorsteinn þakka þér fyrir þetta.  Get tekið undir margt sem þú ert að segja.  En laun eru ekki eini hvatinn til að vinna hjá fyrirtækjum.  Ef marka má fréttir höfðu bæði flugmenn og flugliðar lægri laun hjá WOW en Icelandair.  Það breytti ekki því að það þótti eftirsóknarvert að vinna hjá WOW ef ég hef skilið rétt.

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 12:05

22 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eins og ég sagði er auðvitað hægt að vera ósammála Styrmi, en hann tjáir samt skýrar en flestir aðrir ákveðið viðhorf til þessara mála. Ég held líka að hann hafi næmari skilning á íslensku samfélagi en margir aðrir.

Ég held til dæmis að hann skilji muninn á markaðssamfélagi og markaðshagkerfi, en það er greinarmunur sem mörgum sanntrúuðum markhaðshyggjupostulanum yfirsést.

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 12:26

23 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér má svo heyra viðtal við formann atvinnuflugmanna.  Segist ekki hafa upplifað neitt "virðingarleysi" í bréfi forstjórans.

https://www.visir.is/k/33f67eb8-c303-4bea-82c6-fc6eaca21d45-1589186179918

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 12:38

24 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei, það voru flugfreyjur (ekki flugmenn) sem voru ósáttar við orð forstjórans:

https://www.ruv.is/frett/2020/05/10/brugdid-vid-bref-forstjora-icelandair

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 12:45

25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að Styrmir sé kannski fastur í gamla tímanum. Hann gleymir því að í dag er umhverfið gerbreytt. Og hann er svo sannarlega ekki einn um að Og ríkisflugfélag? Hvers vegna? Ef það ætti að vera þörf fyrir slíkt þá væri það vegna þess að annars væri ekki flogið hingað og ekki hægt að tryggja flug með öðrum hætti. En, eins og ég var búinn að nefna þá væri ríkinu í lófa lagið að semja við annað félag meðan flug liggur niðri út af pestinni. Og þegar því ástandi lýkur verður nóg af flugfélögum til að fljúga hingað. Með öðrum orðum er engin þörf á neinu ríkisflugfélagi. Markaðskerfið er ekkert hrunið. Það eru bara mjög sérstakar aðstæður uppi núna og það er ekki út af einhverjum markaðsbresti heldur út af aðgerðum stjórnvalda um allan heim.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 12:55

26 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ekki talað um neitt virðingarleysi þarna, eða þeim hafi ekki verið sýnd virðing.

En þeim virðist hafa verið brugðið, að tilboðið sé óviðeigandi og .."að það sé grafalvarleg að leggja ábyrgðina á herðar starfsfólkinu.".

Og svo eitthvað sem ekki eigi að tíðkast: 

"„Mér finnst það bara grafalvarlegt og eitthvað sem á ekki að tíðkast í íslensku þjóðfélagi,“ segir Guðlaug."

Þannig að auðvitað er þetta allt spurning um upplifun og túlkun.

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 12:59

27 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Styrmir er eins og fílarnir, hann gleymir engu. Og er þá ekki fjármálaráðherrann núverandi líka skroppinn aftur í gamla tímann, m.v. þau orð hans sem Styrmir vitnar til?

Þeir eru ekki "fastir í gamla tímanum" - þeir eru einfaldlega að tjá annað verðmætamat en það sem núorðið sést oftast og hefur verið kennt við markaðssamfélag.

Víst hefur orðið markaðsbrestur í fluginu - af hvaða sökum það er má deila um, kannski vegna þess sem þú segir.

Og já Tommi þetta er spurning um upplifun, enda var spurningin mín upphaflega sú hvort ekki væri mark takandi á upplifun flugfreyja. Eða er kannski meira að marka flugmenn - þeir eru jú karlar og horfa því "rökrétt" á málin en láta ekki "tilfinningarök" ráða ferðinni?

Held ekki. Líklegast eru bara flugfreyjurnar í betri samningsstöðu eins og ég nefndi að ofan. Flugmenn og flugvirkjar eru ekki í neinni samningsstöðu og verða bara að taka því sem að þeim er rétt eða verða atvinnulausir. Þeir hafa bara ekki efni á því að móðgast. (Hingað til hafa þeir nú aldeilis ekki gefið eftir í kjaramálum).

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 14:32

28 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má bæta því við hér að mér sýnist að sóttvarnarlæknir ætli að leggja til við heilbrigðisráðherra að 2ja vikna sóttkví verði normið á Íslandi fyrir alla, næstu vikur/mánuði.

Það eitt gerir Icelandair enn minna virði en áður.  Allur tími sem líður gerir "brandið" minna virði.

Í lok júlí verða líklega margir starfsmenn á lok uppsagnarfrests.  Ég get ekki séð að þeir snúi til baka í vinnu þá, að óbreyttu, nema ef til vill lítill hópur.

Hvað á að eyða miklu fé til að halda einhverri "beinagrind" gangandi er auðvitað spurning.

Frakt veitir einhverjum flugmönnum vinnu, en að þarf engar flugfreyjur þar.

Ég vil taka það fram að í raun þykir mér ákaflega vænt um Icelandair, þó að ég hafi flogið ákaflega lítið með þeim upp á síðkastið.  Hef alltaf fengið mun betri fargjöld annars staðar.

En það er alltaf gaman að fljúga með Icelandair og gefur góða tilfinningu. 

En hvort að tekst að finna því rekstrargrundvöll er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 14:37

29 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég var nú einfaldlega að vísa til þess að flugfreyjur (eða flugliðar) minnast hvergi á það í fréttinni að sér hafi ekki verið sýnd virðing.

Né að þær tali um virðingarleysi.

G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2020 kl. 14:38

30 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held ekki að þetta snúist um annað verðmætamat Kristján. Enda væri það nú eitthvað nýtt ef Bjarni Ben væri búinn að missa trúna á markaðinn. Þetta er einfaldlega bara órökréttur ótti við að landið einangrist og á sér rætur í að fólk sér fyrir sér hvernig hlutirnir voru í gamla daga þegar eina flugfélagið sem flaug frá Íslandi voru Flugleiðir, og fer að ímynda sér að þannig verði þetta eftirleiðis. Þetta er ekkert flóknara en það. 

Og markaðsbrestur er þegar markaðurinn ræður ekki við eitthvert verkefni vegna þess hvers eðlis það er, ekki þegar ríkisvaldið stöðvar markaðinn.

Því lengur sem landið er lokað, því minna virði verður Icelandair. Það er alveg hárrétt. Hugmyndin um tveggja vikna sóttkví fyrir ferðamenn er í rauninni jafngild því að halda landinu lokuðu. Það fer enginn í frí upp á þau býtti.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 15:17

31 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þorsteinn, ég bara verð að andmæla því að ég, Styrmir og Bjarni Ben séum haldnir órökréttum ótta og lítum til "gömlu, góðu daganna". Mér finnst algjör óþarfi af þér að reyna að gera lítið úr okkur með því að fullyrða að við séum svona einfaldir, á sama tíma og að þú sérð hvernig "raunveruleikinn" er. Ég set þessi andmæli hér fram í fyllstu kurteisi og vona að Tommi skammi mig ekki. En mér er líka full alvara. Gæti verið að þú, frekar en við, sért haldinn órökréttum ótta við hvað bíður okkar ef markaðurinn hættir að virka?

Tommi, orðið "virðingarleysi" var frá mér komið. Ef maður hlýðir á málflutning flugfreyja þá er greinilegt að það er það sem þær eiga við þótt þær noti ekki nákvæmlega þetta orð. En ef þú vilt hanga í þessu orði þá gott og vel. 

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 18:28

32 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það gæti meira að segja verið að Styrmir hafi komið auga á ákveðna þróun og breytingu sem verða kann í kjölfar plágunnar. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir í DV:

"Covid-plágan hefur kallað á umfangsmikil afskipti ríkisvaldsins. Víða birtist aukin áhersla almennings á samkennd og samvinnu – á kostnað einstaklingshyggju og þröngra eiginhagsmuna. Hugmyndin um mikilvægi samfélagsins hefur eflst. Þessar áherslubreytingar gætu reynst varanlegar, a.m.k. í nokkra áratugi."

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 20:26

33 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú alveg óþarfi að taka þessu illa Kristján. Ég er bara að leita eftir skýringum á þessum staðhæfingum um að íslenskt flugfélag (þ.e. Flugleiðir) sé nauðsynleg forsenda þess að flogið sé til og frá landinu.

Við vitum það báðir að mikill fjöldi flugfélaga hefur verið að fljúga hingað. Hvað er þá að óttast? Hvers vegna ættu þau ekki að halda því áfram um leið og aftur verður yfirleitt mögulegt að fljúga?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 20:50

34 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Varðandi hitt, sem þú hefur eftir Ólafi Þ. Harðarsyni: Er það í raun og veru svo, að einhver tilhneiging til samkenndar og samvinnu hafi styrkst vegna plágunnar? Er ekki alltof snemmt að fullyrða um eitthvað slíkt? Eigum við ekki að bíða og sjá hvað verður þegar það fer í alvöru að þrengja að? Og hverjar eru annars þessar vísbendingar? Það að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda? Er það vísbending um samkennd og samvinnu?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 20:53

35 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

NB. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, en ég veit að ég er það. Biðst afsökunar á því en ætla ekki að hætta því samt wink

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 21:00

36 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er kanski bara móðgunargjarn eins og flugfreyjurnar. cool

En hvort þeir Styrmir og Ólafur Þ. reynast hafa rétt fyrir sér skal ég ekki segja, það er þó vonandi. 

Kristján G. Arngrímsson, 11.5.2020 kl. 22:00

37 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Vildi eingöngu vita hvaðan þetta væri komið. Taldi mig ekki lesa þetta úr orðum þeirra, en þeim var vissulega brugðið.

Eins og marg oft hefur komið hér fram er hægt að setja fram svo gott sem hvað sem er hér, ef það er gert á kurteislegan máta.

Svo spinnast umræður eftir því hvort og hvernig þátttakendur kæra sig um eða nenna.

Oft auðvitað um víðan völl, en það er önnur saga.

Svo að ég blandi mér í umræður ykkar, þá vil ég segja að ég á oft erfitt með að skilja þegar talað er um "gömlu góðu dagana".

Ég man ekki eftir mörgu sem mér þótti betra í "gamla daga", nema ef til vill þeim staðreyndum að ég var yngri, grennri og fjörmeiri.

Þegar ég hugsa til baka finnst mér eiginlega með eindæmum hvað Íslenskt samfélag var "súrt".

Ef til vill kristallast það í þeirri staðreynd að umræða um hvort að taka ætti upp sjónvarpsútsendingar í lit, var tekin upp á Alþingi.

Eða eins og það var orðað í ársskýrslu Ríkisútvarspins á þeim tíma, að hætt var að gera ráðstafanir til að eyða lit af myndsegulböndum.

Ég held að hins vegar að Kórónufaraldurinn eigi eftir að hafa margvísleg áhrif.  Það gæti orðið löng umræða og löng og breytileg eftir löndum og landsvæðum.

Ekki viss um að hún verði t.d. sú sama í Svíþjóð og Danmörku.

En breytingar eru ekki alltaf "allar þar sem þær sýnast" ef svo má að orði komast.

Ég var að horfa á fréttaskýringarþátt, man ekki frá hvaða landi hann var, en þar var rætt um "hjólreiðabyltinguna", annað hvort Þýskur eða Franskur, en á Ensku.  Rætt var við hjólreiðafólk í ýmsum löndum, og sýndir tómir rekkar hjólreiðaverslana.  Síðan var spjallað við fólk á sem var að versla hjól og fólk á hjólum.

Meirihluti þeirra sagðist hjóla mun meira nú en áður, jafnvel tekið upp hjólreiðar eftir margra ára hlé.  Aðalástæðan?  Stærsti hópur fólksins vildi ekki nota almenningssamgöngur lengur.

Við skulum heldur ekki horfa fram hjá því að mótmæli gegn aðgerðum ríkisvaldsins hafa verið þó nokkur undanfarið, þar á meðal í löndum s.s. Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.

G. Tómas Gunnarsson, 12.5.2020 kl. 05:49

38 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já þetta með gömlu "góðu" dagana. Ég held að það vísi í einhverja hugmynd sem fólk hefur um að áður fyrr var lífið einfaldara og líka kannski að þá hafi fólk borið meiri virðingu fyrir hvort öðru. Ekki eins móðgunargjarnt (ha!)

Það er líklega einstaklingsbundið hvort gömlu dagarnir voru almennt góðir eða verri en nútíminn. En vísun Styrmis er í Sjálfstæðisflokk sem var "íhald" í svolítið annarri merkingu en maður lítur núna á Sjálfstæðisflokkinn, sem hagsmunabandalag útgerðaraðals.

Þetta með að móðgast og vera kurteis. Almennt finnst mér allt í lagi að móðga fólk ef það er á réttum vettvangi - t.d. í kommentakerfum eins og þessu - og ég býst alveg við að fá á mig aðdróttanir. Þetta er ákveðin sort af skítkasti sem er bara part af programmet. Finnst mér.

Merkilegt þetta með reiðhjólin (og mjög jákvætt því þetta er gott fyrir umhverfið). Hér á Íslandi rjúka reiðhjól líka úr hillum. Veit ekki hvort það er til að forðast strætó, en það er ekki galin ástæða.

Kristján G. Arngrímsson, 12.5.2020 kl. 08:16

39 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í gamla daga voru allir stjórnmálaflokkar hagsmunabandalög. Sjálfstæðisflokkurinn var hagsmunabandalag heildsala, fyrst og fremst, og vitanlega útgerðarmanna líka. En ríkisstyrkirnir til þeirra þá fólust í gengisfellingum, ekki ókeypis kvótaúthlutun. Öll pólitík var hrein hagsmunapólitík með einhverjum örfáum undantekningum. Ég held hins vegar að það sé rétt að lífið hafi verið einfaldara, og kannski var eftirsóknin eftir óþarfa minni en núna. Sameiginleg gildi voru líklega sterkari. Kannski vegna þess að kennivald kirkjunnar var sterkara, ég veit það þó ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2020 kl. 09:45

40 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Miðað við það sem Styrmir segir um Bjarna Ben eldri gerðu menn sér þá líka grein fyrir skyldum sínum við aðra og samfélagið. 

Núna þykir sjálfsagt að hugsa aðeins um að gæta eigin prívathagsmuna og skara eld að sinni köku svo fremi það sé löglegt. Samanber þegar fyrirtækin ætluðu að nota ríkissjóð til að greiða niður launakostnað hjá sér, bara af þvi að þeir sáu holu í hraðsoðnum lögum. Talandi um löglegt en siðlaust.

Öll fyrirtækin nema Össur hafa reyndar "séð að sér" - eins og menn hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera? Bara græðgi og algjör skortur þeirri hugsun að maður hafi skyldur við náungann.

Kristján G. Arngrímsson, 12.5.2020 kl. 10:13

41 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit ekki hvort þetta hefur breyst svo mikið Kristján. Gekk ekki einmitt allur atvinnurekstur út á það í þessa gömlu góðu daga að kría út alls kyns bitlinga með klíkuskap og spillingu, láta ríkið útvega sér einkaleyfi (sbr. Aðalverktaka) og kaupa atkvæði gegn einhverjum sporslum? Ég held að það hafi verið þannig. Og ég er ekkert viss um að það hafi versnað.

Þið Styrmir megið alveg sjá fortíðina í rósrauðum bjarma mín vegna. Ég fer kannski að gera það líka þegar ég verð kominn á aldur við Styrmi, hver veit. En vonandi ekki fyrr en þá, ef nokkurn tíma.

Svo skil ég ekki almennilega hvernig hægt er að halda því fram í sömu andrá að samkennd og samstaða hafi aukist á tímum pestarinnar og um leið séu allir að skara eld að eigin köku á tímum pestarinnar sem aldrei fyrr.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2020 kl. 11:01

42 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það klagar ekkert upp á mig að fólk kalli hvort annað fyllibyttur, velti fyrir sér hvort að hinn eða þessi hafi tekið lyfin sín, tvinni saman blóts- og skammaryrðin, og svo framvegis.

Bara ekki á þessu litla vefsvæði sem ég hef umsjón með ef svo má að orði komast.  Það er enda nóg framboð á slíkum svæðum og á ýmsum tungumálum.

En ég les yfirleitt allt sem sett er hér inn og ég hreinlega hef hvorki áhuga né nennu til að lesa slíkt "skítkast", hvorki í minn garð né annara.

Ef til vill er þetta partur af minni leit "að veröld sem var"?  LOL

@Þorstein, þakka þér fyrir þetta. "Gamli góði tíminn" var um margt merkilegur, en umdeilanlegt hvað hann var "góður". Samfélagið var einleitara, það er rétt.  Að vera prestur var ennþá virðingarstaða og hann gat leyft sér að segja yfir bakaríið að "þetta verð væri nú ekki hvítum manni bjóðandi".

En margt var ágætlega gert.  Opinber framfærsla var takmörkuð, en reynt að skaffa þeim vinnu sem þurftu, frekar en til kæmi opinber framfærsla.

Ráðherrar eru atyrtir fyrir slíkar hugsanir í dag.

Valkvíðinn var auðvitað minni.  Lamb og ýsa, spaghetti með kjötsósu ef vilji var til að prufa eitthvað "exotic".

Hlutabótaleiðina mætti sjálfsagt ræða endalaust og á henni margar hliðar.  Er ekki Össur eitt af "óskabörnum þjóðarinnar"?

En það er jafn rangt að dæma fyrirtæki landsins af henni og það væri að dæma þá sem þiggja lífeyri eftir "bótasvindlurum".  Sviksemi þekkist á öllum stigum.

En það má líka deila t.d. að ef 3 fyrirtæki eru í sama geira, tvö hafa hafa verið með lélegan rekstur, en eitt hefur byggt upp góðan varasjóð.

Á þá fyrirtækið með varasjóðinn að eyða upp varasjóðnum, á meðan hin tvö fá ríkisstyrk?  Þangað  til varasjóðurinn er uppurinn og öll fyrirtækin standa jafnt?

Það er vert að hafa í huga að fyrirtæki sem greiðir fyrir 25% starf og fær 25% vinnu, er ekki að græða neitt.

Eðlilegast hefði verið fyrir fyrirtækin að segja starfsfólkinu upp, enda ekki þörf fyrir það lengur.  Starfsfólkið hefði þá unnið sinn uppsagnarfrest og fengið hann borgaðan.

Og þetta er það sem mun gerast víða um næstu mánaðarmót. 

Og ekkert "svindl".

G. Tómas Gunnarsson, 12.5.2020 kl. 11:11

43 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er þetta með skyldurnar. Hvaða skyldur hefur fyrirtæki við starfsfólk sitt? Um það eru ýmsar hugmyndir. Ég held að fæstir atvinnurekendur myndu telja "eðlilegt" að segja upp fólki sem þeir "hafa ekki þörf fyrir lengur".

Að líta á starfsfólkið sitt sem svona eins og bíl sem maður selur þegar maður hefur ekki þörf fyrir hann lengur held ég að fáir ef nokkrir raunverulegir atvinurekendur geri.

Ég vann einu sinni á Mogganum (hjá Styrmi!) Þar var þetta viðhorf til starfsmanna óþekkt. Stundum var haft á orði að blaðið væri hálfgerð "tryggingastofnun." Þetta var fyrirtæki sem hugsaði um mannauðinn sinn.

Svo var skipt um eigiendur og eftir það réði það viðhorf að þeir sem ekki var þörf fyrir voru látnir fara nokkuð serímóníulaust. Samanber um daginn þegar rekinn var blaðamaður Mogga á Akureyri til margra ára. 

Það var ekki þörf fyrir hann lengur.

Þannig að jú, það eru til atvinnurekendur sem sjá starfsfólkið sitt eins og bíla. Ef það verður dýrt í rekstri er það látið fara.

Ég veit alveg að sumum finnst þetta alveg eðlilegt. En þetta er ekki sjálfgefið fyrirkomulag, hvorki í rauninni né í teoríunni. 

Kristján G. Arngrímsson, 12.5.2020 kl. 11:59

44 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er allveg rétt hjá þér að það er alls ekki sjálfgefið að segja upp fólki.

Við þær kringumstæður sem nú eru uppi fer það líklega mest eftir því hvernig horft er til framtíðar.

Hversu lengi mun þolraunin vara?  Ég reikna með því að þar séu ýmsar spár og skoðanir uppi.

Ef reiknað er með að allt verði nokkuð eins og áður fljótlega, þá heldur fyrirtækið sínum starfsmönnum.  Ef reiknað er með að tekjutapið verði 40% til langs tíma, er mjög líklegt að það þurfi að fækka starfsfólki.

Það er engum greiði gerður að reka fyrirtækið í þrot.

Þekki ekkert til reksturs Moggans sem slíkt, þó að ég hafi séð alls konar upplýsingar.

En hvers vegna urðu eigendaskiptin?  Var það að hluta til vegna þess að fyrri stefna gekk ekki upp?

Ekki að ég sé eða vilji fullyrða nokkuð um það.

G. Tómas Gunnarsson, 12.5.2020 kl. 12:10

45 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitthvað var talað um að offjárfesting hefði orðið Árvakri að aldurtila. En ég get alls ekki fullyrt það. Líka var talað um samkeppni um auglýsingar við Fréttablaðið, sem var þá strax dreift ókeypis en haldið uppi með hagnaðinum af Bónus. Svona eins og Mogga er núna haldið uppi.

Það má líka ímynda sér að eigandi fyrirtækis sé frekar til í að losa sig við fyrirtækið en að fara að segja upp "fólkinu sínu", þ.e. að velja að segja upp sjálfum sér frekar en starfsfólkinu.

Kristján G. Arngrímsson, 12.5.2020 kl. 12:43

46 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég man bara eftir taptali einhvern tíma í kringum 2003 eða 2004.  Ætla ekki að fullyrða um hvenær..

En allt sem þú nefnir er líklegar skýringar.  Offjárfesting, Samkeppni við Fréttablaðið, það er erfitt að finna réttu "fjölina" í samkeppni við þann sem gefur blað, líklega sértaklega í upphafi.

En það kemur að "skuldadögum", og eigandi sem selur fyrirtæki í tapi, eða með offjárfestingu má segja sér að býsna róttækra breytinga sé þörf.

En ég veit heldur ekkert um hvort eða hvað mikið af eigin fé Morgunblaðsins hafi brunnið upp, eða hvort að komið hafi verið að "end of the road" fyrir fyrri eigendur.

En þá þegar voru að verða umfangsmiklar breytingar á fjölmiðlamarkaði.

Ég sagði upp Mogganum 1999 eða 2000.  Taldi mig hafa annað við peninginn að gera.  Hafði ekki tíma til að lesa blaðið áður en ég fór í vinnu. Vann við tölvu og las fréttir þar.  Fannst blaðið einfaldlega ekki þess virði lengur.

G. Tómas Gunnarsson, 12.5.2020 kl. 13:06

47 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sumir segja að Mogginn seljist illa út af Davíð. Aðrir að hann seljist illa vegna þess að fólk sé ekki jafn til í að borga fyrir blöð á pappír núna þegar allar fréttir má nálgast frítt á netinu. Ég kaupi enn Moggann og fletti honum samviskusamlega á hverjum morgni. En það er mest af gömlum vana.

Fyrirtæki leitast yfirleitt við að hafa við störf það fólk sem þau þurfa að hafa við störf. Það merkir þá að þeim sem ekki er þörf fyrir lengur er sagt upp og þegar nýjar þarfir koma upp er nýtt fólk ráðið. Þannig hafa fyrirtæki til dæmis í gegnum tíðina fækkað mikið fólki sem vinnur við bókhald, en ráðið þess í stað fólk til að sjá um tölvur. Störf setjara hurfu með breytingum á prentverki, en í staðinn komu tölvuumbrotsmenn. Og þegar tekjur hverfa, til dæmis af því að pólitíkusar panikkera út af flensu, þá geta fyrirtæki neyðst til að segja upp fólki. Og það jafnvel þótt það sé ljóst að til lengri tíma skaðist þau vegna þess.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2020 kl. 17:32

48 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er margt gott í Mogga, til dæmis langsamlega bestu ljósmyndirnar! 

En ég held að aðaltekjulind hans hafi aldrei verið áskriftin heldur auglýsingar. Og svo núna útgerð í Vestmannaeyjum.

Annars átti ég alltaf eftir að koma því að varðandi Flugleiðir að ég held að það gæti verið fínt ef Flugleiðir væru í eigu Lufthansa eða einhvers annars, stöndugs, evrópsks flugfélags sem borgar starfsfólki mannsæmandi laun en gerir ekki út á þrælaverslun eins og t.d. Primera Air.

Kristján G. Arngrímsson, 12.5.2020 kl. 17:53

49 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Annars fer nú frasinn "stöndugt flugfélag" að verða þversögn.

Kristján G. Arngrímsson, 12.5.2020 kl. 17:55

50 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Að selja fréttir er erfitt fag nú um stundir.

Það er auðvitað sérstaklega erfitt að keppa við fjölmiðla, sem fá sjálfkrafa þúsundir nýrra áskrifta á hverju ári, en "rukka" ekki beint fyrir afnot.

En fyrirtæki þróast og breytast og flestir af yngri kynslóðinni kunna varla aðra skilgreiningu á prentara en að það sé eitthvað sem stendur á borði og sé tengt við WiFi.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Hef ekki séð prentútgáfu af Mogganum síðan 2012 að ég held.

En myndir eru gjarna enn betri á skjá en prenti nú orðið.  Áskrift og auglýsingar tengjast nánum böndum, því fyrirtæki vilja auglýsa í blaði sem hefur áskrifendur og er lesið.

Persónulega held ég að það væri tvíeggjað ef félag sambærilegt Lufthansa ætti félag á jafn litlum markaði og Íslandi, en það má alveg hugsa sér verra hlutskipti.

En líkast til myndi slíkt flugfélag fyrst og fremst hugsa um að "feeda" flug frá Íslandi inn í sitt kerfi.  Ekki að flytja fólk í gegnum Ísland.   Þetta er jú business.

Primera fór á höfuðið.  En það breytir því ekki að þeirra módel heitir "fjórfrelsið" og er talið eytt af höfuðkostum "Sambandsins".

Í dag var ég einmitt að lesa fréttir af slíku frá Þýskalandi.

https://www.dw.com/en/opinion-coronavirus-highlights-scandalous-conditions-in-germanys-meat-industry/a-53397570

https://www.dw.com/en/coronavirus-modern-slavery-at-the-heart-of-german-slaughterhouse-outbreak/a-53396228

Er ekki kjöt frá "Sambandinu" það sem Íslenskir jafnaðarmenn og aðrir "framsæknir" Íslendingar vilja?

Eða vilja þeir bara flytja inn kjöt frá kjötvinnslum sem borga jafn hátt kaup og þær Íslensku?

En að vera bóndi er auðvitað ekki jafn "sexý" og starfa hjá flugfélagi.

G. Tómas Gunnarsson, 12.5.2020 kl. 18:37

51 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Engum held ég að dytti í hug að halda því fram að allt væri fullkomið í ESB, en ekki er heldur rétt að "fordæma skóginn" þótt maður finni "laufblað fölnað eitt".

Ekki er ég heldur að halda því fram að það sé "bara eitt" sem er að innan ESB - því að ESB er svo margt. Jafnvel má ganga svo langt að segja "sitt er Sambandið í aðildarlandi hverju" svo fengið sé að láni íslenskt máltæki.

Kristján G. Arngrímsson, 13.5.2020 kl. 08:00

52 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Bara svona til að taka það fram er ég alls ekki alfarið á móti innflutningi á landbúnðarafurðum, en gat þó ekki stillt mig um að slengja þessu fram, þar sem ég hefði verið að lesa þetta fáeinum klukkustundum áður :-)

En þetta er í raun veruleikinn.  Það er langt í frá að þetta sé eina "fabrikkan" sem svona háttar með eða Þýskaland eina landið.

Ef ég hef skilið málið rétt var Primera aldrei Íslenskt flugfélag.  Það ver rekið á Dönsk og annað hvort Litháensku eða Lettnesku flugrekstrarleyfi.

Hví skyldi það greiða eftir Íslenskum kjarasamningum? Þeir störfuðu á EEA/EES svæðinu.

Ég fylgist nú ekki alltaf nógu vel með Íslenskum fréttum.  En ég man varla eftir neinu "starfsmannaleigumáli" sem hefur endað með dómi. Hvers vegna ekki?

En Íslensk verkalýðsfélög hafa þyrlað upp málum í fjölmiðlum svo ég hef séð og "sheimað" fyrirtæki til að breytta háttum sínum (verkkaupa). Ekkert að því.

Hitt er svo að sambærileg mál hafa komið upp í öllum "Sambandslöndunum". Ekki endilega í kjötvinnslu, en grænmetisræktun, flutningastarfsemi o.s.frv.

Í þessum málum eins og mörgum öðrum eru það ekki Íslenskir "kapítalistar" sem finna upp "hjólið".

En Íslendingar geta heldur ekki valið við hvaða "Samband" þeir kjósi að eiga viðskipti.

En það er líklega hvergi viðkvæmara en í Þýskalandi að horfa upp á erlenda farandverkamenn með illan aðbúnað. 

En það er svo margt til viðbótar.  Þú getur farið í Hagkaup og keypt þér Danskar kjúklingabringur.  En hvaðan koma þær?

Danir eru með stærri kjúklingaútflytjendum, en sömuleiðis með stærri kjúklingainnflytjendum.

Bara svo dæmi sé tekið.  Getur erlendur kjúklingur breyst í Danskan kjúkling þegar búið er að úrbeina hann?

Kosturinn við að flytja "Kínverska svitabúllu" í heilu lagi til Ítalíu er að þá er tískuvarningurinn sem hún framleiðir löglega "Made in Italy".

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2020 kl. 09:07

53 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Reyndar hafa kjötvinnslur af einhverjum ástæðum orðið gróðrarstía fyrir Covid, eitt stærsta hópsmitið í Bandaríkjunum varð í einni slíkri í Sioux Falls (en annars hafa Mið-Vesturríkin farið heldur vel útúr plágunni í USA).

Það þarf ekki að flytja heila verksmiðju frá Kína eða Bangladesh til Ítalíu til að geta merkt vöruna Made in Italy, það er nóg að lokahöndin sé lögð á vöruna á Ítalíu, skv. reglum má þá stimpla hana Made in Italy. 

Kristján G. Arngrímsson, 13.5.2020 kl. 09:55

54 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Í Bandaríkjunum er þetta í það minnsta að hluta til sama vandamálið. Farandverkafólk sem býr við slæmar og "þéttar" aðstæður eru kjöraðstæður fyrir Kórónuna.

Ég sá reyndar einhversstaðar fréttamynd nýverið sem fjallaði um kjúklingaverskmiðju sem Marel hafði reist fyrir Costco, og var sögð alger fyrirmynd um sjálfvirkni og um leið hreinlæti.  Þessu var einmitt hrósað varðandi Kórónuveiruna.  En ég man ekki nákvæmlega, en mig minnir að það hafi verið talað um 2. milljónir kjúlla á viku eða eitthvað nálægt því.

Ég ætla ekki að fullyrða um hvað mikið þarf að gera, en þó held ég að það séu reglur um hvað stór hluti verðmætis þarf að verða til í landinu. En það er talað um tugi þúsunda Kínverja sem búa ólöglega á Ítalíu í þessum tilgangi, til víðbótar tugum þúsunda sem er þar löglega og reka fyrirtækin og eru "fronturinn".

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2020 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband