Flugmenn Lufthansa bjóðast til það lækka laun sín um 45%

Ef marka má fréttir tapar Lufthansa samsteypan 1. milljón euroa á hverjum klukkutíma þessa dagana.

Það gerir 24. milljónir euroa á dag, 168. milljónir euroa á viku, 744. milljónir euroa í maí, ef ekkert breytist.

Gengið breytist ótt og títt,  í dag jafngildir það 118.519.200.000, Íslenskum krónum. 

Bara í maí.

Svipuð upphæð hefur líklega tapast í apríl.

Hvað mun slíkt tap vera í marga mánuði?

En Lufthansa mun sækjast eftir ríkisstuðningi. Lufthansa samsteypan mun að öllum líkindum sækja stuðning frá ríkissjóðum Þýskalands, Austurríkis, Belgíu og Sviss.

Samsteypan hefur enda starfsemi í öllum þessum löndum, og rekur þar flugfélög.

Eitthvað hefur verið deilt um hvernig skuli standa að slíkri björgun.

Talað hefur verið um að Þýska ríkið myndi leggja allt að 10. milljörðum euroa til félagsins. Nágrannalöndin gætu lagt allt að 6. milljörðum euroa.

Það eru gríðarlegir fjármunir.

Hvernig eignarhaldið eftir slíkar björgunaraðgerðir yrði, er óljósara, en ég hef bæði séð talð um "lágmarks ávöxtun", og svo að Þýska ríkisstjórnin yrði stór eignaraðili.  Hvernig því yrði háttað með aðrar ríkisstjórnir er óljósara.

En Þýska ríkið gæti tekið allt að 25% eignarhluta í félaginu.

En það sem hefur ekki síst vakið athygli er að flugmenn Lufthansa í gegnum stéttarfélag (eða stéttarfélög)hafa boðist til að lækka laun sín tímabundið (talað um tvö ár) um 45%.

Að baki tilboðsins virðist vera sú skoðun að mikilvægt sé að vernda störf og þau verðmæti sem felast í félaginu.

P.S. Til þess að taka fram alla hagsmuni þarf ég auðvitað að segja frá því að ég er staddur í miðri ferð með Lufthansa.

Það er að hluta til ástæðan fyrir því að ég fylgist betur með því en öðrum flugfélögum.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Sá einhverstaðar að Air Canada geri ráð fyrir að verða komið í fullan rekstur aftur undir áramót.

Virðist einboðið að flugfélögum fækki mikið í heiminum á þessu ári, en helst að "fánaberum" verði haldið á lofti af ríkissjóðum. Eru það skynsamlegar ráðstafanir? Það er eiginlega verið að taka markaðslögmálin úr sambandi nú um sinn á ýmsum vettvangi, kannski er það mest áberandi í fluggeiranum.

Kristján G. Arngrímsson, 3.5.2020 kl. 18:47

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það verður drjúgur tími þangað til flugfélög verða kominn í fullan rekstur, ég held að það sé nokkuð ljóst.

En flugvélarnar eru þarna og hver sem kemur til með að eiga þær mun reyna að láta þær skapa tekjur eins fljótt og auðið er.

Það sama gildir um flugvelli, hótel, matsölustaði o.s.frv. 

En það er spurning hvenær "auðið er"?

Svo er það spurningin sem hlýtur að koma upp hvort að lög og reglur gildi ekki eða hafi enga þýðingu?

Air Canada er 100& einkafyritæki.  Getur Kanadíska alríki styrkt það um "bunch of money" án þess að gefa t.d. West Jet svipaða fyrirgreiðslu?

Hvað með Evrópusambandið?  Ef einhver flugfélög geta komist í gegn um "kófið" án ríkisstyrks, eins og sumir vilja meina að einhver eigi möguleika, eiga þau ekki kröfu til þess að "fá markaðinn" og reglurnar um ríkisstyrki séu virtar?

Í "Sambandinu" eru flækjurnar meiri, þar sem ekki er eingöngu um að ræða hugsanlega mismunun á milli fyrirtækja, heldur einnig milli ríkja, enda getan mismunandi.

Hef ekki hugmynd um hvernig þetta kemur til með að enda, en "billing hours" hjá lögfræðingum verða án efa töluverðar.

G. Tómas Gunnarsson, 3.5.2020 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband