Alheims "auglýsingaþorpið"

Það má alveg taka undir það að æskilegt sé að allir aðilar í sömu atvinnugrein sitji við sama borð, sama hvar þeir eru staðsettir.

En það er auðveldara um að tala en að framkvæma.

Framfarir í samgöngum, tækni og samskiptum hefur gjörbreytt heiminum og líklega vilja fæstir snúa til baka. 

Nú er til dæmis orðið býsna flókið hvar auglýsing er keypt og hvar hún er sýnd.

Það kannast margir að sjá mismunandi auglýsingar eftir hverju þeir hafa "leitað að", eftir því hvað þeir hafa keypt, nú eða hvar þeir eru stadddir eða eða hvað "IP tölu" þeir hafa valið sér.

Sumar auglýsingar sem Íslensk fyrirtæki kaupa í gegnum erlend fyritæki vilja þau að séu sýndar Íslendingum, en aðrar auglýsingar vilja þau sýna öllum nema Íslendingum, eða jafnvel bara Bretum, eða Þjóðverjum, o.s.frv.

Þetta bara dæmi um hvað erfitt getur verið að flokka slíkt. Þó er ef til vill mögulegt að gera slíkt eftir tungumálinu sem notað er í auglýsingunni.

Svo eru auglýsingar sem eru sýndar um allan heim, jafnvel samtímis.  Telur Íslenska ríkið sig eiga rétt á því að skattleggja "Íslenska hlutann"?  Slíkt er ómögulegt í framkvæmd.  Þó er möguleiki í beinum útsendingum, t.d. í fótbolta að hafa mismunandi auglýsingspjöld á vellinum, eftir útsendingarlöndum.

En staðreyndin er sú að æ fleiri þjónustu er hægt að veita hvaðan sem er í heiminum.

Hvernig er t.d. hægt að tryggja að Íslenskir hýsingaraðilar standi algerlega jafnfætis keppinautum sínum erlendis?  Gera þeir það?

Nú og mikið hefur verið rætt um það upp á síðkastið að erlendar vefverslanir geti selt Íslendingum áfengi, en innlendar ekki.

Hvernig getur Íslenska ríkið mismunað fyrirtækjum eftir þjóðerni?

Hvernig má það vera að það sé í lagi að beinar útsendingar með auglýsingum erlendra áfengisframleiðenda mega vera sýndar á Íslandi, en ekki áfengisauglýsingar í Íslenskum útsendingum eða frá Íslenskum framleiðendum?

Er Íslenska ríkið að mismuna eftir því frá hvaða landi útsending kemur?

Ætlar Íslenska ríkið að krefjast þess að fyritæki á við New York Times, Telegraph, Financial Times og Wall Street Journal, upplýsi um Íslenska áskrifendur og borgi af þeim innlendan virðisaukaskatt?

Eða ætlar það að jafna samkeppnisgrundvöllinn niður á við og afnema virðisaukaskatt af Íslenskum fjölmiðlum, ef til vill bæði áskriftum og auglýsingum?

Ef til væri það mun skynsamlegra en að halda skattheimtu og byrja "beingreiðslur"?

Svo er auðvitað spurningin hvor innlend samkeppni sé ekki jafn hættuleg og erlend, eða hættulegri, en látum það liggja á milli hluta nú.

Það eru margar spurningar og líklega færri svör, þannig er alla vegna ástandið hjá mér akkúrat núna.

En það er viðbúið að æ fleiri greinar þjónustu verði mögulegt að kaupa frá ólíklegustu stöðum í framtíðinni og spurningin um jafnræði á milli landa verði brýnni.

En svo er það spurning hvernig aðgerðir rúmast innan EEA/EES samningsins um hið frjálsa flæði?

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um slíkt.

 

 

 


mbl.is Skattlagt með sama hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband