Endurgreiðsla virðisaukaskatts, allir vinna og stærra samkomuhús fyrir Alþingi.

Eins og gengur í miklu ati fer oft að bera á "yfirboðum" þegar stjórnmálamenn eru annars vegar.

Stjórnarandstaða tekur undir tillögur ríkisstjórnar, en telur einfaldlega þörf fyrir svo "mikið, mikið, meira".

Ein af þeim aðgerðum sem Íslenska ríkisstjórnin hefur gripið til er "allir vinna" sem hljóðar upp á endurgreiðslu á "vaski" fyrir vinnu iðnaðarmanna. Dregið hafði verið úr endurgreiðsluhlutfallinu, nú var það hækkað og jafnframt var skilgreiningin útvíkkuð og nær nú líka yfir bifreiðaviðgerðir.

Þó er tekið fram að upphæð án vsk, verði að vera 25.000.

Þá bregður svo við að stjórnarandstöðunni (eða hluta hennar) finnst að kvennastörfum vegið og vill endilega að hár- og snyrtistofur eigi líka a falla í þennan flokk.

Alltaf að bjóða betur.

Persónulega finnst mér að lágmarksendurgreiðslu upphæð mætti vera hærri, því vissulega kostar bæði fé og fyrirhöfn að afgreiða slíkar umsóknir.

En vissulega velti ég því fyrir mér (sem eyði í kringum 2000 kalli í klippingu u.þ.b. 7 til 8 sinnum á ári) hvað Íslendingar eyða á hár- og snyrtistofum?

Er algengt að þeir séu reglulega að eyða mikið yfir 25.000?  Ef svo er, þurfa þeir einstaklingar á endurgreiðslu að halda?

En það má hins vegar velta því fyrir sér hvort að ástæða væri til þess að fella hljómlistarfólk og skemmtikrafta undir þessa reglu.

Þar er algengt að greiðsla sé vel yfir því lágmarki sem nefnt er hvað varðar bílviðgerðir.

Það myndi án efa létta undir með skemmtikröftum landsins, sem hafa átt erfiða tíma í samkomubanninu.  Jafnframt gæfi það tækifæri á mælingu á umfangi "bransans", sem margir vilja meina að hafi verið vanmetinn hluti efnahagslífsins.

En stjórnarandstöðunni er alls ekki alls varnað. 

Ég styð heilshugar hugmyndir hennar um að fundir Alþingis verði fluttir í stærra húsnæði.

Það ætti að vera tiltölulega einfalt mál ef vilji er fyrir hendi.

Baráttan við Kórónuveiruna á hvorki að aftengja lýðræðið né Alþingi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband