Nýtt Prince Polo

Smakkaði nýtt Prince Polo í dag.  Mér hefur nú hingað til ekki þótt mikið til þeirra nýjunga sem Prince Polo verksmiðjurnar hafa boðið upp á hingað til, en lét mig nú samt hafa það að kaupa eitt stykki af Prince Polo Zebra, um leið og 5 stykki af "Classic".  Eins og ég hef að ég held áður minnst á hlýtur það að teljast ellimerki þegar sælgæti og gosdrykkir sem mér þykja góðir eru margir orðnir með viðbótinni "classic".

En "Zebra" kom þægilega á óvart, góð viðbót, og lítur skemmtilega út svona með einni hvítri rönd í miðjunni.  Svo eru þetta tvö stykki í pakkanum, ekki ósvipað Twix.

Þeir klikka ekki Pólverjarnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll,

gaman að lesa hjá þér bloggið, mig langar að forvitnast hvar fékkstu þetta prince polo ???

prinsinn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 08:33

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta Prince Polo fékk ég hér í Kanada, nánar tiltekið í stórmarkaði sem heitir Starsky og sérhæfir sig í Pólskum og Evrópskum vörum.  Þar er yfirleitt alltaf til Prince Polo og einnig King Polo og Marco Polo, en ég sneyði hjá slíkum eftirlíkingum.

Þess má til gamans geta að þar fást yfirleitt alltaf Íslensk saltsíldarflök, en ég sneyði hjá þeim sömuleiðis.

G. Tómas Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 14:29

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Áhugavert að fá nýtt Prince Polo! Havr fæst þetta? Ég bý nefnilega á Seyðisfirði og hér hef ég ekkert séð þetta.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.5.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband