Athyglisverðar forkosningar í Frakklandi

Á sunnudaginn næstkomandi velur Lýðveldisflokkurinn (les Républicains) frambjóðanda sinn fyrir Frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á næsta ári. Þó verður líklega aðeins um að ræða fyrri umferð, en sú seinni mun líklega fara fram sunnudaginn þar á eftir.

Forkosning Lýðveldisflokksins vekur mikla athygli, enda telja flestir að líklegast sé í raun verið að velja næsta forseta Frakklands.

Varla er talið að nokkur frambjóðandi Sósíalistaflokksins eigi möguleika á því að komast svo mikið sem í seinni umferð hinna eiginlegu forsetaskosninga.

Ekki er enn ljóst hvort að Hollande (Sósíalistaflokknum), núverandi forseti, muni sækjast eftir endurkjöri, en vinsældir hans á meðal almennings slá öll met niður við. Skoðanakannir sýna að allt niður í 4% kjósenda telji hann hafa staðið sig vel sem forseta.

En það sem gerir forkosningar Lýðveldisflokksins jafnvel enn athyglisverðari, er í raun er um að ræða það sem Íslendingar myndu kalla "opið prófkjör".

Þetta er í fyrsta skipti sem Franska "hægrið" velur þessa aðferð, en yfirleitt hafa frambjóðendur verið valdir innan flokks.

En nú mega allir kjósa. Einu skilyrðin eru að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að viðkomandi "deili gildum með Lýðveldisflokknum", og svo þarf að borga 2. euro.

Þetta hefur orðið til þess að lesa má í fréttum um stórir hópar þeirra sem hafa hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn, hafi nú hugsað sér að taka þátt í forkosningunni, til þess að velja þann frambjóðenda sem að þeir telji að standi betur að vígi til að sigra Marine Le Pen í forsetakosningunum. 

Þeir hafa enga trú á því að þeirra maður nái í seinni umferðina.

Sagt er að þeir muni kjósa Juppe.

Jafnframt er talað um að kjósendur Þjóðfylkingarinnar (Front National) ætli sömuleiðis að taka þátt í stórum hópum og kjósa þann frambjóðanda sem þeir telja að Marine Le Pen eigi meiri möguleika á að sigra.

Sagt er að þeir ætli sér að kjósa Sarkozy.

En Sarkozy og Juppe eru jafnframt þeir tveir sem flestir telja að komist áfram í seinni umferðina (því ekki er reiknað með að neinn nái yfir 50% í fyrri umferð).

En það verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna og sömuleiðis þátttökuna.

Þó að Sarkozy og Juppe séu almennt taldir sigurstranglegastir, er ekki þar með sagt að úrslitin séu ráðin, það er ekki eins og skoðanakannanir hafi verið á sérstakri "sigurbraut" undanfarið.

Ef til vill kemur Lýðveldisflokkurinn okkur á óvart.

En þátttakendur eru : Jean-François Copé, 52. ára, François Fillon, 62. ára (gjarnan talinn líklegur til að ná 3ja sæti), Alain Juppé, 70 ára, Nathalie Kosciusko-Morizet, 42. ára, Bruno Le Maire, 46. ára, Jean-Frédéric Poisson, 52. ára og Nicolas Sarkozy, 61. árs.

Þó enn sé langt í kosningar þá tel ég líkur Marine Le Pen á því að sigra því sem næst engar. Uppbygging kosningana því sem næst tryggir það.

En ég hugsa að hún gæti hæglega komið á óvart og sigrað fyrri umferðina.

En allar líkur eru á að Frakkar séu að velja sinn næst forseta næstu tvær helgar í forkosningum hjá Lýðveldisflokknum.


mbl.is Le Pen mögulega næsti forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þriðja?

:-D

ls (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:00

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls  Þakka þér fyrir þetta. Já, þetta er merkileg niðurstaða. Það virðist vera orðin regla frekar en undantekning að það er lítið að marka skoðanakannanir.

Svo verða svona sakleysingar eins og ég fyrir barðinu á þessu. Lít náttúrlega eins og ég viti ekkert hvað ég er að tala um :-)  Sem er auðvitað rétt oft á tíðum.

En það verður fróðlegt að lesa fréttir frá "frans" í dag.  Spurningin sem kemur fyrst upp í hugann hjá mér er hvort að Le Pen og félagar hafi metið stöðuna svo að Fillon væri óska andstæðingurinn?

Aðdáandi Thatcher og sá sem vill fækka ríkisstarfsmönnum um 500.000, gegn Marine Le Pen, er vissulega ávísun á áhugaverða kosningabaráttu.

Sósíalmismi Le Pen gæti virkað vel á móti slíkum frambjóðenda.

Ég hugsa að þessi úrslit muni fá marga til að óttast niðurstöður frönsku kosninganna enn meir.

Svona "safe" íhaldsmaður eins og Juppe var einmitt talinn líklegur til að sigra, vegna "öryggisins".

G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2016 kl. 05:16

3 identicon

Það er allavega ekki erfitt að vita meira um frönsk stjórnmál en ég!

Fínt að fá þessa pistla frá þér um stjórnmál hér og hvar sem lítið er fjallað um hér og oft ekki af miklu viti. 

En starfsmenn skoðanakannanafyrirtækja standa frammi fyrir krefjandi verkefni þessa dagana svo mikið er víst.

ls (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 10:14

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta.  Ég hef alltaf gaman að fylgjast með stjórnmálum þar sem ég þekki örlítið til.

Það er nú svo merkilegt að það eru að verða 20 ár síðan að ég bjó í Frakklandi, en að stórum hluta eru þetta enn sömu nöfnin sem ber hæst í umræðunni.

Þá var Sarkozy vinsæll borgarstjóri í Nuilly (úthverfi við París), Fillon var ungur maður á uppleið, orðinn ráðherra (þó ekki einn af þeim mikilvægustu), og Juppe var á tímabili forsætisráðherra.

Marine Le Pen var ekki áberandi þá, en pabbi hennar Jean-Marie "terroriseraði" stjórnmálalífið, sérstaklega þegar hann stóð sig betur en arfaslakur frambjóðandi Sósialista (Lionel Jospin, þáverandi forsætiráðherra) og komst í seinni umferð forsetakosninganna árið 2002.

Nokkuð sem þykir afar líklegt að dóttir hans endurtaki nú.

Þannig að stjórnmálin eru nokkuð "stöðnuð" í "heimili stjórnarbyltinganna", ef það er leyfilegt að segja svo.

Og "vinstri kanturinn" í henglum eins og víða um lönd.

G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2016 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband