Afar litlar líkur á því að Krím tilheyri Ukraínu í framtíðinni

Ég er sammála því að Bandaríkin eiga ekki að viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krímskaga.

Það er ekkert sem mælir með því. 

Í raun er eina ríkið sem getur leitt viðurkenningu á framferði Rússa, og önnur ríki þá fylgt í kjölfarið, er Ukraína sjálf.

Það væri sorglegt að sjá þann leik endurtekin að "stórveldi" semji um landsvæði annara ríkja sín á milli til að "tryggja friðinn", hvort sem hanna ætti að gilda um "okkar daga" eða lengur.

En það hafa margir kokgleypt áróður Rússa um að Krím "eigi" að tilheyra þeim og hafi alltaf gert það, það hafi einfaldlega verið "mistök" að Sovétríkin hafi "gefið" Krím til Ukraínu.

Sagan er mun flóknari en það og rétt eins og hjá mörgum öðrum nágrönnum Rússa/Sovétríkjanna er hún blóði drifin.

Rússar unnu Krím í stríði gegn Tyrkjaveldi, og tóku þar völd 1783. Krímstríð var svo u.þ.b. 70 árum síðar.

Í upplausninni sem fylgdi byltingu kommúnista í Rússlandi reyndu íbúar Krímskaga að öðlast sjálfstæði, en völdin skiptu ótt og títt um hendur og svæðið var mikill vígvöllur.

Þegar upp var staðið náðu Sovétríkin völdum þar á ný.  En frá 1921 og til 1945 var Krímskagi sjálfstætt Sovéskt lýðveldi (svona eins og þau gátu verið sjálfstæð).  Þjóðverjar hernámu það á um stutta hríð á því tímabili.

En það var síðan eftir síðari heimstyrjöld sem að stærstu hluti hinna upprunalega íbúa (tatarar) voru fluttir nauðungarflutningum á brott.

Svæðið tilheyrði síðan Rússlandi þangað til í febrúar 1954 er það var fært til Ukraínu.

Þannig má segja að á síðustu 100 árum eða svo, hafi Krímskagi tilheyrt Rússlandi í u.þ.b. 10 ár.  Það er ekki meira.

Síðan nefna margir kosninguna sem Rússar stóðu fyrir, eftir að segja má að þeir hafi hernumið Krímskaga.

Það eru í raun fráleit rök, enda kosningarnar haldar við vægast sagt undarlegar og þvingaðar kringumstæður, og með þeim var sömuleiðis hagsmunir hina upprunalegu íbúa, tataran, sem voru farnir að snúa aftur í nokkrum mæli, algerlega fyrir borð bornir.

Með því að segja að rétt sé að greiða atkvæði með þessum formerkjum, er verið að leggja blessun yfir þjóðernishreinsanir, og að fólkið sem þeir sem að þjóðernishreinsunum stóðu fluttu á svæðið, séu réttbornir til þess að ákvarða framtíð þess.

Hitt er svo að samningar eiga rétt á sér og geta skilað góðum árangri og friði. Eftirgjöf landsvæðis eða svæða getur verið partur af slíku samkomulagi.

En það er eingöngu sú þjóð sem landsvæðið tilheyrir sem getur gefið slíkt eftir. Í þessu tilfelli Ukraína.

 

 


mbl.is Ráðleggja Trump frá því að viðurkenna innlimun Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í Eystrasaltsríkjunum voru Rússar iðnir við að skipta um áhöfn og fundu einhverjar sakir til að flytja heimamenn norðuraustur  í Síberíu og reyndar Pólverja líka og þegar Rússneski herinn var rekin í burtu frá Póllandi þá urðu þar eftir margir Rússar, bæði karlar og konur, þess vegna eiga Rússar svo mikil ítök í þessum löndum, sem og landamæra héröðum Úkraínu.  

Vegna þessa væri það mjög slæmt ef þjóðhöfðingjar annarra þjóða viðurkenndu framferði Rússa á Krímskaga sem löglegt og eðlilegt framferði, bara til að sleikja Putin upp.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.11.2016 kl. 21:35

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta. Ég tek undir það sem þú segir. Það fer heldur ekki hjá því að áratuga herseta eins og í tilfelli Eystrasaltsþjóðanna skilur eftir sig ör, og mörg þeirra djúp. Þau bætast ofan á þær þjáningar sem þessar þjóðir urðu að þola í síðari heimstyrjöldinni, þar sem Sovétríkin og Þýskaland skiptust á að hernema þau og kúga.

Það eru margir sem virðast ekki muna að þó að heimstyrjöldin síðari hafi "formlega" hafist með innrás Þýskalands í Pólland, liðu ekki margir dagar þangað til Sovétríkin höfðu hertekið austari hluta landsins.

Faðir fyrrverandi nágranna míns var einn af þeim Pólverjum sem þá voru sendir til Síberíu. Seinna leystur úr haldi til að hann gæti barist með Pólverjum gegn Þjóðverjum, þegar Sovétið hafði skipt um lið.

Þannig var það um alla A-Evrópu. Í Eystrasaltsríkjunum var það gert ólöglegt - afturvirkt - að hafa verið í stúdentafélögum.

Sovétið var ekki í neinum vandræðum með að finna ástæður til að handtaka fólk.

Eistlendingar sem bjuggu í borginni Narva, fengu ekki að snúa heim að stíðinu loknu. Iðnaðurinn í borginni var "mikilvægur" og heimamönnum ekki treystandi.

Þangað voru fluttir tugir þúsunda Rússa og enn þann dag í dag er Narva að miklu leyti Rússnesk borg, þó að hún tilheyri Eistlandi.

Og það var ekki bara Ukraína sem var færð til á Sovéttímabilinu. Landsvæði voru tekin af Eistlandi og Lettlandi og færð til Rússlands.

Hvorki Putin eða nokkur Rússa eða þeir "rússadindlar" sem hæst tala um rétt Rússlands til Krímskaga talar um að þeim landsvæðum ætti að skila.

Myndu þeir vilja ljá máls á því að Finnland ættu rétt á því að endurheimta þau landsvæði sem Sovétríkin tóku af þeim eftir að hafa ráðist á hlutlaust Finnland?

Persónulega finnst mér hálf sorglegt hvað það eru margir sem virðast gleypa áróður Rússa umhugsunarlaust. 

Og tala fullum fetum eins og Rússar eigi rétt á því að að ákveða hvernig nágrannar þeirra ráði sínum ráðum.

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2016 kl. 06:23

3 identicon

Það er óvenjulegt og ánægjulegt að lesa skrif eftir menn sem eru jafnn ánægðir með aðgerðir Sovétleiðtoganna og þið eruð félagarnir.

Stalín var vissulega með merkustu leiðtogum tuttugustu aldarinnar,þó að aðferðir hans hafi á köflumm verið frekar ómannvænar.Hann tók við gríðarlegu landsvæði sem að mestu var byggt smábændum og hirðingjum og breytti því í kjarnorkuveldi og næst stæðsta iðnríki í heiminum á örstuttum tíma. Þetta er mikið afrek,en kostaði miklar þjáningar og manndráp.

Og þá komum við að Úkrainu.

Eins og þið kannski vitið hefur Úkraina aldrei verið ríki í sögunni fyrr en 1992.

Fyrir 1992 var Úkraina vissulega einskonar ríki í Sovéska ríkjsambandinu,en hún hafði einmitt verið útbúinn af félaga Stalín,en fyrir þann tíma hafði Úkraina verð landsvæði sem tilheyrði ýmsum ríkju eftir því hvernig vindar blésu í Evrópu. 

Núverandi Úkraina er ekki landsvæðið sem var kallað Úkraina til forna.Það eru nokkur svæði sem eru utan þess svæðis sem var Úkrina ,bæði í austur og vesturhlutanum. Í vestri eru héruð sem oftast hafa tlheyrt Póllandi.Þar eru hreyfingar sem vilja sameinast Póllandi og hluti Pólverja vill einnig að þessi svæði verði endurheimt. Þessi svæði tilheyra Úkrainu af því að Stalin krafðist þess að lokinni Síðari heimstyrjöldini.

Þegar Stalin var að hanna Sovétríkin voru búin til einskonar ríki sem áttu að hafa efnahagslega burði til að standa undirr sér sem stjórnsýslueiningar. Úkraina var eitt af þessum svæðum sem varð fyrir valinu ,enda gríðar stórt svæði.Gallinn var sá að Úkraina var sárafátæk og hafði nánast engann iðnað,Úkraina var sárafátækt landbúnaðarhérað.

Stalin sér að þetta getur aldrei gengið svo hann tekur iðnaðarhéruð frá Rússlandi og bætir við Úkrainu.Þetta voru með blómlegustu iðnaðarhéraða Rússlands. Þetta eru héröðin Donbass og Luhansk.Nú var orðin til eining sem gat sinnt þeim skyldum sem ríki í Sovéska ríkjasambandinu voru falin.

Enn þann dag í dag eru þetta auðugustu héröð Úkrainu ,enda hafa þau eftir hrun Sovétríkjanna haldið nánu samstarfi við Rússlands. Í þessum héruðum var mikil andstaða við evrópusambandssamninginn ,enda augljóst að sá samningur mundi leiða mikla efriðleika yfir fyrirtækin þar ,sem flest voru mjög háð verslun við Rússa. Til dæmis voru mörg þróuðustu fyrirtæki Donbass háð viðskiftum við Rússneska herinn og geimferðaáætlun Rússa ,svo það var augljóst að þeir myndu missa öll þessi sérhæfðu viðskifti í kjölfar samningsins. Evrópusamningurinn var nefnilega ekki bara viðskiftalegs eðlis ,hann var ekki síður hernaðarlegs eðlis.

Donbass og Luhansk eru því upphaflega Rússneskk héruð sem Stalin sameinaði Úkrainu til að búa til lífvænlegt "ríki" Ástæðan fyrir að íbúarnir eru blanda af Úkrainumönnum og Rússum er ekki sú að Stalin hafi flutt þangað Rússa,heldur að Úkrainumenn fluttu í miklum mæli frá fátæku landbúnaðarhéruðunum í ríku iðnhéruðin í Donbass.

Eftir að Rússland féll aftur í ónáð á vesturlöndum upp úr aldamótum hefur verið rík tilhneiging til að setja samansemmerki milli Rússlands og Sovétríkjanna. Það eer látið sem svo að í Sovétríkjunum hafe verið Rússneskur aðall sem kúgaði önnur Sovétlýðveldi og lét þau vinna allskonar óhæfuverk meðan rússar mökuðu krókinn. Ekkert er fjær sanni enda var Sovétríkjunumm sjaldnast stjórnað af Rússum. Rússar fengu engu minni skammt af kúgun en aðris landsmenn.

KGB var svo að miklu leyti mannað af fólki frá Eistrasaltslöndunum ,meðal annars er núverandi forseti Litháen af KGB ættum og var líklega hluti af þeirri stofnun framundir fall Sovétríkjanna.Litháar eiga langa og gifturíka sögu um kúgun og óheyrilega grimmd ,sem kom sér evl í starfi hjá KGB og Stafka.

Sovétríkin eru því sameiginleg ógæafa þessara ríkja ,en ekki Rússnesk kúgun á öðrum þjóðum.

Krímskagi er svo kapítuli útaf fyrir sig,en hann er einmitt dæmi um efnahagslegar tilfærslur innan Sovétríkjanna. Frá dögum Katrínar miklu hafði Krímskagi verið hluti af Rússlandi ,en hún hafði hernumið hann í átökum við Tyrki.Það er mikið talað um Krím-Tatara nú á tímum,en það er í rauninni ekki til neinir Krím Tatarar ,þetta eru einfaldlega tyrkir sem flæddu í norður fyrir hundruðum ára.

Þessir Tyrkir voru bandamenn Ottoman veldisins og helsti atvinnuvegur þeirra var þrælasala. þeir réðust inn á svæði sem í dage eru Rússland,Hvíta Rússland og Úkraina og tóku þaðan að talið er um 3 milljónir þræla  sem þeir sendu til Tyrklands. Íleiðinni drápu þeir aðrar þrjár milljónir manna og kvenna.

Þetta var gríðarleg blóðtaka fyrir þessi svæði ,af því að mannfjöldi á þessum svæðum var ekkert í líkingu við það sem er í dag.

Katrín mikla bindur síðan endi á þessa þrælasölu og hernemur Krímskaga. 

1956 ákveður svo Úkrainumaðurinn Khrushchev að taka Krímskaga frá Rússlandi og færa hann Úkrainu að gjöf. Væntanlega hefur þesi aðgerð verið efnahagslegs eðlis og almenningur skeitti þessu engu ,enda skifti litlu máli hvaða ríki maður tilheyrði innan Sovétskipulagsins. Auk þess var ekki heilsusamlegt fyrir fólk að setja sig upp á móti skipunum frá Kreml á þessum tíma.

Vandræðin byrja þegar Úkrainska ríkið er stofnað.

Krímverjar setja sig strax upp á móti því að vera færðir undir Úkrainískt ríki og reyna í tvígang að brjóta sig frá því,í seinna skiftið 2005 en þá var það barið niður af mikilli hörku,en árangurinn varð samt aukið sjálfræði.

Á þessum tíma er Rússland algerlega í molum og getur ekki haft nein áhrif á hvernig á þessum málum er haldið. Það lengsta sem þeir komast er að semja um áframhaldandi afnot af Sevastapol.

Krímskagi hafði því sérstöðu innan Úkrainska ríkisins strax 2005 eftir tilraun til að slíta sig frá Úkrainu.

Ég held að enginn sem fylgist með þessum málum af einhverjum áhuga efist um að það er vilji langflestra íbúa Krímskaga að tilheyra Rússlandi. Ofan í kaupið er alveg ljóst að það hefur alla tíð frá stofnun Úkrainska ríkisins verið ríkur vilji innan Krímskaga að aðskilja sig frá Úkrainu.

Þá er spurningin ágætu herramenn,Hvaðan kemur ykkur vald til að ákveða fyrir hönd þessa fólks hvaða ríki þeir tilheyra ?

Mér er alveg óskyljanlegt þetta ofbeldi gagnvart þessu fólki.

Íslendingar sem háðu langa sjálfstæðisbaráttu og hlutu að lokum sjálfstæði á ófriðartímum ættu að skilja þetta öllum mönnum fremur.Krímverjar fengu einnig tækifæri til að láta drauminn rætast á ófriðartímum ,eins og Íslendingar. Í stað þess að gera þeim erfitt fyrir ,ættum við að gleðjast með þeim yfir að vera komnir heim, eins og þeir orða það. 

Ég hef trú á að það sem byrgir ykkur sín félögunum ,sé svokölluð Russafobia sem er einskonar rasismi sem hefur grasserað í Evrópu í hundruð ára.

Mest er þessi rasismi áberandi í ríkjum sem hafa gert innrás í Rússland,en beðið lægri hlut.

Þarna er kannski fyrst að nefna Bretland ,sem í tvígang hefur gengið á hólm við Rússland,en lotið í lægra haldi. Það var ekki þægilegt fyrir sjálft heimsveldið að vera gert afturreka af kotungaþjóð í austri.

Russafobia er líka mjög áberandi í Svíþjóð af öllum löndum. Í áratugi voru Eystrasaltsríkin hersetin af Svíum og þeir notuðu aðstöðu sína þar til að skattleggja allar vörur sem voru fluttar um þessi ríki til og frá Rússlandi.Þetta var mjög ógeðfellt rán sem olli miklum þjáningum í Rússlandi.Þarna bættist hressilega í Sænska auðinn. Rússar hrundu þessu seinna af sér í tveimur áföngum og bundu enda á stórveldistíma Svía.

Þýskaland sem hefur í tvígang lagt til atlögu við Rússa er undirlagt af Rússafóbíu .Sennilega er hún hvergi meiri á byggðu bóli ,en einmitt í Þýskalandi. Skrif í Þýsk blöð eru með eindæmum hálfvitaleg og ofstækisfull.Þýskaland er dæmi um stórveldi sem leið undir lok eftir að hafa stofnað til átaka við Rússland

Pólland var eitt sinn í samstarfi við Litháen ,eitt af mestu stórveldum Evrópu. Þess má til gamans geta að á þeim tíma réðu þessi ríki yfir Úkrainu og hluta af núverndi Hvíta Rússlandi. Aldrei hafa Úkrainumenn fengið eins slæma meðferð í sögunni og á þessum tima.Arðránið var svo yfirgengilegt að það var talað um það við Evrópsku hirðirnar að þetta væri alltof langt gengið,samt voru þessar sömu hirðir ekki mjög vandar að virðingu sinni.

Eftir innrás í Rússland ,þar sem þeir komust til Moskvu og steyftu konungnum  (þá var ekki kominn Zar í Rússlandi) snéru Rússar til varnar og brutu Pólland á bak aftur. Pólland hefur aldrei síðan náð stórveldisstatus.'Arið 1917 reyna svo Polverjar að ráðast aftur á Rússa þegar þeir eru veiklaðir af borgarastríði,til að endurheimta fyrri dýrð. Það mistókst hrapalega og seinna endaði Pólland sem Rússneskt leppríki.                         Niðurlæging Pólverja var alger. Pólska stórveldið hafði verið lagt að velli og á aldrei afturkvæmt.

Pólskir þjóðernissinnar eru ennþá að gráta þetta ,enda telja þeir enn þann dag í dag að þeir hefðu getað bjargað Pólsk-Litháenska samveldinu ,en þeir hafi verið sviknir af Pólska konungnum. Pólland er undirlagt af Russafobiu.

G Tomas gerir sér til dundurs að kafa inn í söguna ,án þess að hafa kannski mikinn skilning á þeim hreifingum sem hafa átt sé stað innan Evrópu á undanförnum hundruðum ára.

Það er engin tilviljun að þú lætur eins og saga Krímskaga hafi byrjað með afskitum og hernámi Katrínar miklu. Kannski hafði Katrín mikla ríkar ástæður til að hernema Krímskaga,enda höfðu Tyrkir ítrekað valdið óþolandi búsifjum í Rússlandi og víðar.

Rússland er eitt af vestrænu ríkjunum og hefur oft þegar til átti að taka verið öflugasti verndari vestrænnar menningar. Árhundruðum saman stóðu Rússar gegn tyrkneska veldinu og vernduðu Evrópu gegn ásælni Islamista,áður en veldi þeirra var endanlega brotið á bak aftur í Austrurríki minnir mig.

Rússland var líka lykilríki í að losa okkur við Nasistapláguna.Án framgöngu Rúsa hefði það ekki tekist.

Enn og aftur eru það Rússar sem standa í framlínunni við að berjast gegn Íslömskum ofsatrúarmönnum í Syrlandi og Kákasus.

Í óendanlegri heimsku sinni og illgirni hafa yfirvöld á vesturlöndum tekið sér stöðu með Islamistum,eingöngu til að gera Rússum erfitt fyrir.

Núna erum við byrjuð að súpa seyðið af þessari heimsku ,með innrás Íslamista í Vesturlönd.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 15:14

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór Þakka þér fyrir þetta. Það er alltaf fróðlegt að sjá hvernig menn hugsa “Rússamegin” og sýn þín á söguna er að mörgu leyti fróðleg, þó ég leyfi mér að efast um að hún sé alltaf rétt.  En hins vegar ber að líta til þess að það er aldrei til “ein saga”.

 

Stalín var vissulega með athyglisverðustu leiðtogum 20. aldarinnar. Það verður ekki af honum tekið. Hann er enda á top 3. yfir þá þjóðarleiðtoga sem bera ábyrgð á dauða flestra einstaklinga.

 

Hann kann að hafa verið “réttur maður á réttum tíma”, fyrir Sovétríkin, en þó má leyfa sér að efast um að Sovétríkin/Rússland hafi verið betur stödd vegna byltingu kommúnista. Það er margt sem bendir til þess að Febrúarbyltingin ein og sér hefði getað reynst betur.

 

En það er alltaf varasamt að ganga of langt í “ef” sagnfræði og lítið blogg ræður eiginlega ekki við slíkt.  Það er enda viðfangsefni margra bóka.

 

Ukraína hafði vissulega aldrei verið til sem ríki fyrr en 1992.  Ekki frekar en t.d Ísland fyrr en 1918, eða Finnland 1917,  það má nefna mörg fleiri dæmi.

 

En sem “concept” eða “hugtak” hafði Ukraína verði til frá því í kringum 1000 eða 1100. Svona eftir því hvað við kjósum að miða við.

 

Vissulega var “svæðið Ukraína” all nokkuð “fljótandi”, ef svo má að orði komast, enda má líklega segja það um flest öll þau ríki sem finnast í Evrópu nú, og jafnvel nokkur sem ekki finnast þar lengur.

 

Og  vissulega var Ukraínu stjórnað af mörgum mismunandi ríkjum eða “veldum” og það sama má segja um flest ríki Evrópu.  Það má ef til vill segja að það sé að mörgu leyti böl Evrópu, enda hafa flesti ríki það einhvern tíma ríkt yfir einhverjum öðrum og öfugt, sem aftur leiðir til þess að margir telja sig eiga harma að hefna, eða gullöld til að “endurreisa”.

 

En jafnvel á mörg hundruð ára gömlum landakortum má sjá Ukraine merkta á kortið og stundum bætt við – Land kósakkanna.

 

En “landamærin” flöktu vissulega til, eins og svo margra annara landa.

 

Og Ukraínubúar, eða kósakkar risu upp, bæði gegn pólsku  og Rússnesku yfirvaldi.

 

Donbass sem hugtak kom ekki til sögunnar fyrr en í kringum miðja 18. öld, en þá var svæðið fyrst og fremst byggt Ukraínumönnum (Don Kósökkum).  En þá hófst nýting kola og iðnvæðing byrjaði.  Þá var svæðið  undir stjórn Rússa og mikið af þeim flutti þanga í leit að atvinnu.

 

En í “Rússneska manntalinu”, sem tekið var rétt fyrir 1900 voru Ukraínubúar taldir ríflega helmingur íbúanna, en íbúar með Rússneskan uppruna voru ríflega fjórðungur.

 

Síðan þegar bylting kommúnista setur allt á  annan endan, verður eðlilega mikil lausung á þeim landsvæðum sem Rússar höfðu lagt undir sig.

 

Ríki eins og Eystrasaltsríkin og Finnland ná sjálfstæði og það gerir Pólland einnig.  Ukraína gerði ýmsar tilraunir til að öðlast sjálfstæði þá, en án árangurs.

 

Hið Rússneska Sovét (Sovétríkin voru í raun ekki formlega til þá) reyndi eftir fremsta megni að bæla allar slíkar sjálfstæðis tilraunir niður (Kommúnistarnir voru ekki mjög hrifnir af sjálfsákvörðunarrétti þjóða) og lentu í styrjöldum við t.d. bæði Pólverja og Eystrasaltsríkin.

 

Framan af gekk Pólverjum vel, en síðan snerist gæfan Rússneska Sovétinu í hag og náð það því sem næst að hernema Varsjá áður en Pólverjum tókst að snúa taflinu við og það endaði með því að Rússar báðu um frið.  Hann var síðan staðfestur með Riga samkomulaginu.

 

Það samkomulag brutu Sovétmenn síðan er þeir réðust á Pólland 1939.

 

Það sama gilti með Eystrasaltsríkin og voru Rússar nærri því að hernema Tallinn en Eistlendingar náðu að snúa vörn í sókn og enduðu Rússar með því að semja um frið og afsala sér öllu frekara tilkalli til Eystrasaltsríkjanna. 

 

Samkomulag sem þeir síðan brutu þegar þeir réðust inn í löndin árið 1940.

 

En Ukraína naut ekki slíkra velgengni og var innlimað í Sovétið.

 

En meirihluti íbúa a svæðum s.s. Donbass varð ekki Rússneskur fyrr en eftir Hungursneyðina miklu (Holodomor), sem þú hefur líklega aldrei heyrt um, eða kosið að gleyma.

 

Innrás Þjóðverja og svo hreinsanir Sovétmanna eftir stríð innsiglaði svo örlög Ukraínubúa í austurhéruðunum og hafa þeir verið í minnihluta síðan.

 

Hvað Krímskaga varðar hafa flestir af “upprunalegu” íbúunum lýst yfir vilja til þess að tilheyra Ukraínu, en þeir sem Rússar fluttu inn eftir þjóðernishreinsanir 1945, kunna að vera annarar skoðunar, þó að allir þeir sem vilja sjá það, geri sér grein fyrir því að kosningarnar voru ekki haldnar undir “eðlilegum” kringumstæðum.

 

Þess er svo skemmst að minnast að Rússar skrifuðu undir samninga um að virða landamæri Ukraínu, þegar Ukraína gekkst inn á að “skila inn” kjarnorkuvopnum sínum.

 

Samkomulag sem Rússar hafa nú brotið.

 

Það má því segja að saga samskipta Rússa og nágrannaríkjanna, þá sé brot Rússa/Sovétsins á samningum eins og rauður þráður.

 

Vissulega voru margir frá Eystrasaltslöndunum í KGB og störfuðu í öðrum stofnunum Kommúnistaflokksins.  Cheka var stofnuð af einstaklingi sem fæddist í Póllandi o.s.frv.  Kommúnisminn enda alþjóðleg hreyfing sem náði víða. Það voru Íslendingar sem sátu hæstánægðir og horfðu á sýndarréttarhöld Stalíns og svo má lengi telja.

 

Putin sjálfur og býsna margir fleiri “aldir upp” af KGB.

 

Auðvitað var Rússland þungamiðjan í Sovétríkjunum og hörð “rússavæðing” var framkvæmd víða.

 

Það var svo enda Rússland sem tók yfir “arfleifð” Sovétríkjanna, réttindi þess, skyldur og eignir.

 

Þetta er auðvitað allt á hundavaði, enda hægt að skrifa langar bækur í mörgum bindum um þetta málefni.

 

Þetta verður samt að nægja í bili.

P.S. Sovétríkin (þó þú kjósir að tala um Rússland í því tilfelli), stóð sig vel í baráttunni gegn Þjóðverjum/Nazistum.  Það munaði þó í raun ótrúlega litlu að ríkið félli. Það má meira að segja leyfa sér að efast um að það hefði staðið árásina af sér, nema með þeim gríðarlega stuðningi sem Bandaríkjamenn og Bretar (aðallega Bandaríkjamenn þó) veittu þeim.).

En það má heldur ekki líta fram hjá þætti Sovétsins í því að koma styrjöldinni af stað, með griðarsamningi við Hitler, með því að ráðast inn í Pólland og svo aftur inn í Finnland.

Með því að senda Þýskalandi bæði olíu og mat.  Þýskir skriðdrekar keyrðu á sovésku eldsneyti yfir Belgíu, Holland og Frakkland.  Það sama gerðu Þýsk skip á leið til Noregs.

Þýskir hermenn átu brauð úr Sovésku korni á þessari sömu leið.

Stalín sendi Hitler heillaóskaskeyti þegar París féll.

Þess utan höfðu Sovétmenn (fyrir valdatíma Hitlers) leyft Þjóðverjum að þróa og framleiða vopn, sem Versalasamningur bannaði, í Sovétríkjunum.

Það eru margir fletir á flestum málum.

 

 

G. Tómas Gunnarsson, 18.11.2016 kl. 18:02

5 identicon

Það er í raun ómögulegt að segja hvort ríkin sem tilheyrðu sovétríkjunumm væru betur eða verr stödd eftir því  hvort Svétríkinn hefðu orðið til eða ekki. Það er örugglega misjafnt á milli svæða.

Mér finnst til dæmis líklegt að Rússland hefði verið betur sett á Sovétríkjanna.

Úkrania hefur aldrei verið ríki eða aðkenning að ríki í sögunni,hún var aðeins landsvæði líkt og Ranngárvallasýsla eða Snæfellsnes.

Land Kósakkanna var ekki í Úkrainu,það náði frá ánni Don sem er í Rússlandi og yfir það svæði í Úkrainu sem í dag er kallað Donbass.Donbass var eins og einskonar Árnessýsla við hliðina á Úkrainu.Kósakkar dreifa sér líka lengra austur sunnan við ána Don.

Hin forna Úkraina byrjar svo vestan við ána Dnepr eins og ég held að það sé skrifað á Íslensku.Hin forna Úkraina er í raun miklu minni en ríkið Úkraina er í dag.

Kósakkar eru ekki kynþáttur eða þjóð heldur eru þeir Rússneskir í húð og hár.Kósakkar eru þannig til komnir að þeir eru ánauðugir kotbændur sem flúðu frá Rússlandi suður og vestur yfir Don,en Rússnesk lög kváðu á um að það væri bannað að sækja þá suður fyrir ána. Nú man ég ekki ártölin ,en síðar gerði Russneski zarinn samning við þessa kotbændur um að gæta suðurlandamæra Rússlands og þeir urðu einskonar málaliðar. Þaðan er komin þessi gríðarlega hefð fyrir hernaði meðal kósakka.Þrátt fyrir þetta gekk á ýmsu milli kósakka og Zarins ,en Sovétríkin voru hins vegar eitur í beinum kósakka sem litu á sjálfa sig sem hermenn í þjónustu Zarins en samt ekki þegnar hans.Sovétríkin sviftu þá þessum status og töluverður hluti Kósakka barðist gegn Sovétvaldinu í WW II og þóttu afburða hermenn.Kósakkar eru afar stoltir af arfleifð sinni og eru enn í dag í mjög ótraustu sambandi við Rússland.Ég á pennavin sem er kósakki og býr í Rostov on Don og það er satt að segja frekar skuggalegt hver afstaða hans er gagnvart umheiminum.Það er alveg á mörkunum að þeir viðurkenni Rússnesk yfirvöld,en líklega mundu þeir ganga harðast fram af öllum til varnar Rússlandi ef til átaka kæmi.Vissulega eru ekki allir Kósakkar upprunnir með þessum hætti,þeir hafa örugglega blandast þeim sem fyrir voru í einhverjum mæli. 'Ukrainiskir þjóðernissinnar hafa af einhverjum ástæðum gert kröfu til Kósakka og gera landakröfur allt að Don. Röksemdir sem ég hef séð um þetta af þeirra hálfu eru mjög veikburða og Kósakkar taka í engu undir þær.

Zirinovski hefur marga fylgjendur meðal Kósakka ,en eins og við vitum er hann Rússnesk útgáfa af Hillary Clinton eða John MacCain.Hann vill bara drepa alla sem hann kemur höndum yfir.Rússneskur Neocon.

Holodomor.Það er ekki úr vegi að minnast á þá atburði.

Afstaða þín til Holodomor er samhljóða afstöðu öfga þjóðernissinna í Úkrainu í þeim efnum. 'Ukrainumenn margir telja að Stalin hafi svelt þá í refsingarskini ,eða til að eyða þeim. Hið rétta er að holodomor var einfaldlega hungursneið sem skapaðist af hagstjórnarmistökum hjá Stalín.

Þessi hungursneið var alls ekki bundin við Úkrainu,heldur geisaði hún í öllu sunnanverðum Sovétríkjunum ,allt til Úralfjalla.Þó að Stalin hafi verið illur drap hann ekki fólk að gamni sínu,heldur þjónaði það einhverjum tilgangi.Stalin var í þeirri aðstöðu að hann gat drepið alla sem honum líkaði ekki við ,og gerði það svikalaust.Hann þurfti ekkert að þykjast í þessum efnum.

Mér vitanlega eru ekki til nein gögn sem sýna að Stalin hafi reynt að útrýma Úkrainumönnum með því að svelta þá til bana,þetta eru bara spekuleringar.Þessi aðferð er líka einstaklega heimskuleg og óskilvirk,enda sultu jafnvel fleiri Rússar til bana en Úkrainumenn ef allt er talið,og Stalin var ekki heimskur þó hann væri ofstækisfullur.

Gallinn við söguna er, að okkur er ekki alltaf sögð öll sagan ef við erum í átökumm við einhverja þjóð eins og Sovétmenn forðum.

Það mun vera svo að eftir að Stalinn var búinn að eyðileggja smábændakerfið gerði hann sér ljóst að samyrkjubúin voru á engan hátt fær um að framleiða þau matvæli sem þjóðin þarfnaðist. Sovéski iðnaðurinn hafði heldur enga þekkingu til að búa til landbúnaðarvélar sem þurfti á bú af þessu tagi.

Viðbrögð hans voru að reyna að kaupa landbúnaðarvélar frá Bandaríkjunum og borga fyrir með gulli ,sem Sovétríkin áttu nóg af á þessum tíma.Vélarnar voru hinsvegar ekki falar fyrir aðra greiðslu en korn.Þetta gátu Sovétmenn ekki ,af því að þetta fyrirkomulag hefði leitt af sér enn meiri hungursneið.Tilgangurinn með þessu hefur sennilega verið sá að koma á þrengingum í Sovétríkjunum sem mundu leiða til uppreisnar og falls Sovétveldisins.Þetta er í raun sama taktík og notuð er í dag gagnvart Rússlandi,það er verið að reyna að veikja lífskjör almennings þar þannig að almenningur rísi upp og skifti um stjórnvöld.Það hefur lítið breyst, við vesturlandabúar eigum það stundum til að spila svolítið "dirty" 

Krímskagi.

Afstaða þínn til Krímskaga einkennast líka af afstöðu öfga þjóðernissinna í Úkrainu. Krímskagi átti aldrei að fara úr vörslu Rússa ,af því að vilji þess fólks sem býr þar hefur alltaf verið að tilheyra Rússlandi, þarna skiftir engu hverjir bjuggu þarna einu sinni. Ég held að það séu engar deilur uppi um þetta,enda óvéfengjanlegt. Mér er spurn ,vilja menn neyða Krímverja til að ganga aftur inn í Úkrainu gegn vilja þeirra.?                            Hvert eru menn eiginlega að fara með þetta. ?

Á árunum 2009 til 2011 gerði UNDP (United Nations Development Programe) ársfjórðungslegar rannsóknir á þessu.

Niðurstaðan er þessi:

QuarterYesNoUndecided

2009 Q3[37]

70%

14%

16%

2009 Q4[37]

67%

15%

18%

2010 Q1[38]

66%

14%

20%

2010 Q2[38]

65%

12%

23%

2010 Q3[38]

67%

11%

22%

2010 Q4[38]

66%

9%

25%

2011 Q4[39]

65.6%

14.2%

20.2%

Það er alveg ljóst að stuðningur við sameiningu er fyrir hendi á öllum tímum. Niðurstaða kosninganna sýna svo miklu meiri stuðning ,enda höfðu aðstæður breyst mjög til hins verra í Úkrainu.

Kannanir sem Þýska könnunar fyrirtækið GfK gerði nokkrum mánuðum eftir kosninguna sýna svo enn meira fylgi við sameininguna en kosningin sjálf.Af þeim sem tóku afstöðu voru 81% mjög sammála,11% nokkuð sammála og 7% andvígir.

Mejlis ,sem eru samtök Tatara innan Krímskaga nýtur svo 15% fylgis meðal Tatara sjálfra,enda samtök sem hafa í gegnum árin rænt þeim styrkjum sem hefur verið beint til hjálpar Krím Tatörum.

Af öllu þessu er ljóst að stuðningur við sameiningu nær langt út fyrir raðir Rússneskra Krímverja ,en þeir eru um 58% af íbúunum.

Það eru nokkur atriði sem hafa orðið til að auka stuðning við sameiningu.

Fyrir það fyrsta eru viðbrögð frá Kiev 2005 þegar Krímverjar reyndu að knýja fram atkvæðagreiðslu.Þá kom lestarfarmur af öfga þjóðernissinnumm til Krím og misþyrmdi fjölda fólk. 

Þegar mótmælin gegn Yanakovih stóðu yfir á Maidan fór hópur stuðningsmanna hans á Krím til Kiev til að sýna honum stuðning.Á leiðinnii heim eftir mótmælin voru þeir eltir uppi af öfga þjóðernissinnum ,bílarnir þeirra brenndir ,þeim misþyrmt og sjö af þeim voru skotnir til bana.

Yfirvöld í Kiev hafa ekki rannsakað þessa atburði ,eða refsað nokkrum manni fyrir þetta. Þetta hefur væntanlega farið illa í kjósendur á Krímskaga og sýnt þeim við hverju væri að búast af hálfu stjórnvalda í Kiev.

Mér er því spurn.Hvað fær þig til að halda að þú hafir rétt til að ákveða framtíð þessa fólks ,umframm það sjálft.

Það er athyglisvert að þegar stjórnmálamenn á vesturlöndum ræða um þetta tala þeir sjaldnast um alþjóða lög,heldur "violation of international standards and norms.

Þetta orðalag er merkingarlaus þvæla,Orvellska, og er eingöngu viðhaft til að leyna því að þessi atkvæðagreiðsla fór einmitt fram í samræmi við reglur UN,en þær kveða einmitt á um að landsvæði geti haldið slíka atkvæðagreiðslu án samþykkis annarra landshluta eða stjórnvalda í viðkomandi ríki.

Nú er það svo að ég aðhyllist ekki Sovét skipulagið eða hef ég áhuga á að búa við stjórnkerfi félaga Putins,en hinsvegar er áhugi minn á að búa við það stjórnkerfi sem er á vesturlöndum í dag minnkandi.

Það sem er einkennandi fyrir okkar stjórnkerfi í dag er hömlulaus beiting ofbeldis gegn öðrum ríkju,fullkomin vanvirðing við alþjóða lög og sívaxandi lögregluríki gegn íbúunum.Glórulaus aðför að ríkjum miðausturlanda hefur svo leitt af sér flóttamannastraum sem flykkist nú til vesturlanda og veldur sívaxandi vandræðum.Það er eins og þessi aðall geti með engu móti hamið sig í taumlausri græðgi sinni. Afleiðingarnar eru síversnandi lífsgæði á vesturlöndum.

Ágætt dæmi um algert rof á milli íbúanna og stjórnmálastéttarinnar er innflytjendastefna Frú Merkel. Þessi stefna er í fullkominni andstöðu við þýsku þjóðina og reyndar flestar þjóðir Evrópu.Merkel bauð óendanlegum fjölda Afríku og Asíubúa að setjast að í Evrópu ,án nokkurs samráðs við íbúana eða aðrar þjóðir.

90% þjóðverja er andsnúinn stefnu Merkel í innflytjendamálum. 80% þjóðverja vilja taka aftur upp landamæravörslu og 69% vilja loka landamærunum strax.

Nýlega tilkynnti Merkel að hún vildi rímka aðgang flóttamanna að nýju.Hinar handónýtu málpípur sem við köllum fjölmiðla reyna svo að gefa okkur þá mynd að þetta sé aðeins lítill hópur hægri öfgamanna sem andæfir þessu. Vandamál okkar er ekki lengur bara illgjarnir og óheiðarlegir stjórnmálamenn,heldur líka gjörspilltir fjölmiðlar og stór hópur svonefndra think tanks sem hafa þann eina tilgang að blekkja okkur til að samþykkja allskonar óhæfuveerk sem framin eru af þessum stjórnvöldum.

Svona virkuðu Sovétríkin í gamla daga.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 01:01

6 identicon

Illu heilli þá hélt ekki taflan löguninni.

Efsta talan eru þeir sem eru hlynntir ,næsta talan er þeir sem eru andvígir sameiningu og síðasta talan er  þeir sem eru óákveðnir.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 01:07

7 identicon

Illu heilli þá hélt ekki taflan löguninni.

Efsta talan eru þeir sem eru hlynntir ,næsta talan er þeir sem eru andvígir sameiningu og síðasta talan er  þeir sem eru óákveðnir.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 10:57

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór Þakka þér fyrir þetta.  Ég sé í sjálfu sér ekki mikinn tilgang með því að við höldum áfram að “munnhöggvast” svona, en það er þó býsna gaman að setja svona á blað þegar maður hefur tíma til.

                                               

En “Rússneska Pravda” hliðin sem þú berð á borð og svo “helvítis Moggalygin” sem ég hef fram að færa verða líklega seint sammála um söguna.

 

Þú gerir alltof lítið úr sögu Ukraínu, enda vilja Rússar það yfirleitt. Auðvitað var það ekki ríki, ekki frekar en t.d. Eistland, Finnland, og mörg önnur lönd eins og ég minntist á áður.

 

En þjóðernisvakning átti sér stað í Ukraínu eins og svo mörgum öðrum löndum. Ætli hún hafi ekki náð fyrst verulega af stað upp úr 1850, eða svo, en uppreisnir höfðu visslega átt sér stað áður.

 

En þú mátt heldur ekki gleyma að Ukraína var “sjálfstætt” Sovét lýðveldi frá 1922. Áður hafði það verið fullvalda ríki frá 1919 til 1922.  Þó að “staðan” hafi verið “fljótandi” á þeim árum.

 

Það má heldur ekki líta fram hjá því að þó að það kunni ef til vill ekki að hafa verið “sanngjarnt eða eðlilegt”, þá var Ukraína  aðildarríki Sameinuðu þjóðanna frá 1945. Ég man ekki betur en að hún teldist eitt af stofnríkjunum, en þori ekki alveg að fara með það.

 

Að halda því fram að engin hafi talað um Ukraínu sem nokkuð meira en “sýslu” eða sambærilegt fyrr en 1992 er því alger þvættingur. 

 

En það sem hentaði Rússum árið 1945 til að fá “aukasæti” hjá Sameinuðu þjóðunum hentar þeim ekki í dag.

 

Land kósakkanna var víst í Ukraínu enda voru margir hópar eða “þjóðir” kósakka.  Það er oft deilt um uppruna þeirra.  Margir vilja telja þá af “tyrkneskum” uppruna, en ég held að öruggast sé að segja þá af blönduðum.  Enda telja margir að uppruna þeirra megi rekja til blöndunar “tyrkja” , rússa, ukraínubúa og jafnvel fleiri þjóða sem finna mátti á svæðinu og átt “leið um”.

 

En skeytasendingar gengu á milli stjórnenda Rússlands og Tyrklands, þar sem þeir báðir svóru af sér að ráða yfir kósökkunum. 

 

Hvað Hungursneyðina varðar hef ég séð samsæriskenningarnar um “the gold blockade”. En þær eru ekki trúverðugar.

 

Í fyrsta lagi þá var Sovéski gulliðnaðurinn í rúst allan 3ja áratuginn. Hann var að byggjast upp á þeim 4. með aðstoð Bandarískra verkfræðinga.  Það sama má reyndar segja um flestan Sovéskan iðnað.

 

Verð á landbúnaðarafurðum á kreppuárunum var verulega lágt, enda eftirspurnin ekki til stðar.  Gull hins vegar margfaldaðist í verði.  Það hefðu því verið skrýtnir viðskiptamenn sem ekki vildu gull.

 

Staðreyndin var einfaldlega sú að Sovétið var í greiðsluerfiðleikum.  Mikil uppbygging og innkaup höfðu átt sér stað.

 

Ford setti t.d. upp bílaverksmiðjur fyrir Sovétið (sem urðu GAZ) og Bandarísk fyrirtæki byggðu rísavaxin stáliðjuver í Magnitogorsk og víðar.  Einnig komu að iðnuppbyggingunni Evrópsk fyrirtæki.

 

En arðurinn var seinn að koma enda framleiðnin lítil og mörgum “samningum” slitið áður en þeir höfðu verið uppfylltir.

 

Vandræðin komu til vegna skort á hæfu vinnuafli, en einnig vegna skipulagsins, enda mestu kommúnistarnir ekki endilega bestu strjórnendurnir.

 

En Ford og fleiri amerísk og evrópsk fyrirtæki seldu einnig mikið af tractorum og öðrum tækjum til Sovétríkjanna.

 

Eins og ég minntist svo á áður voru Þjóðverjar að þróa og framleiða vopn í Sovétríkjunum á þessum tímum.

 

En aðild hinna vestrænu sérfræðinga var reynt að halda leyndu eftir fremsta megni, þó að sjálfsögðu tækist það ekki fullkomlega.  En slíku er þó ekki flaggað í sögubókum.

 

En upp á síðkastið hefur mátt lesa þó nokkuð af greinum, sumar ritaðar af ágætlega færum sagnfræðingum þar sem reynt að er hvítþó Stalín af misgjörðum sínum og helst auðvitað að kenna hinum illu vestrænu ríkjum um hungursneyðina.  Sem var þó algerlega heimasmíðuð.

 

Það að Sovétríkin hafi verið að flytja út matvæli á þessum tíma verður því miður að skrifast á þá staðreynd að þeir þurftu á gjaldeyri að halda til iðnvæðingar, og þeir báru ekki meiri “virðingu” fyrir þegnunum en raun ber vitni.

 

Ekki frekar en Stalín og félagar báru virðingu fyrir þörfum hersins þegar hreinsanir innan hans áttu sér stað fáum árum seinna.

 

Það er svo reyndar vert að geta þess að Bandaríkin voru í fararbroddi við hjálparstarf í hungursneyðinni í Sovétríkjunum u.þ.b. 10 áru fyrr.

 

Svar þitt varðandi Krímskaga að það skipti “engu máli hverjir bjuggu þar einu sinni”, er einmitt týpískt fyrir þá sem verja þjóðernishreinsanir.

 

Það dugir að flytja á brott og myrða íbúana, þá getum við tekið yfir svo má geta “nýju íbúarnir” auðvitað haldið þessar fínu atkvæðagreiðslur.  Það er hið sanna Rússneska/Sovéska “lýðræði” sem þeir hafa einmitt verið gjarnir á að vilja bjóða nágrannaþjóðunum.

 

Þær eru hins vegar löngu orðnar þreyttar á yfirganginum.

G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2016 kl. 11:42

9 identicon

.Við skulum ekki vanmeta hvað það er gaman að munnhöggvast.Það er nú einu sinni aðalsmerki okkar Íslendinga.Að tala um söguna er næstum eins og að ræða trúmál,hún hefur svo margar hliðar.

Vissulega átti Stalin í samvinnu við Weimar lýðveldið um þróun á skriðdrekum og torfærubílum ,sem Þýskaland nasismans naut góðs af ,en þeirri samvinnu lauk þegar Nasistar komust til valda þannig að Sovétmenn áttu ekki í samvinnu við Nasista í þessum efnum.

Það voru aftur á móti aðrar þjóðir sem lögðu Nasistum lið ,svo sem Bandaríkjamenn sem sáu þeim fyrir fjármagni,tækniþekkingu og framleiðslulínum allt til ársins 1942 að mig minnir,Tékkar sem höfðu samvinnu með framleiðslu skriðdreka og Rúmenar og Svíar sem sáu fyrir olíu og málmum. Nasistar keyrðu á Rúmenskri olíu inn í Frakkland á drekum úr sænsku stáli ,fjármögnuðum af Bandaríkjamönnum.Mjög trúlega hafa fleiri ríki notað þau viðskiftatækifæri sem buðust í Þýskalandi Nasismans,en það er svolítið feimnismál.

Moggalygin stendur alveg fyrir sínu.

Ég held að það vefjist ekki fyrir neinum að Stalín var langt frá því að vera góður ,eða lýðræðislegur stjórnandi ,og óheyrilegur fjöldi fólks lét lífið vegna hörku hans við eigin landsmenn.

Hinsvegar hafa síðari rannsóknir leitt í ljós að margt sem var sagt um hann er einfaldlega ekki rétt. Það er nefnilega þannig að þegar standa yfir átök af því tagi sem kalda stríðið var,eða átök almennt,eiga menn til að gera hlut andstæðingsins verri en hann er. Upplýsingagjöf til vesturlandabúa var svolítið þessu marki brennd og er enn. Hún hefur jafnvel versnað síðan í kalda stríðinu.Þetta er það sem við köllum Moggalygi.

Margir eru hrifnir af þessum ýkjusögum af Stalín og vilja endilega halda í þær ,frekar en að notast við það sem rétt reynist.Til dæmis eru sögurnar af manndrápum hans stórlega ýktar,en þeir sem hafa rannsakað þetta og komist að hinu sanna eru gjarnan kallaðir Stalinistar og ásakaðir um að afsaka hann.  Samt eru þeir bara að segja að hann hafi ekki drepið 27 milljónir manna ,heldur nær 15. 15 er líka býsna slæm stjórnsýsla, en 27 er flottri ef maður vill virkilega sýna hvað maðurinn var slæmur.Við notumst því við gömlu sögurnar að mestu leyti.

Áhugi minn á kósökkum er ekki fyrst og fremst vegna hernaðarlegs mikilvæægis þeirra ,enda finnst mér afstaða þeirra satt að segja býsna einkennileg og jafnvel ógnanndi.Kanski svipað og byssuárátta margra Banndaríkjamanna.

Það sem mér finnst mest heillandi við Kósakka er tónlistin þeirra ,sem er alveg frábær.Kósakkar hafa mjög ríka hefð fyrir kórtónlist og "showin" hjá þeim eru sannkölluð veisla ,bæði fyrir augu og eyru.

Til að skilja betur menningu þeirra hef ég komið mér upp tveimur pennavinum í Kazan sem útskýra fyrir mér textana og fleira sem snýr að Kósökkum.Annar er tónlistarkennarii ,en hinn er enskukennari.

Ég á reyndar marga pennavini út um allt Rússland,austast er verkfræðingur úr hernum í Vladivostok.Hann er nú sestur í helgann stein. Vestast er lögfræðingur í Moskvu sem er leiður á lögfræði og vill helst vera tónlistarmaður.Hann tekur þátt í að skipuleggja stóra tónlistarveislu í Moskvu árlega. Ég hef líka 60 ára enskukennara í litlu þorpi nálægt Novosibirsk ,18 ára verkfræðinema í Yeakterienburg  og fleiri sem ég hef átt í skemmri samskiftum við um einstökk málefni.Þegar maður hefur kynnst þessu fólki og sagt þeim frá landinu okkar og þjóðinni fer það að segja manni hvernig það lifir,segja manni frá Rússneska samfélaginu.

Maður fær að vita um skattakerfið,kjör eftirlaunaþega ,verðlag ,launatekjur,málefni barna,afstöðuu fólks til heimsmála ,innanlandspólitík og fleira. Ég er nokkuð klár á að ég hef gleggri vitneskju um Rússneskt samfélag en þeir sem hafa alla vitneskju sína úr Mogganum.Ég mæli með þesari aðferð.

Eftir að ég kynntist þessu fólki hefur löngun mín til að kveikja í því stórminnkað,einnig er ég ekkert sérlega hrifinn af því að þjarma að þessu fátæka fólki að óþörfu,eins og við erum að gera í dag.

Sem betur fer eru ekki allir á vesturlöndum hlynntir þessari glórulausu og hættulegu stefnu sem er höfð uppi gagnvart Rússum ,og vil ég gera orð Dana Rohrabacher ,bandarísks þingmanns og formanns United states house foreign affair committe ,að mínum.

"Rep. Dana Rohrabacher on Syria"

Hér er að lokum tvö lög ,þar sem kósakkakór fer á kostum.

Stjórnadi kórsins er Úkrainumaður ,margaðlaður af sjálfum Putin.

https://www.youtube.com/watch?v=QHtJ8BGc1Jk

https://www.youtube.com/watch?v=cwHdA5Fiy6w

Hér er að lokum einn sem fær þig kannski til að skríða undir rúmið með Svíunum.

https://www.youtube.com/watch?v=nTx4Kglgv78

 

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 15:56

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Borgþór Þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að það getur verið bæði fróðlegt og skemmtilegt að "munnhöggvast" dálítið.

Það er alveg rétt að samstarfi Sovétsins og Þýskalands lauk við valdatöku nazista, endu þurftur Þjóðverjar ekki á því að halda eftir það.

Því féll samstarfið niður og var ekki tekið upp aftur fyrr en 1939, en þá með öðrum formerkjum og á öðrum sviðum.

Það er líka alveg rétt hjá þér að fjöldi fyrirtækja í Bandaríkjunum átti í samstarfi við Þýskaland alveg þangað til í des 1941 (og sum hugsanlega lengur).

En það var ekki bandaríska ríkisstjórnin, en hún átti vissulega í vandræðum með að stjórna ákveðnum fyrirtækjum.  Þannig var það að mig minnir Standard Oil (New Jersey) sem umskipaði olíu sem það flutti til Kanaríeyja (með skipum skráðum í Panama), og sendi áfram til Þýskalands.

Bæði Ford og GM áttu dótturfyrirtæki í Þýskalandi (og það sama gilti um fleiri fyrirtæki) og horfðust í sjálfu sér í augu við tvo kosti, annaðhvort að afskrifa fjárfestingar sínar eða eiga samstarf við nazista. 

Þannig voru farartæki Ford í raun framleidd í Bandaríkjunum, Bretlandi (og Kanada), Þýskalandi og Sovétríkjunum og voru notuð í herjum allra þessara ríkja.

Ford leit líklega fyrst og fremst á þetta sem "bisnness", en hann var þó t.d. þekktur fyrir andgyðingleg sjónarmið.

Viðhorf Svía til þessar viðskipta er vel þekkt og mikilvægustu olíulindir sem Þjóðverjar höfðu aðgang að voru í Ploesti í Rúmeníu.  Rúmenar enda bandamenn þeirra.

Það versta við "Moggalygina" er ef til vill sú staðreynd að hún reyndist þegar upp var staðið að mestu leyti sönn.  Það var erfiður biti að kyngja fyrir marga íslenska sósíalista og er enn.

Álit manna á Stalín hefur lítið breyst.  Það eru skiptar skoðanir á honum nú eins og hefur alltaf verið.

Stærsta breytingin er sú að aðdáunin sem var til staðar, svo fölskvalaus, heyrist í raun ekki lengur þó að stundum komi örlítið bergmál frá "gamla sovétinu":

Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts. sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, — en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt.

Gagnvart mannlegum mikilleik þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, — í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verkalýðshreyfinguna og sósíalismann, — í djúpri samúð við flokk hans og alþýðu Sovétríkjanna.

En svona sést ekki lengur. Flestir myndu líklega segja sem betur fer.

Það kemur þér ef til vill á óvart, en ég á marga kunningja sem ólust upp í "Sovétinu" og sumir þeirra voru meðlimir í "flokknum", þó að efast megi um að nokkur þeirra hafi raunverulega verið kommúnisti. Þó segjast margir þeirra hafa raunverulega trúað á uppvaxtarárunum þegar áróðurinn var hvað sterkastur.

Ég hef líka spjallað við einstaklinga sem lentu í Gúlaginu og einnig við menn sem börðust með Þjóðverjum. Gamla konu þekki ég sem var rekinn brott með foreldrum sínum þegar svæði voru "hreinsuð" af Þjóðverjum eftir stríð.

Ég þekki Ukraínubúa. T.d. hjón sem eru frá Lviv. Hann er í raun Ungverji (og foreldrar hans tala Ungversku) en hún Pólverji sem talar pólsku reiprennandi. Bæði fæddust í Sovétríkjunum, en líta á sig sem Ukraínubúa.

Ég hef spjallað við einstaklinga sem eiga rekstur í Rússalandi, en hafa flutt fjölskyldu sína á brott, vegna þess að þeir vilja ekki að börnin sín alist upp í Rússlandi Putins.

Ég hef hitt gamla kennara frá Sovétríkjunum sem vegsama Laxness í bak og fyrir, og eiga allar þær bækur hans sem gefnar voru út á rússnesku.

Ég hef hitt gamalt fólk sem var neitað um að mennta sig í Sovétinu vegna þess að fjölskyldan var ekki "áreiðanleg".

Ég kannast líka við einstaklinga sem voru á "rétttum stað á réttum tíma" þegar Sovétríkin liðuðust í sundur.  Ekki á topnum, en nóg til að koma "hendinni í krukkuna", ef þú skilur hvað ég á við.

Það má lengi halda áfram og skoðanir og minningar þessa fólks eru "annar gluggi" á það sem gerðist og það sem er að gerast, oft þrengri en ekkert síður mikilvægur en "stóra myndin".

Hana er enda oft erfiðara að meta.

Það sem er ef til vill merkilegast við svo margt af þessu fólki er að hæfileikinn og löngunin til að aðlagast öllu því sem lífið "henti í veg fyrir það", ef svo má að orði komast.

Aðgerðir vesturlanda þjarma í raun ekkert að "litla fólkinu", enda hefur það ekki notið þeirra viðskipta sem bann var lagt við, eða ferðabann bitni á því á nokkurn hátt.

Það er líka firra að halda því fram að Rússlandi standi ógn af nágrönnum sínum.

En þegar kreppir að hefur "baráttan gegn fastistunum" alltaf harðnað í Rússlandi.

G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2016 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband