Ruddaskapur eða spilling

Ég held að fátt ef nokkuð geti komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna.

Í raun eru það all nokkur tíðindi. Ekki aðeins verður hún (ef eftir gengur) fyrsta konan til að gegna þessu "valdamesta embætti" heims, heldur verður hún einnig fyrsti maki fyrrverandi Bandaríkjaforseta til þess að gegna embættinu.

En ég get tekið undir með þeim mörgu sem segja að Bandaríkjamenn standi frammi fyrir tveimur miður góðum kostum.

Annars vegar er það Trump, í raun óþarfi að fara mörgum orðum um hann, með sinni ruddalegu framkomu og innihaldslitlum eða -lausum fullyrðingum.

Hins vegar er það Hillary Clinton, sem ásamt eiginmanni sínum - fyrrverandi forseta virðist hafa tekist að taka stjórnmálaþátttöku sína upp á þær "fjárplógshæðir" að ekki má finna sambærileg dæmi nema hjá vanþróuðum þjóðum og einvöldum (Verkamanna leiðtoginn Tony Blair kemur þó stuttlega upp í hugann).

En þó að kostirnir séu ekki góðir, eru kosningarnar á ýmsan hátt athygliverðar. Á meðal þess sem hefur vakið athygli mína er:

Eins og víða annars staðar snúast kosningarnar að þó nokkru leyti um að kjósendur eru búnir að fá yfir sig nóg af "kerfinu".  Það er þess vegna sem Trump hefur þó haldið því fylgi sem hann hefur.  Það má auðveldlega halda því fram að Hillary Clinton ætti í mun meiri erfiðleikum í að sigra "utan kerfis mann" sem hegðaði sér með hefðbundnari hætti en fyrrverandi demókratinn Donald Trump. Spurning hvort að hún myndi ná að gera það.

Enginn hefur minnstu áhyggjur af því að annar frambjóðandinn hafi úr mun meira fé að spila. Enginn hefur áhyggjur að "fjármagnið" ráði hver sigrar.  Í þetta skiptið hefur "rétti" frambjóðandinn meira fé.

Enginn hefur af því áhyggjur að "Wall Street" fylki sér því sem næst sem einn maður að baki öðrum frambjóðandanum. "Wall Street" er núna með "the good guys".

Wikileaks, sem hefur verið eins og "lýsandi viti" fyrir hinn "frjálslynda heim", er nú "handbendi Rússa". Lekar eiga ekkert erindi til almennings ef þeir hjálpa "vondu köllunum".

Það má svo líklega velta því fyrir sér hversu mikinn þátt "pressan" sem á svo erfitt með að skilja Trump nú, á í að koma honum þangað sem hann er. Líklega hafði enginn frambjóðandi í forkosningum Rúpúblikana jafn góðan aðgang að fjölmiðlum, enda skapaði hann drjúgt af fyrirsögnum. "Hefðbundnir" frambjóðendur voru álitnir jafnvel hættulegri ern Trump - þá.

Að mörgu leyti finnst mér gott að þurfa ekki að velja á milli þeirra tveggja, Hillary og Donalds, en ég vona að enginn miskilji þessi skrif mín svo að ég sé fylgjandi Trump. Þyrfti ég að kjósa myndi ég kjósa Clinton.

Því þrátt fyrir allt er minni hætta af spillingu og peningagræðgi, en æðibunugangi, reynsluleysi, lítt hugsuðum breytingum, vanhugsuðum yfirlýsingum, dónaskap í samskiptum ríkja og "fílum í postulínsbúðum".

En það er samt ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvernig stendur á því að ein af fjölmennari þjóðum heims og sú öflugasta, stendur ekki frammi fyrir betri kostum.

 

P.S. Hér fyrir neðan má finna myndband frá umræðum á Fox síðastliðinn sunnudag.  Hlustið á orð Bob Woodward.

P.S.S. Líklega má halda því fram að helstu "sigurvegarar" kosninganna verði "hakkarar" og sérfræðingar í tölvu öryggismálum. Líklega verður yfirdrifin eftirspurn eftir starfskröftum þeirra í framtíðinni.

 

 

="


mbl.is Clinton hagnaðist um tugi milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki er langt síðan að upp komast að Clinton "góðgerðarstofnunin" hafi safnað milljörðum dollara í kjölfar hamfarana er jarðskjálftar skóku Haítí fyrir nokkrum árum.  Haítíbúar hafa ekki séð eitt cent af þeim fjármunum og Clinton "góðgerðarstofnunin" ekki sést til hjálpar einum né neinum.  Allir þeir fjármunir sem renna til Clinton "góðgerðarstofnunarinnar" virðast renna til hjálpar vesalings Clinton fjölskyldunni sem á svo bágt því allir eru svo vondir við þau cry

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.10.2016 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband