Tíðindalaust vinstrahjal um ekki neitt

Það að stjórnarandstöðuflokkar telji fulla ástæðu til þess að kanna möguleikga á myndun meirihlutastjórnar, fái þeir til þess umboð, eru álíka mikil tíðindi og að rigning sé blaut.

Nú eða að vinstri flokkar vilji vinstri stjórn.

Ekkert minnst á stefnumál, ekkert minnst á "stutt kjörtímabil", ekkert minnst á hver myndi leiða hugsanlega ríkisstjórn þessar flokka.

Staðreyndin er auðvitað sú að bæði menn og málefni skipta máli. Það er næsta víst að næsta ríkisstjórn, hvernig sem hún verður skipuð, þarf að glíma við mörg erfið verkefni, mörg ófyrirséð sem ekkert er minnst á í stefnuskrám flokkanna.

Því skiptir máli hver leiðir, hverjum treysta kjósendur best til að stýra og takast á við vandamálin.

Auðvitað ber flokkunum engin skylda til þess að upplýsa kjósendur um slíkt. En þegar því er haldið fram að það sé svo upplýsandi fyrir kjósendur að fá að vita fyrirfram um að einhverjir "sjái ástæðu til að kanna möguleika" á einhverju nánar, segir það ekki neitt.

Það er innantómt hjal.

Þessir fundir virðast engu hafa skilað nema tíðindalausu vinstrahjali um ekki neitt.

Persónulega finnst mér það ekki benda til þess að slík ríkisstjórn yrði landi og þjóð til heilla.

 


mbl.is Valkostur við stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband