Angela Merkel: Fjölmenningarsamfélag er blekking og lygi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ræðu á fundi með flokkssystkinum sínum að fjölmenningarsamfélag væri blekking og lygi, eða "lífs lygi" (Lebenslüge).

Það kann að vera að ýmsum þyki þetta skrýtin fullyrðing komandi frá "manni ársins" að mati tímaritsins Time.

En Merkel sagði m.a.: "Multiculturalism leads to parallel societies and therefore remains a ‘life lie,’  or a sham."

og Merkel bætti við, áður en hún sagði að Þýskaland væri ef til vill að nálgast þolmörk sín hvað varðaði fjölda flóttmanna

"The challenge is immense. We want and we will reduce the number of refugees noticeably."

Í frétt Washington Post er síðan rifjað upp að það er ekki nýlunda að "maður ársins 2015" tali á þennan veg.

Árið 2010 gaf hún fjölmenningu í Þýskalandi algera falleinkunn.

"Of course the tendency had been to say, 'Let's adopt the multicultural concept and live happily side by side, and be happy to be living with each other.' But this concept has failed, and failed utterly."

Og að mörgu leyti er þetta staðreynd.

En þó að Merkel telji að betra sé að ein eða "einsleit" mennig ráði ríkjum, tel ég að ekki megi rugla því saman við að óbreytt eða óbreytanleg menning ráði ríkjum.

Menning er nefnilega "dýnamískt" fyrirbrigði, síbreytilegt sem allir þegnar ríkis geta haft áhrif á, og því meiri sem "skurðarfletir" mismundandi hópa eru fleiri.

Og ef við íslendingar lítum í eigin barm, er ég ekki viss um að við getum nefnt svo margt sem er 100% íslenskt, enda hafa erlend áhrif og áhrif erlendra einstaklinga á íslenska menningu alltaf verið mikil.

Og það er af hinu góða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skyldi þó ekki vera, að hún hefði nokkuð til síns máls, frúin?

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 22:57

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Merkel er flárátt fyrirbæri og ekkert meira að marka en Putin Kremlarbónda, enda eru þau vinir.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2015 kl. 00:48

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hún er náttúrulega pólitíkus og var kannski þarna að tala við einhvern tiltekinn "arm" innan síns flokks. En hvað sem hún segir hefur hún gert ansi margt gott í innflytjendamálum nú undanfarið. Staðið sig betur en flestir aðrir, held ég.

Svo getur líka verið að fjölmenningarhyggja virki sumstaðar en annarstaðar ekki. Hún virðist nú að mestu alveg virka í Kanada og Bandaríkjunum (ég er ekki að segja að hún sé þar alveg snurðulaus), en ekki í t.d. Frakklandi.

En andstaða við þessa hugmynd um sambræðslu menningarheima er náttúrulega bara klassískur ótti við það ókunnuga. Að skipta veröldinni í "okkur" og "hina" er ósköp venjuleg svarthvít hugsun sem einkennir þá sem af einhverjum ástæðum eru smeykir. Sennilega á þetta rætur í því að sjálfsmyndin er veik - að bjóða ókunnuga velkomna er til marks um sjálfsöryggi og styrk.

Kristján G. Arngrímsson, 20.12.2015 kl. 09:04

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Á hinum pólnum er aðskilnaðarstefnan. Ef við ætlum að skilja að alla menningarheima erum við á ansi rangri leið. Það er eðlilegt að það skapist núningur þegar tveir ólíkir menningarheimar koma saman en til lengri tíma litið kemur ekkert nema gott út úr því. Að skipta veröldinni í "okkur" og "hina" eins og Kristján talar um er ósköp barnalegt.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.12.2015 kl. 10:03

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er samhengið sem skiptir þarna meginmáli.  (Hisa á póstinum að fatta svona illa meginatriði.)

Meginatriðið er í hvaða merkingu hún notar múltíkúltí þarna.

Hún segir á undan, að allir verði að fara eftir þýskum lögum og reglum og bætir svo við þessu með múltíkúlti.

Múltíkúltí er augljóslega notað þarna í afar þröngri merkingu og miklu mun þrengri en framsóknarmenn og aðrir hægri þjóðrembingar eru að nota nefnt hugtak í.

Svo bætti hún við að öfga-hægrið ætti enga möguleika og því bæri að hafna.

Þetta var bara ágætt hjá henni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.12.2015 kl. 11:14

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðbjörg Snót Þakka þér fyrir þetta. Merkel hefur vissulega oft mikið til síns máls. En það skiptir líka miklu máli hvernig við skilgreinum fjölmenningu.

@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta Ég hygg að Merkel sé ekki fláráðari en flestir aðrir stjórnmálamenn. Stjórnmál eru list hins mögulega og henni hefur oft tekist vel að feta sig áfarm.

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Vissulega er Merkel pólítíkus og nokkuð merkileg sem slíkur. Ég held nú reyndar að hún hafi oft staðið sig betur en akkúrat undanfarna mánuði og flokka megi viðbrögð hennar (og reyndar "Sambandsins" sem heildar) sem mikil mistök, sem ekki er búið að bíta úr nálinni með.

En það skiptir líka máli hvernig fjölmenning er skilgreind. Persónulega er ég ekki hrifinn af þessari klassísku, þar sem hvatt er til að mismunandi hópar haldi sérkennum sínum o.s.frv.

en "suðupotturinn" þar sem allir hafa sitt að leggja í og svo sjáum við til hvað flýtur ofan á, ef svo má að orði komast er æskilegur og hefur gefist að mínu mati mjög vel víða um lönd.

En þetta er erfitt að setja fram í stuttu máli.

Bæði Kanada og Bandaríkjunum hefur gengið þokkalega með sína innflytjendastefnu, þó að eins og þú nefnir réttilega hefur það ekki verið hnökralaust.

En þar hefur blöndunin og aðlögunin orðið meiri að ég tel en víða í Evrópu, sérstaklega í Bandaríkjunum.

Og undanfarin misseri hefur verið tekist harkalega á um t.d. klæðaburð í Kanada.

@Jósef Smári Þakka þér fyrir þetta. Að ýmsu leyti má einmitt segja að fjölmenningarstefnan sé aðskilnaðarstefna, þó að þar eigi mismunandi menningarheimar að vera jafn réttháir.

Það er einmitt þess vegna sem ég held að "suðupotturinn" sé málið, ef svo má að orði komast.

@Ómar Bjarki Þakka þér fyrir þetta. Það er að mínu mati engin leið til að skilja orð Merkel á annan hátt (sérstaklega þau síðan 2010) en að sú stefna sem hefur verið ríkjandi í Þýskalandi, þýska fjölmenningarstefnan, hafi brugðist og sé í raun ekki á "vetur setjandi".

Það er hún sem er "lebensluge". Merkel er að hvetja til þess að mikið meiri áhersla verði lögð á aðlögun og í raun að "ein menning" ríki í landinu.

Í mínum huga þýðir það ekki að allir "menningarkimar" hverfi, heldur að meginmengið, ef nota má það orð verði mun stærra.

Og það er að ég hygg rétt stefna hjá henni.

G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2015 kl. 15:31

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Innlegg í umræðuna um "fjölmenninguna" í Svíþjóð, þar sem greinarhöfundur telur stefnuna hafa leitt af sér "aðskilnaðarstefnu":

https://euobserver.com/opinion/131598

G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2015 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband