Athyglisvert

Þessi nýjung í húsagerðarlist er athyglisverð. Plast og vinylklæðningar hafa verið notaðar víða um lönd og hafa reynst vel, þó að þær hafi ef til vill ekki þótt "móðins".

En þetta plasthús lítur ljómandi vel út, en ég velti þó fyrir mér hvernig burðurinn er fengið, og hvernig þakið er?

Einnig hvort að möguleiki væri að setja einingarnar utan á "grind", eða steyptan "kjarna", þannig að húsin gætu verið á nokkrum hæðum.

En það er alltaf þörf á einstaklingum sem eru færir um að hugsa "út fyrir kassann".

Ég óska Fíbru alls góðs í þessum leiðangri.

 


mbl.is Hús framtíðarinnar úr plasti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta framtak Fibru er frábært. Um burðinn þarf ekki að efast og enginn vandi að auka hann ef um hús á fleiri hæðum er að ræða. En þetta er ekki nein ný hugmynd, ekki frekar en flestar aðrar hugmyndir sem kynntar voru á Toppstöðinni. Hús byggð úr tvöföldum trefjaplasteiningum með einangrun á milli er þekkt erlendis og það upp á fleiri en eina hæð.

Eftir sem áður er framtak Fibru frábært. Þetta opnar augu landsmanna, kannski sérstaklega þeirra sem með skipulagsmál og reglugerðir um þau, fara.

Plastefni er unnið úr afgangsolíum, sem annars yrði að farga. Því er notkun plasts, í hvaða mynd sem er, umhverfisvæn. Fibra velur að nota steinull sem einangrun. Erlendis hefur fyrst og fremst verið notast við plasteinangrun eða úretan, í svona hús. Steinullin er alíslensk, hráefnið fjörusandur sem bræddur er með íslensku rafmagni. Það er því ljóst að umhverfisvæni svona húsa er mikið.

Ekki ætti að vera nein hætta á vatnslekum í svona húsi og mygluvandamál ætti að heyra sögunni til. Það er í raun allt sem mælir með þessum byggingarefnum.

Framsetning Fibru, að steyptar séu einingar sem síðan er raðað saman er vel þekkt aðferð, þó hún hafi aldrei náð hingað nema að hálfu leyti, þ.e. einingar eru jú búnar til, en ekki staðlaðar. Það virðist erfitt að kenna íslendingum að nýta kosti hagkvæmninnar og því vill hver einstaklingur hafa sína einingu eftir sínu höfði. Þannig er hagkvæmni einingahúsa gerð að litlu.

Hagkvæmni hugmyndar Fíbru mun fyrst og fremst liggja í því að hægt verði að halda sig við einingarhugsjónina, að vinnsluferlið sjálft verði sem hagkvæmast.

Það er vonandi að þetta framtak Fíbru fái að þróast áfram. Augu landsmanna hafa verið opnuð og nú þarf að fylgja því eftir. Koma landsmönnum inn í nútíðina og kenna þeim hagkvæmni staðlaðra aðferða.

Gunnar Heiðarsson, 8.11.2015 kl. 08:47

2 identicon

Þetta líka; http://www.trueactivist.com/americas-first-hemp-house-pulls-co2-from-the-air/

GB (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband