það kostar lítið meira en tvo farseðla að þagga niður í minnihlutanum

Það er eiginlega með eindæmum að lesa um að borgarstjón Reykjavíkur leggi í þann kostnað að senda 12 fulltrúa á loftlagsráðstefnuna í París.  Kostnaðurinn mun vera ríflega 3. milljónir, ef ég hef skilið rétt.

Nú er óþarfi að halda því fram að 3. milljónir sé risavaxin upphæð, en eins og oft áður er það í raun ekki upphæðin sem skiptir meginmáli, heldur "prinsippið". Vissulega eru 3. milljónir barnaleikur á við það sem hefur verið eytt í þrengingar, málningu og fuglahús við ákveðnar götur.

En hvernig getur borg sem er rekin með myljandi tapi og kvartar undan því að tekjustofnar dugi ekki, réttlætt að eyða 3. milljónum í að senda 12 manna sendinefnd til Parísar?

Og það leiðir auðvitað hugann að því, hvað skyldi mörgum milljónum vera eytt í álíka þarflaus verkefni?

Mér skilst að um 40.000 einstaklingar muni sækja ráðstefnuna í París. Gerir það ekki eitthvað tæplega 1 fulltrúa fyrir u.þ.b 190.000 af jarðarbúum?

Það er því varla hægt að neita því að Reykvíkingar eru vel "mannaðir" þarna. Hvað skyldu annars margir fulltrúar fara frá Íslandi?

Ef marka má fordæmi Reykjavíkurborgar, hljóta að eiginlega öll sveitarfélög á Íslandi að senda sinn fulltrúa.

Eða er þetta annað dæmi, eftir viðskiptabannið á Ísrael, um sjálfstæða utanríkisstefnu Reykjavíkurborgar?

Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum Parísarráðstefnunnar og án efa munu koma ítarlegar fréttir af mikilvægu framlagi fulltrúa Reykjavíkurborgar.

Það mun líklega ekki veita af þeirra famlagi, ef tekið er mið af nýlegum ummælum Segolene Royal, umhverfis og orkumálaráðherra Frakklands, en hún var einmitt í heimsókn á Íslandi nýlega, ef ég man rétt.

Þegar talað var um að banna dísilbíla, vegna hættulegrar mengunar, sagði Royal:

""Ban diesels? You can’t be serious,” Ségolène Royal, the French environment and energy minister, said recently, responding to a suggestion by a member of the Green Party. “We can’t treat problems of this gravity with ideological slogans at the expense of French interests,” Ms. Royal said, noting that more than half the cars on French roads were diesels."

Franskir hagsmunir verða að sjálfsögðu að hafa forgang, eða hvað, loftlagsráðstefna í París breytir litlu þar um.

En ef til vill er það sárgrætilegasta þegar horft er til þessarar óþarfa eyðslu, er sú staðreynd að gjarna er reiknað með því að minnihluti veiti meirahluta aðhald í sveitarstjórnum, rétt eins og stjórnarandstaða ríkisstjórn.

En það virðist vera nóg að "henda" tveimur farseðlum í minnihlutann til að "þagga niður í honum".

Þegar slík er raunin, eiga skattgreiðendur ekki von á góðu.

P.S. Hvað skyldi vera losað mikið af "gróðurhúsalofttegundum", til þess að koma öllum þessum fjölda til Parísar.  Skyldi það allt verða "kolefnisjafnað"?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Væri fróðlegt að fá upplýsingar um hve margir fara fyrir Íslands hönd á þessa fyrirfram dauðadæmdu ráðstefnu, sem mun engu skila,öðru en bruðli með almannafé. 40.000 manna ráðstefna er ekkert annað en þvæla og getur aldrei komist að neinni niðurstöðu eða samþykkt nokkuð, annað en halda aðra slíka hið fyrsta aftur. Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar ættu að hundskammast sín fyrir að taka þátt í þessari óráðsíu, meðan borgin tapar hundruðum þúsunda á hverri klukkustund, árið um kring, undir "galvaskri" samfylkingar, vg og píratahagfræði. Hafið skömm fyrir, öll sem farið þessa ferð á vegum Reykjavíkurborgar. Þetta verður geymt, en ekki gleymt í næstu kosningum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.11.2015 kl. 22:51

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Einn fulltrúi fyrir hverja  200.000. íbúa  jarðar, en 12. fyrir Reykvíkinga þá er það ágætlega rausnarlegt og skírir ýmislegt.

 Auðvita leggur það byggðarlag mest til umhverfis mála sem er minnst og sendir flesta fulltrúa og ekki er vera að langt sé að fara.

En af því að svo er látið sem þetta sé ferð á ráðstefnu til verndar hagsmunum lífríkis jarðar, þá er um hugsunar vert hvað flutninga fyrirtæki, sem nota jarðefna brennslu sem afl á sín flutninga tæki nota mikið af slíku við að flytja 40,000 fulltrúa og tengt hafurtask til og frá þessari samkundu.

Hvernig skyldi svo það dæmi líta út fyrir Reykjavík? 

Hrólfur Þ Hraundal, 6.11.2015 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband