Af hverju hefur Geir Haarde öll tromp á hendinni

Það hafa ýmsir verið hissa á því hve ýmsir meðlimir stjórnarandstöðunnar hafa fullyrt að Geir Haarde hafi öll tromp á hendi.

Sumir, s.s. Ómar Ragnarsson reyna að halda því fram að vinstristjórnin sé sterk í spilunum, það sé líklegur möguleiki og svipan sem sé hægt að nota á Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta hljómar ekki ólíklega, en það er tvennt sem mælir sterklega á móti þessum möguleika.  Í fyrsta lagi þá finnst mér frekar ólíklegt að framsóknarmenn og vinstri grænir hafi gríðarlegan áhuga á því að leiða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til hásætis í nýrri ríkisstjórn, minnugir reynslunnar úr R-listanum.

Svo fór það ekki fram hjá neinum sem horfði á leiðtogaumræðurnar a RUV í gærkveldi að það liggja engir leyndir ástarþræðir á milli Steingríms J. og Jóns Sigurðssonar.  Ég held að krafa Steignríms um afsökunarbeiðni frá Jóni og Framsóknarflokknum hafi sýnt og sannað það að mikið þurfi að ganga á til að þeir starfi saman í ríkisstjórn. 

Persónulega þætti mér ekki ólíklegt að það sé þegar búið að þreifa fyrir sér með þennan möguleika af hendi Samfylkingar.  Útkoman hafi verið neikvæð.

Þess vegna tala Samfylkingarmenn eins og Össur Skarphéðinsson í Silfrinu í gær um að Geir Haarde hafi öll tromp á hendi.

Þetta vita menn eins og Ómar Ragnarsson hins vegar ekki, að því virðist vera, staðan hans er auðvitað sú að hann er ekki í "lúppunni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband