Blog úr fortíðinni

Það getur verið misskemmtilegt að lesa það sem maður hefur skrifað í fortíðinni.  Þegar litið er til baka eru sjónarhornin oft önnur og vitneskjan meiri og því virkar skoðanir fortíðar stundum hálf hjákátlegar.

En stundum gerist það gagnstæða og eitthvað sem sagt hefur verið hefur hitt í mark og er það vissulega ánægjuefni.

Þegar ég í nótt fylgdist með "jöfnunardansinum", varð mér stundum hugsað til orða sem ég þrykkti hér á bloggið í nóvember síðastliðnum, en þar sagði:

"Hinu er ekki hægt að neita, að ef  mitt utankjörfundaratkvæði ætti þátt í því að koma Ragnheiði Ríkarðsdóttur á Alþingi sem 6. þingmanni Sjálfstæðiflokksins í "Kraganum", þá mun svo sannarlega ekki verið til einskis farið á kjörstað."

Bloggið frá 17. nóvember 2006.

Í athugasemdum frá fyrrverandi varaþingmanni VG, mátti lesa m.a. þetta:

"Fallegir draumórar þínir um að 6. sætið á D-listanum í suðrinu verði þingsæti. Og vissulega má deila um það hvort bæjarstjórinn í Mosó sem stefndi á 3ja sætið en lenti í því sjötta eigi brýnt erindi á þing."

En nú er dómur fallinn og Ragnheiður er komin á þing.  Ég veit ekki hvað munaði mörgum atkvæðum, en hitt er ljóst að atvæðið mitt kom vissulega að notum og féll á réttan stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu búinn að athuga hvort DHL ógilti ekki örugglega atkvæðið þitt?

Arnfinnur (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er í sjálfu sér erfitt að vera 100% viss um að utankjörfundaratkæði svona erlendis frá komist til skila.  En hitt er ljóst að DHL var ekki treyst fyrir atkvæði mínu, heldur sent með öðrum leiðum beint í Valhöll.

G. Tómas Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband