Kostaboð Visa og bankans míns

Á nýjasta Visareikningi okkar hjóna má lesa eftirfarandi tilboð:

"We are waiving your minimum payment this month.  You can of course, make a payment if you wish.  Interest charges will be calculated as usual."

Þetta er auðvitað "kostaboð", en sé tekið tillit til þess að vextirnir eru 18.5% og það í landi sem verðbólgan mælist um 2%.

Þetta er sú leið sem venjulegir Kanadabúar nota til að verða sér út um "yfirdrátt".  En það er enginn stjórnmálamaður hér sem fer mikinn vegna "okurvaxta", ekki veit ég hvers vegna, en líklega er það vegna þess að þeir vita að kjósendur þeirra eru fjárráða, menn verða að velja og hafna, líka í neyslunni og "samningar" á milli banka og viðskiptamanna, eiga í raun ekki að vera á borði stjórnmálamanna.

Hitt er svo annað mál að stjórnmálmenn hér hafa fjallað um ýmislegt sem þeir telja geta dregið úr samkeppni, þar á meðal þjónustugjöld, og hugsanlegt samráð þar um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband