Kosningavaka að Bjórá

Það er ef til vill orðum aukið að það sé rífandi stemming á kosningavökunni hér að Bjórá.  Það háir henni mikið hve fámenn hún er.  Ég er eini heimilismaðurinn sem hefur verulegan áhuga á Íslenskri pólitík.

Ég sit því einn hér fyrir framan tölvuna og horfi sitt á hvað á kosningasjónvarp RUV og Stöðvar 2.  Það eru flögur í skálinni, salsa á boðstólum og Tékkneskur mjöður á borðinu.

Ég verð að segja að þó að "lookið" hjá Stöð 2 sé miklu svalara þá leita ég alltaf meira og meira yfir á RUV.  Einhvern veginn finnst mér betri stemmning þar og svo er Ólafur Þ. Harðarson ákaflega heimilislegur áheyrnar.

En spennan er gríðarleg, þó að heldur hafi dregið úr henni, það virðist vera nokkuð ljóst að stjórnin "lafi", þó að það sé ekki alveg útséð með það, en stærsta spurningin virðist vera hvort staðan hjá Sjálfstæðisflokki verði 24 eða 25 þingmenn, og 7 eða 8 hjá Framsóknarflokknum.

En þessu er vissulega ekki lokið fyrr en "feita konan" syngur.

P.S.  Var að heyra sigurlagið úr Eurovision, get ekki sagt að það hrífi mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband