Góður sigur hjá Sarkozy

Frakkar skila góðri og afgerandi niðurstöðu.  Sérstaklega ánægjulegt er að sjá hve kjörsóknin er góð, það þýðir að Frakkar létu sig málið varða.

En Sarkozy bíður mikið starf, það veitir ekki af að taka til hendinni í Frakklandi og hann þarf að halda rétt á spöðunum og vinna að góðri niðurstöðu fyrir hægri blokkina í þingkosningunum í júní.  Þessi úrslit ættu að gefa þeim nokkurn byr í seglin. 

Ekki tóku allir vinstrimenn ósigrinum með stillingu, uppþot urðu bæði í París og Lyon og beitti lögreglan bæði vatnsbyssum og táragasi, m.a. á Bastillutorginu í París, en þar höfðu, ef marka má fréttir, safnast saman ungir sósialistar og köstuðu flöskum, grjóti og öðru lauslegu.  Einhver meiðsl urðu á fólki, en aðallega lögreglumönnum.

Einhverjir bílabrunar voru í úthverfum, en það getur varla talist til sérstakra tíðinda.


mbl.is Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband