Vistvænustu flokkarnir?

Fékk nokkuð langan tölvupóst frá kunningja mínum í dag.  Hann fór vítt og breytt yfir kosningarnar.  Í endann lagði hann fram þá kenningu að vistvænustu flokkarnir væru Íslandshreyfingin og Frjálslyndir.

Hann vildi meina að þessir flokkar væru til fyrirmyndar hvað varðar endurvinnslu.  Þetta væru þeir flokkar sem notuðu mest af "notuðum" stjórnmálamönnum og fallkandídötum annara flokka. 

Með þessu ynnist tvennt sagði hann.  Í fyrsta lagi tækju stjórnmálin þá ekki duglegt fólk frá atvinnulífinu.  Í öðru lagi sagði hann væri þetta afar tímasparandi fyrir kjósendur, þar sem þeir könnuðust við "kónana" og þyrftu ekki að hafa fyrir því að kynna sér frambjóðendurna, þeir hefðu í flestum tilfellum hafnað þeim áður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband