Góður sigur

Það var farið á fætur fyrir 7, til að missa nú örugglega ekki af Formúlunni sem hófst hér fyrir allar aldir, fín keppni.

Að sjálfsögðu ánægður með Ferrari sigur, hefði þó vissulega viljað sjá Raikkonen fara í 2. sætið og ná þannig efsta sætinu í keppni ökuþóra, en það verður ekki á allt kosið.

Það er síðan ekki hægt annað en að minnast á Hamilton, fantagóður akstur hjá honum og um leið tryggði hann sér sitt fyrsta met.  Fyrsti ökumaðurinn til að fara á pall í 3. sínum fyrstu keppnum.  Það er vissulega of snemmt að koma með stóra spádóma, en þarna gæti verið kominn fram ökumaðurinn sem á eftir að hirða metin af Schumacher í framtíðinni, alla vegna hefur hann tímann fyrir sér. 

Heidfield kom líka skemmtilega á óvart og það mætti segja mér að það hafi mörgum verið skemmt (og ekki) í Þýskalandi þegar BMWinn tók fram úr Mercedes (McLaren) Alonso.

Fín spenna í keppni ökumanna, Alonso, Raikkonen og Hamilton hnífjafnir.

Annars flaug mér í hug þegar ég var að horfa á "Múluna" í morgun, að það væri ákveðinn samhljómur á milli Formúlunnar og stjórnmála. 

Það er að segja að "allur pakkinn" verður að virka.  Ökumaðurinn, bíllinn, dekkin, vélin, bremsurnar, bílskúrsgengið og stjórnendurnir.

Allt og allir verða að vinna saman til þess að árangur náist.  Sömuleiðis í pólítíkinni.

Toyota og Honda sanna það svo, rétt eins og í stjórnmálunum að það er ekki nóg að eyða peningum til að ná árangri, það verður að byggja upp lið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband