Að framleiða þiggjendur

Ég vil nú byrja á því að taka undir með þeim sem sagt hafa þessa frétt ruglingslega.  Við fyrsta lestur fær lesandinn það á tilfinninguna að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að afnema skólaskyldu og gera foreldrum kleyft að kenna börnum sínum heima.

Þegar fréttin er lesin aftur og reynt að geta í eyðurnar fæst þá skilningur að hér sé verið að fjalla um leikskóla, eða dagheimili, en hvorugt þeirra orða er þó að finna í fréttinni.

En ég verð að segja að ég hef blendnar tilfinningar til þessarar tillögu.

Ég er reyndar ákaflega fylgjandi að því að foreldrar séu heima hjá börnum sínum fyrstu árin, ef það er mögulegt, það eru enda skiptar skoðanir um hversu hollt það er börnum að eyða of miklum tíma á dagvistarstofnunum og mismunandi niðurstöður rannsókna þess að lútandi.  Ég bloggaði einmitt um eina slíka fyrir stuttu.

En það er að sjálfsögðu ljóst að það þarf að bjóða upp á gott og fjölbreytt úrval dagvistunarkosta, slíkt er nauðsyn í nútíma þjóðfélagi.

Hitt er svo spurning í mínum huga hvort að einstaklingar sem af einhverjum ástæðum kjósa að nýta sér ekki þjónustu hins opinbera eigi rétt á því að fá að einhvern hluta, eða allan, þann kostnað sem hið opinbera hefði lagt út, hefði hann nýtt sér þjónustuna.

Persónulega finnst mér verið að leggja út á nokkuð hála braut, þar sem allir (sem eiga börn) eigi rétt á því að hið opinbera greiði ákveðna upphæð fyrir barnapössun, hvernig svo sem henni er háttað. 

Þetta er er ein byrtingarmynd af þeirri hyggju að gera alla að þiggjendum frá hinu opinbera.

En það eru vissulega rök með slíku fyrirkomulagi.  Þetta getur sparað hinu opinbera fjárhæðir í rekstri og uppbyggingu dagheimila og gert fleirum mögulegt að vera heima hjá börnum sínum.

Ég held að ég hugsi málið enn um sinn.


mbl.is Miklar umræður um skólamál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég er sammála því að þetta hafi verið ruglingsleg frétt. Málið kemur inn undir leikskólakaflann eins og þú varst búnn að sjá og fyrirliggjandi drög sögðu að fé fylgdi barni og ekki skipti málin hvort um að leikskólinn væri rekinn af sveitarfélaginu eða einkaaðila. Á fundinum kom síðan inn tillaga um að bæta heimilum við sem var samþykkt.

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.4.2007 kl. 09:04

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Sjálfsögð mannréttindi að fá að ala upp sín börn án aðstoðar uppeldisstofnanna. Frelsi til að velja hljómaði eitt sinn frá sjálfstæðismönnum. Það ætti ekki að þurfa að berjast fyrir því að foreldrar barna á leikskólaaldri fái tækifæri að ala þau upp sjálf. Sjálfur naut ég þeirra forréttinda að ala upp mín börn án aðstoðar leikskóla. Það er því miður aðeins á færi efnameira fólks að leyfa sér slíkan munað nema til komi ívilnun frá sveitarfélögum. Við erum að tala hér um jafnréttismál. Heimaskóli á grunnskólastigi er leyfður í Noregi, Englandi, Austurríki, USA, Ástralíu og víðar. Það er aukning í þessu kennslufyrirkomulagi. Tilraunaverkefni um heimaskóla hefur og er í gangi hjá ráðuneytinu og hefur komið vel út. Úttekt hefur farið fram hjá Kennaraháskólanum. Stöndum vörð um mannréttindi.

Elías Theódórsson, 15.4.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Börnin okkar hafa verið heima, það er einfaldlega eins og við höfum kosið að hafa það, aðstæður hér í Kanada reyndar töluvert frábrugðnar því sem er á Íslandi. 

Valfrjáls skóli byrjar hér við 4. ára aldur (sem við komum örugglega til með að nýta okkur) en skólaskylda byrjar svo við 6 ára aldurinn.

Það er engin efi í mínum huga að á þessum aldri eiga foreldrar sjálfir að ákveða hvernig þeir kjósa að haga þessum málum.  Ég hef hins vegar efasemdir um hvort að ríkið eða sveitarfélög eigi að koma þar að með fjárframlög.

Sömuleiðis hef ég miklar efasemdir um sama fyrirkomulag á grunnskólastiginu.

G. Tómas Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband