Euro eða lýðræði - Verður það valið sem kjósendum verður boðið upp á?

Grikkir vilja lýðræði í sjálfstæðu landi. Þeir vilja líka hafa euro sem gjaldmiðil.

Staða Grikklands er slík að þetta tvennt fer illa saman.

Vissulega ber öðrum þjóðum að virða lýðræðislegar kosningar í Grikklandi. En Grikkir verða sömuleiðis að skilja að þeir geta ekki sent öðrum þjóðum reikninginn fyrir eigin lýðræði.

En Grikkland er í raun gjaldþrota, eins og fjármálaráðherra landsins þreytist ekki á að lýsa yfir. Það má líklega segja að það hafi verið það um all nokkra hríð. Landið var í raun gjaldþrota árið 2010, ef ekki fyrr.

En þá "hentaði" það ekki öðrum Euro og "Sambandsríkjum" að Grikkland borgaði ekki skuldir sínar. Þá var drifið í að lána Grikklandi, þó að í raun væri mest verið að bjarga þeim bönkum sem áttu skuldir Grikklands, frekar en að aðstoðin væri til Grikkja sjálfra.

Hjá Alþjóða gjaldeyrisssjóðnum, voru uppi miklar efasemdir um lánaáætlunina fyrir Grikkland, eins og komið hefur í ljós í fundargerðum sem var lekið. Margir sögðu að hún byggðist á allt of mikilli bjartsýni og í raun væru engar líkar á því að Grikkir gætu staðið undir lánabyrðinni.

En Evrópusambandsþjóðirnar höfðu sitt í gegn og Grikkjum var lánað hærri upphæðir en nokkur reiknaði með að þeir gætu greitt.

 

Árið 2011, hentaði það heldur ekki Euro og "Sambandsríkjum" að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla, eins og Papandreou þávarandi forsætisráðherra talaði um að halda. Þau drifu í því að skipta um stjórn í Grikklandi.

Þá drifu hin Euro og "Sambandsríkin" í því að lána Grikkjum enn meira fé, almennir fjárfestar fengu "klippingu" og þannig var megnið af skuldum Grikkja fært yfir á skattgreiðendur á Eurosvæðinu.

Ekki það að það skipti Grikki í raun verulegu máli hver á skuldirnar, það eykur ekki greiðslugetu þeirra.

En það verður að hafa í huga að allt þetta samþykktu Grískir stjórnmálamenn. Þó að Papandreou hafi í raun verið hrakinn úr embætti, þegar hann ætlaði að hleypa Grískum almenningi að ákvörðunartökunni.

En það er einnig rétt að hafa í huga að frammámenn Evrópusambandsins og Seðlabanka Eurosvæðisins, eiga auvitað sinn stóra þátt í öllu þessu klúðri. Það voru þeir sem bjuggu til "björgunaráætlunina" fyrir Grikki og þar réðu þarfir þeirra og eurosins meira en Grikkja. Þeir geta því ekki afsalað sér ábyrgð á þessari stöðu.

En eftir standa Grikkir, skuldum vafnir, án raunverulegs seðlabanka og geta lítið annað gert að en brúka stóryrði, sem seint verður talið þeim til framdráttar.

Ef að eigandi skuldanna á jafnframt seðlabankann sem ríki hefur kosið að gera að "sínum", eru ekki margar leiðir eftir opnar.

Nema að "beygja" sig eða skipta um gjaldmiðil.

Enn og aftur er vert að hafa í huga að í stöðu sem þessa er auðveldara í að komast en úr.

En þetta verður æ skrýtnara "Samband".

 


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Setjum sem svo, að Grikkland hefði ekki gengið í Esb og ekki tekið upp Evru, væri landið þá betur statt en það er núna, eða verr? Eða væri það í sama vanda?

Kristján G. Arngrímsson, 10.3.2015 kl. 21:12

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Takk fyrir þetta. Svona "ef" sagnfræði, er eins og ég hef stundum sagt "hættuleg", en stórskemmtileg.

Það eru svo mörg atriði sem spila inn í að næsta ómögulegt er að ímynda sér hvað atriði eins og þú nefnir, hefðu breytt miklu.

En það er allt í lagi að leyfa sér að "fabúlera".

Til dæmis má ímynda sér ólíka niðurstöðu, eftir því hvort að Grikkland hefði aldrei sótt um aðild að "Sambandinu", eða t.d. því ef að Grikklandi hefði verið neitað um aðild að "Sambandinu", eða þá um upptöku euros.

Hvað það tvennt varðar, hefði t.d. neitunin ef til vill getað komið af stað vangaveltum um hvað væri að, og hverju þyrfti að breyta. En það að bæði innganga og uptaka euros var ekkert mál, "stimplaði" að sumu leyti og skrifaði upp á að hlutirnir væru í nokkur "góðu lagi", eða hvað?

Ég reikna með því að Grikkland væri ekki án vandræða, þó að það hefði ekki gengið í "Sambandið", en þau væru líklega annars eðlis og jafnvel viðráðanlegri. Upptaka euros skiptir þó líklega meira máli en innganga í "Sambandið".

Mjög ólíklegt (og næsta ómögulegt) er að landinu hefði tekist að safna eins miklum skuldum ef drakhman hefði enn verið gjaldmiðill landsins.

Partur af blekkingunni sem ríkti og magnaði upp "bólur" var að "euro væri euro", ef svo má að orði komast og það væri lítill munur á því að lána ríkissjóði Grikklands eða Þýskalands.

Lönd eins og Spánn, Portugal, Írland og Grikkland bjuggu við sama seðlabanka og frá honum sömu vexti (sem urðu þó aðeins mismunandi eftir löndum). Þannig voru vextir jafnvel á köflum undir verðbólgu.

Lánsfé dældist inn og hamingjan ríkti og allir töluðu um hvað "Sambandsaðild" og upptaka euros hefði gert mikið fyrir þessi lönd.

Síðan þegar "skellurinn" kom í formi Eurokreppunnar, gaf gjaldmiðillinn ekkert eftir, jafnvel styrktist, því hann tók ekkert mið af aðstæðum í Grikklandi, heldur miðaðist frekar við Þýskaland.

Það gerði það að verkum, og gerir enn, að velstæðir Grikkir gátu og geta flutt fé sitt út úr landini, án þess að bera skarðan hlut frá borði.

En laun voru auðvitað lækkuð, húsnæðisverð hrundi, fjöldauppsagnir og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, ríflega 25% og þar virðist það sitja nokkuð fast, þrátt fyrir mikinn fólksfjölda.

Auðvitað er þetta einfaldasta útgáfan ef svo má að orði komast. Ótal atriði, eins og spilling, skattheimta o.s.frv. á sinn þátt. En þau virðast ekkert hafa skánað við "Sambandsaðildina", sumir vilja meina að þau hafi versnað, að bólan hafi gert það að verkum að "allt var í himnalagi".

Flestir eru sammála um það nú, að óráð hafi verið að hleypa Grikkjum inn í Eurosamstarfið. En sýnir það ekki líka hvað illa var staðið að því í upphafi?

Hvaða "tékk" fóru fram? Var ekkert mál að "svindla" sér inn eins og Grikkland gerði?

En eins og stjórnmálamenn sögðu á sínum tíma, auðvitað verður ekkert euro án Grikklands.

Sem sýnir enn og aftur, að euroið er meira pólítískt verkefni, en efnahagslegt. Sem aftur kann að skýra vandræðin sem það hefur skapað.

Nú var t.d. Frakkland að fá þriðju undanþáguna frá reglum um fjárlagahalla, á síðustu 6 árum.

Hvað segir það okkur?

G. Tómas Gunnarsson, 11.3.2015 kl. 06:18

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

ATH:Hér í þessari setningu gerði ég mistök, síðasta orðið átti að vera fólkflótta.

En laun voru auðvitað lækkuð, húsnæðisverð hrundi, fjöldauppsagnir og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, ríflega 25% og þar virðist það sitja nokkuð fast, þrátt fyrir mikinn fólksfjölda.

Biðst afsökunar og velvirðingar á þessu.

G. Tómas Gunnarsson, 11.3.2015 kl. 06:22

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Af hverju er "ef" sagnfræði hættuleg? Kannski er hún tilgangslítil, en varla hættuleg. Reyndar held ég að hún sé hvorki hættuleg né tilgangslítil, en í þessu tilviki segirðu hana hættulega til að reyna að gera lítið úr því sem ég var að segja - sem er til marks um að það komi illa við þig. Með öðru orðum, að segja þetta "hættulegt" er bara retorík. Þetta er í mesta lagi "hættulegt" fyrir þinn málstað - þ.e. að ESB sé skilyrðislaust af hinu illa. Alltaf og allstaðar.

Því að það blasir við, að ef ekki er hægt að sýna fram á að Grikkland hefði betur sleppt því að ganga í ESB og Euroið, þá er varla mikið vit í að nota Grikkland sem dæmi um hvað ESB og Euroið eru vond fyrirbæri.

Ég er ekki að segja að ESB og Euroið séu eitthvað rosalega gott, bara benda á að það er harla merkingarlaust að nota stöðu Grikkja sem dæmi um slæm áhrif þess að vera í ESB og Euro, ef ekki er hægt að sýna fram á að þeir væru betur staddir án þess.

Þar af leiðandi þarf að ræða stöðu Grikklands án þess að draga ESB og Euro inní það.

Kristján G. Arngrímsson, 11.3.2015 kl. 07:59

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Takk fyrir þetta. Þú hefur misskilið mig. Ég á ekki við að "ef" sagnfræði sé einum eða neinum hættuleg, heldur er hægt að velta upp ótal sjónarhornum, og segja hitt eða þetta, án þess að nokkur leið sé að segja til um hvað áhfrif það hefur á aðra hluti í jafn flóknum hlut og samfélagi.

Það þarf alla vegna að setja upp gríðarleg "líkön", ef menn vilja reyna við slíkt, og að gleyma einu litlu atriði, getur gjörbreytt myndinni.

Meiningin var alls ekki að gera lítið úr þinni framsetningu, hvað þá þér.

Það er trauðla hægt að ræða stöðu Grikklands án þess að "Sambandið" og euroið komi þar við sögu, enda hvoru tveggja stór hluti af Grískum raunveruleika í dag.

Fjarvera þessar tveggja þátta er það hins vegar ekki.

En það er ljóst að "Sambandið" hlutast verulega til um innaríkismál Grikkja (það sem Syriza hefur reynt að klippa á) þannig að ég sé ekki hvernig umræða um Grikkland án þess að "Sambandið" og euroið blandist þar inn á að fara fram.

Þú gerir enda ekkert til að svara þeirri "ef raunveruleika" sem ég set fram. Virðist þá sjálfur hafa lítinn áhuga á að ræða "ef" sagnfræði, eða hvað?

En það má auðvitað ræða um hvaða viska bjó að baki þeirri lausn að lána Grikkjum sífellt meira fé, bæði 2010 og 2011, í sama hvaða mynt það var, og hver var megin tilgangurinn að baki þeim lánveitingum.

Hins vegar er flestum ljóst, að Grikki eiga í raun enga góða kosti. Grikkland gæti hugsanlega verið betur statt án euros, en til skamms tíma er hætt við að það verði verr statt án þess.

Það fer þó allt eftir því hvernig dæmið myndi spilast og hvaða aðstoð Grikkir myndu fá, ef einhverja.

Síðan þegar litið er til lengri tíma, verða skoðanir um hvort landið verði betur eða verr statt mjög skiptar og í sjálfu sér engar leiðir til að sannreyna slíkt.

G. Tómas Gunnarsson, 11.3.2015 kl. 08:57

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þennan texta rak á fjörur mínar í dag. Ágætlega orðað.

We may have a common currency for 19 countries, but each of these countries has a different tax system, and fiscal policy was never harmonized in Europe. It can't work. In creating the euro zone, we have created a monster. Before there was a common currency, the countries could simply devalue their currencies to become more competitive. As a member of the euro zone, Greece was barred from using this established and effective concept.

Hver skyldi hafa skrifað þetta?

G. Tómas Gunnarsson, 11.3.2015 kl. 10:06

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Fékk svo ábendingu um þessa frétt:  http://www.keeptalkinggreece.com/2015/03/10/german-state-tv-eurozone-didnt-allow-greece-to-bankrupt-in-2010-due-to-german-french-banks/

Þar segir m.a.:

The euro member states did not want Greece to go bankrupt in 2010 in order to protect German and French banks, which were exposed to almost €40 billion Greek debt and were afraid to lose the money.

Therefore, the international community was pumping taxpayers’ money into the Greek financial system. Billions of money that did not reach the common people. In the same course, the documentary said that the Greek people have been  incapacitated up to the current day by the non-democratically legitimate bureaucrats of the Troika, have been systematically ruined, cut off from health care – in a word, humiliated.

Þeir sem eru klárir í Þýskunni geta svo horft á þá heimildarmynd minnst er á í fréttinni, sem nýlega var sýnd í Þýsku sjónvarpi

https://www.youtube.com/watch?v=E6aNwBwEm6U

G. Tómas Gunnarsson, 11.3.2015 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband