Spennandi og snúnar kosningar í Bretlandi

Það er kosið í Bretlandi í maí. Ég held að það séu engar ýkjur að segja að útlit er fyrir að þær verði spennandi.

Flestir telja nokkuð öruggt að enginn flokku nái hreinum meirihluta, þó að vissulega sé ekki hægt að útiloka að Íhalds eða Verkamannaflokkurinn gæti gert slíkt á góðum degi.

En eins og staðan kemur fram í skoðanakönnunum nú, eru báðir stóru flokkarnir með 30 til 35% fylgi, sem mun ekki nægja þeim til að ná þingmeirihluta.

En fylgis prósenta segir þó ekki nema brot af sögunni, í kosningum sem byggjast á einmenningskjördæmum.

Þannig mun t.d. Skoski þjóðarflokkurinn (samkvæmt skoðanakönnunum) því sem næst þurka út Verkamannaflokkinn í Skotlandi, þó að sá síðarnefndi hafi gott fylgi í Skotlandi og sé í öðru sæti í flestum kjördæmum.

En það eru engin "verðlaun", hvað þá þingsæti fyrir að vera með næst mest fylgi í einmenningskjördæmi.

Sjálfstæðisflokkur sameinaða konungsdæmisins (UKip) finnur einnig fyrir því. Flokknum er spáð á bilinu 10 til 15% fylgi í kosningunum, en fengi líklega allt að 6 þingmenn, eða 1% af þingsætum. Nýleg rannsókn sýndi að flokkurinn gæti orðið í öðru sæti í allt að 100 kjördæmum.

Síðan eru flokkar eins og Græningjar og Frjálslyndir demokratar, sem einnig munu fá þingsæti í minna mæli en atkvæðapróssenta segir til um.

En það gæti þó farið svo að 6 flokkar ættu þingmenn á næsta kjörtímabili, ef allir þessir flokkar ná inn þingmönnum.

Það er mikil breyting frá því sem oftast hefur verið.

Það er því ekki ólíklegt að kosningafyrirkomulag í Bretlandi komist í umræðuna, bæði fyrir kosningar og enn frekar eftir þær.

Annað sem er líklegt til að verða fyrirferðar mikið í umræðunni, er staða Skotlands.

Mörgum Englendingum finnst það undarleg og allt að þvi ógnvekjandi tilhugsun, að á sama tíma og Skotland hefur fengið og mun fá æ meiri stjórn yfir eigin málefnum, verði þeir á sama tíma hugsanlega úrslitaafl í málefnum Bretlands og um leið Englands.

Það gæti orðið raunin ef Skoski þjóðarflokkurinn myndar meirihluta með Verkamannaflokknum, eða styður minnihlutatjórn hans. Það er ekki ólíklegt að Íhaldsflokkurinn keyri nokkuð á slíku í kosningabaráttunni, eins og John Major gerir reyndar í fréttinni sem þessi færsla er hengd við.

Inn í þetta blandast svo loforð Cameron og Íhaldsflokksins um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild Bretlands að "Sambandinu". Í því sambandi hefur Skoski þjóðarflokkurinn (og Walesbúar að nokkru tekið undir) að einfaldur meirihluti geti ekki ráðið í málinu, heldur verði að vera meirihluti fyrir ákvörðun í öllum aðildarríkum Bretlands (þ.e. Englandi, Skotlandi, Wales og N-Írlandi).

Það má því búast við líflegum umræðum um stjórnskipan og uppbyggingu hins Sameinaða Breska konungsdæmis á næstunni.

Að sjálfsögðu verður einnig hart tekist á um önnur mál, s.s. menntamál, heilbrigðismál, ríkisfjármál o.s.frv.

Og umræða um "Sambandsaðild" verður án efa fyrirferðar mikil.

 

 


mbl.is Vill að Miliband hafni Skotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband