Landamæri: Kröfur og breytingar með valdi

Það má fagna því að samtök Súdeta-Þjóðverja hafi ákveðið að falla frá kröfum um "endurheimt" landsvæða í Tékklandi. Nóg er nú samt.

Því eins og kunningi minn orðaði það einhvern tíma, þá er eitthvert helsta vandamál Evrópubúa að allir hafa ráðið yfir einhverjum öðrum - einhvern tíma. Og þurft að horfa á eftir "glæstri fortíð" og misst af "stórkostlegri framtíð".

Og nú þegar landamærum Evrópuríkja er enn á ný breytt með yfirgangi, ofbeldi og vopnavaldi er þarft að hafa slíkt í huga.

Ein af þeim afsökunum sem heyrðust þegar Rússar innlimuðu Krím hérað, var einmitt að það hefði tilheyrt þeim áður.

En það er langt í frá eina svæðið sem tilheyrt hefur "einhverjum öðrum", öðru ríki og breytingar verið gerðar þar á.

Og Krím var ekki eina landsvæðið sem "fært var til" innan Sovétríkjanna.

Sneið af Eistlandi var færð til Rússlands. Á sama tíma var sneið af Lettlandi sömuleiðis færð yfir til Rússlands.

Rússar kröfðust landssvæða af Finnlandi í lok seinni heimstyrjaldar.

Ég held ég geti þó sagt með réttu að öll þessi ríki hafi ákveðið að afsala sér frekari kröfum til þessara landsvæða.

En eftir stríð voru landamæri dregin upp á nýtt. Sovétríkin (sem Ukraína tilheyrði) fékk stóra hluta Póllands. Í raun má segja að skiptingin sem Sovétríkin og Þýskaland sömdu um 1939, hafi haldið sér hvað Sovétríkin varðaði.

Pólland fékk svo væna sneið af Þýskalandi. Rússar tóku þá einnig hluta af Þýskalandi, borgina Königsberg, sem þeir endurskýrðu Kaliningrad.

Svona mætti telja upp nokkur svæði í viðbót. Það mætti nefna Ossetiu og einnig Gíbraltar.

En það má líka velta því fyrir sér hvort að tilviljun sé hve Sovétmenn/Rússar koma við sögu þegar sagt er frá nýlegri dæmum?

 


mbl.is Vilja ekki lengur hluta Tékklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir gera sem geta.

Rússar eru bara að gera það sem þeir geta.  Þeir gera ekkert meira, nema þeir séu algjör fífl sem hafa ekkert lært af sögunni.

Nú er bara að bíða og sjá hvort ekki eru í Evrópu einhver fífl sem hafa ekkert lært.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.3.2015 kl. 20:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur Takk fyirr þetta. Það er auðvelt að teigja sig og langt í slíkum leik.

Flest ríki Evróupu (og víðar) geta bent á landsvæði og sagt "þetta átti ég einu sinni".

Það er margt sem bendir til þess að Rússar hafi teigt sig heldur langt í þetta sinn, en það á þó eftir að koma í ljós.

Ég er þess þó næsta viss um að þeir koma með stærra landssvæði út úr þessu stríði.

Spurning er hvort það geri þá "sadda" eða þeir vilji frekari "kræsingar"?

G. Tómas Gunnarsson, 3.3.2015 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband