Rússnesk atvinnutröll?

Ég fékk tengil á þessa frétt RUV sendann í tölvupósti.  Þar er fjallað um að Rússar séu með "bloggtröll" á launum við að blogga jákvætt um Rússa og setja jákvæðar athugasemdir á önnur blogg, og gera þau tortryggileg sem eru Rússum neikvæð.

Reyndar hefur verið fjallað nokkuð mikið um slíkt á ýmsum "litlum miðlum" undanfarin 2 til 3 ár, en ég man þó ekki eftir að hafa séð mikið um þetta á almennum miðlum. Reyndar má rekja slíka umræðu mun lengra aftur og í kringum 2003 til 2004 byrjuðu fyrstu fréttir af slíku að koma fram. Var þá talað um að umræður a Rússneskum spjallborðum hefðu tekið merkjanlegum breytingum fljótlega eftir árið 2000.

En vissulega er erfitt að henda nákvæmar reiður á slíku.

En í sjálfu sér er þetta eingöngu rökrétt framhald í þróun áróðurs og tilrauna til að hafa áhrif á "almenningsálitið".

Það verður að teljast ólíklegt að Rússar séu þeir einu sem standi í slíku, þó að vissulega búi þeir við ríka hefð í áróðri, og fáir ef nokkrir standi þeim framar í þeim efnum.

En blog og "athugasemdir" eru orðin partur af nútíma fjölmiðlun og því að sjálfsögðu beitt í áróðursstríði, jafnt af Rússum sem öðrum.

Nútíma stjórnmálabarátta fer ekki síst fram á "samfélagsmiðlum", með bloggum, tístum, myndböndum og skopmyndum.

Stundum skipulega, stundum ekki, og það er auðvelt að missa stjórn á atburðarásinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mjög neikvæð umræða um harðari stefnu Rússa gagnvart "öryggishagsmunum" sínum gengur fram hjá því að stórveldi eins og Kína seilast til áhrifa á hafsvæði, sem liggur að langstærstum hluta Rússlands, en er fjarri landi Kína. Sennilega eiga Kanada og Rússland minnst 80% af strandlengju ríkja, sem ligga að Íshafinu og í þeim átakastjórnmálum, sem ríkja í utanríkisstefnu ríkja heims, eru viðbrögð Rússa skiljanleg. 

Viðleitni Íslendinga með forseta okkar sem öflugan talsmann friðar, til að stuðla að sammvinnu og friði varðandi nýja möguleika á Íshafssvæðinu er því lofsverð. 

Ómar Ragnarsson, 3.3.2015 kl. 07:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Það eru ýmsir sem vilja seilast til áhrifa í Íshafinu og Norðurskautinu, verðskuldað og óverðskuldað. Framarlega þar í flokki eru til dæmis Evrópusambandið og Kínverjar.

En margir vilja gera Norðurskautið að "heimseign" og eiga þá líklega Kínverjar og Indverjar stærri kröfur en margir aðrir, í það minnsta ef litið er til fólksfjölda.

En auðvitað er margt sem styður við kröfur Rússa og Kanadamann og svo einnig t.d. Grænlands (Danmerkur) og Bandaríkjanna.

En hvernig það tengist eða réttlæti eða afsaki yfirgang og ofbeldi Rússa Evrópumegin er erfiðara að skilja.

Rússar hafa ekkert að óttast lönd eins og Eystrasaltslöndin, Finnland, Ukraínu o.s.frv.

Þessi ríki geta aðeins ógnað þeim, með því að vísa veginn til velmegunar og lýðræðis, sem þau reyndar hafa að ýmsu leiti gert.

Það gæti svo aftur smitast yfir.

G. Tómas Gunnarsson, 3.3.2015 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband