Ekkert hús án sorgar - Jólakveðja 1941

Ég vona að allir, bæði nær og fjær eigi góð og þægileg jól. En þó að óskin sé send er ólíklegt að sú sé eða verði raunin.  Ástandið um heimsbyggðina er ekki með þeim hætti nú um stundir.

En það er eitt ljóð sem ég hef oft lesið undanfarin jól, sem ef til vill á vel við þessi jól, ekki síður en mörg þeirra sem á undan hafa farið.

Höfundurinn er Marie Under.  Eistneskt ljóðskáld, skáld sem margir Eistlendingar segja að sé þeirra Goethe.

Marie Under var ein af þeim Eistlendingum sem sá heimaland sitt hersetið, samlanda sína safnað í gripavagna og senda í Gulagið.  Sá nazista fremja voðaverk og deildi örlögum með mörgum samlöndum sínum þegar hún flúði land í enda seinni heimstyrjaldar.

Mér er sagt að hún hafi verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Nóbels 30 sinnum, en aldrei hlaut hún þau.  Margir hafa haldið því fram að Nóbelsnefndin hafi ekki viljað styggja Sovétmenn, með því að veita verðlaunin útlægum Eistlendingi.

En eitt þekktasta ljóð Marie Under er Jõulutervitus 1941  (Christmas Greetings 1941 - Jólakveðja 1941).  Það orti hún til samlanda sinna, sem áttu erfið jól 1941, hersetnir af Þjóðverjum, en það er ljóst að ljóðið er þó mest um örlög þeirra tugþúsunda Eistlendinga sem Sovétmenn fluttu á brott og ýmist myrtu eða sendu til Síberíu. 

 

Christmas Greetings 1941

    I walk the silent, Christmas-snowy path,
    that goes across the homeland in its suffering.
    At each doorstep I would like to bend my knee:
    there is no house without mourning.
    
    The spark of anger flickers in sorrow's ashes,
    the mind is hard with anger, with pain tender:
    there is no way of being pure as Christmas
    on this white, pure-as-Christmas path.
    
    Alas, to have to live such stony instants,
    to carry on one's heart a coffin lid!
    Not even tears will come any more -
    that gift of mercy has run out as well.
    
    I'm like someone rowing backwards:
    eyes permanently set on past -
    backwards, yes - yet reaching home at last ...
    my kinsmen, though, are left without a home...
    
    I always think of those who were torn from here...
    The heavens echo with the cries of their distress.
    I think that we are all to blame
    for what they lack - for we have food and bed!
    
    Shyly, almost as in figurative language,
    I ask without believing it can come to pass:
    Can we, I wonder, ever use our minds again
    for sake of joy and happiness?
    
    
    Now light and darkness join each other,
    towards the stars the parting day ascends.
    The sunset holds the first sign of the daybreak -
    It is as if, abruptly, night expands.
    
    All things are ardent, serious and sacred,
    snow's silver leaf melts on my lashes' flame,
    I feel as though I'm rising ever further:
    that star there, is it calling me by name?
    
    And then I sense that on this day they also
    are raising eyes to stars, from where I hear
    a greeting from my kinsfolk, sisters, brothers,
    in pain and yearning from their prison's fear.
    
    This is our talk and dialogue, this only,
    a shining signal - oh, read, and read! -
    with thousand mouths - as if within their glitter
    the stars still held some warmth of breath inside.
    
    The field of snow dividing us grows smaller:
    of stars our common language is composed....
    It is as if we d started out for one another,
    were walking, and would soon meet on the road.
    
    For an instant it will die away, that 'When? When?'
    forever pulsing in you in your penal plight,
    and we shall meet there on that bridge in heaven,
    face to face we'll meet, this Christmas night.

Þeir sem vilja lesa á frummálinu, geta fundið ljóðið hér.

Eftir því sem ég kemst næst er hin Enska þýðingin gerð af Leopold Niilum og David McDuff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tómas, hver þýddi kvæðið á ensku? Eru ljóð hennar í enskri þýðingu til í bók?

P.S. Varst þú í ferð FEB í Fjörður 2013?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 12:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ingibjörg Ég get ekki talist neinn sérfræðingur um Marie Under, en ég held að þýðendur Christma Greetings 1941 séu Leopold Niilus og David McDuff.

Mér er ekki kunnugt um neina bók með enskum þýðingum hennar, ef til vill gæti eitthvað verið til á Sænsku, en hún bjó í Svíþjóð til dauðadags (rá 1944).

Ég heyrði óljóst af söfnun á síðasta ári, til að þýða og gefa verk hennar út á Ensku, en veit ekki meira um það.

P.S. Veit ekki hvað FEB og hlýt því að vera alfarið saklaus af því ferðalagi.  Reyndar nokkuð öruggt að ég var ekki staddur á íslandi það árið.

G. Tómas Gunnarsson, 25.12.2014 kl. 14:58

3 identicon

FEB = Félag eldri borgara. Í þessari ferð var alnafni þinn, lögfr. kominn yfir sjötugt. Ég var bara forvitin að vita hvort þú værir þessi maður.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 25.12.2014 kl. 16:12

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er bara hæfilega miðaldra og hef ekki aldur til að vera í FEB, hvað sem síðar verður.

En ég má til með að bæta því við að ef þú googlar Marie Under má finna einhverjar fleiri þýðingar af ljóðum hennar á Ensku, hér og þar á netinu.

G. Tómas Gunnarsson, 26.12.2014 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband