Stjórnvöld láti viðskipti hafa sinn gang. En allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum

Það er í sjálfu sér ekkert sem mælir mót vöruskiptum við Rússa nema Íslensk lög.

Það væri t.d. sjálfsagt og eðlilegt að Íslensk fyrirtæki skiptu á sávarfangi og olíu.  Það væri ekki flókin aðgerð og ef ég man rétt eru tengsl á milli Íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og olíufyrirtækja, þannig að þetta þyrfti ekki að vera flókið.

En Íslensk lög banna vöruskipti.

Um það eru ákvæði í lögum um gjaldeyrisviðskipti/höft, það er bannað að flytja út vörur frá Íslandi nema fyrir gjaldeyri og gjaldeyri ber að skila til Seðlabankans.  Svo hefur mér í það minnsta skilist.

En það er engin ástæða fyrir ríkisstjórn eða alþingismenn að grípa til "aðgerða", eða búa til "sérstakar lausnir".

Lög eiga að gilda jafnt fyrir alla.

Það væri auðvitað æskilegt að þeim takist að afnema gjaldeyrishöftin eins fljótt og auðið er, þá leysist þetta nokkuð af sjálfu sér.

Þá væru viðskiptamennirnir færir um að leysa málið sjálfir.  Það fer best á því.

Hlutverk stjórnvalda, þar með talið alþingismanna er að skapa umgjörðina.  Það má vissulega deila um hvernig þar hefur til tekist.

Margir myndu ef til vill halda því fram að þar mætti geta betur og betra fyrir alþingismenn að beina kröftum sínum í þann farveg.

 

 


mbl.is „Látum aðrar þjóðir um fjandskap við Rússa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband