Áfengisneysla, landamærahéruð, verð og aðgengi

Styrmir Gunnarsson ritar á vefsíðu sína pistil um að áfengisdrykkja hafi minnkað í landamærahéruðum Rússlands, eftir verðhækkun og takmörkun á aðgengi.

Þannig er það hjá þeim sem hafa takmarkaða trú á "krafti einkaframtaksins" og "lausnum"  hins "frjálsa markaðar".

Þeir trúa því að hærri skattar og lagasetningar geti sett "bönd" á markaðinn.

ÉG get ekki gert kröfu til þess að teljast sérfræðingur í áfengismarkaði í landamærahéruðum Rússlands, en þó langar mig að benda á nokkrar líklegar skýringar á samdrætti á sölu áfengis í Rússnesksum landamæra héruðum.

Eins og allir Íslendingar vita hvetur hærra verð á áfengi til "eigin framleiðslu" sem er langt frá því að vera óþekkt í Rússlandi.

Ekki síður þá dregur hærra verð á áfengi í Rússlandi úr smygli til nágrannalandanna, sem hafa mikið hærra verð á áfengi.  Minni hagnaður, minni hvati.

Því er minni shvati til að smygla áfengi til nágrannalandanna.

Hin svokallaða "áfengishringekja" á Norðurlöndunum er velþekkt. 

Finnar kaupa áfengi frá Eistlandi, það er mikið ódýrara en í Finnlandi.  Svíar koma einnig yfir til Eistlands til að kaupa áfengi, en fara líka fyrir til Danmerkur.

Norðmenn fara eiginlega hvert sem er (enda áfengisverð eiginlega fráleitt í Noregi), en aðallega til Svíþjóðar og Danmerkur).

Danir fara svo yfir til Þýskalands til að kaupa ódýrt áfengi.

Svo að lesendur geti gert sér grein fyrir því hvað um er að ræða er talað um að fjórðungur af öllum bjór sem seldur er í Eistlandi sé seldur á einum ferkílómetra í kringum höfnina í Tallinn.  Það hlutfall er talið vera jafnvel hærra af "sider" og "blönduðum drykkjum".

Auðvitað fer þetta að stærstum hluta til Finnlands, en einnig til Svíþjóðar og annara landa.

En öll þessi sala á bjór, "síder" ogt "blönduðum drykkum" til Finnlands, kemur ekki í veg fyrir að  smyglað sé vokda til Eistlands.  Talð er um að allt að 23% af þeim vodka sé neytt í Eistlandi sé smyglað inn, aðallega frá Rússlandi, Hvíta Rússlandi eða Ukraínu.

Þannig sýnir hækkun áfengisverðs og neysla á afmörkuðu svæði ekkert sem hægt er að byggja á .

Hækkun áfengisverðs og takmarkað aðgengi getur allt að eins hjálpað skipulagðri glæpastarfsemi og smyglurum.

Frelsi og frjáls markaður er það sem hefur gefist best til lengri tíma litið.

Án efa á það líka við um Ísland.

 

 

http://news.err.ee/v/society/0759bc45-5728-41c2-9f0a-b229a4724b2a

 

 

http://news.err.ee/v/economy/8d640129-d205-4cad-9311-619f0589019d

 

http://news.err.ee/v/society/4cbd489d-6d99-44c9-813d-486692a94de3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband