Hugmyndafræði ríkisins

Hvað er hið opinbera?  Hvað er ríkið? Getur það sett fram hugmyndafræði sína?

Er það nauðsynlegt að hið opinbera, eða ríkið geti sett fram hugmyndafræði sína?  Sérstaklega hlýtur það að vera unhugsunarefni, í lýðræðisríkjum, þar sem almenningi ertreyst til þess að velja sér stjórnendur á til þess að gera fárra ára fresti.

Hingað til hefur það verið bannað í stjórnarskrá Rússlands, ég hygg að fá önnur ríki hafi séð sérstaka ástæðu til þess að setja slíkt í stjórnarskrá.

En vissulega er sagan slík í Rússlandi/Sovétríkunum að ef til vill er slíkt skynsamlegt.

Það hlýtur því að vekja eftirtekt þegar lagt er til að stjórnarskrá Rússlands verði breytt í þá átt að leyfilegt sér að sjtórnvöld setji hugmyndafræði í lög.

Því bæði sporin og sagan hræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband