Trú er ekki menntun

Auðvitað á ekki að boða trú í skólum eða á skólatíma.  Í ríki sem trúfrelsi ríkir og aðskilnaður ríkis og kirkju er til staðar gerist slíkt ekki.

Ísland er ekki "kristnara" en til dæmis Frakkland eða Kanada, svo ég nefni tvö af þeim ríkjum sem ég hef búið í fyrir utan Ísland.

En í báðum þessum ríkjum þurfa foreldrar ekki að óttast að trú, eða trúboði sé ýtt að börnum þeirra.

Svo að það sé skýrt, þá var ég barnlaus í Frakklandi, en bæði börnin mín fæddust í Kanada.

Þar stóð mér reyndar til boða, ef ég var kaþólskrar trúar, eða óskaði eftir því sérstaklega, að börnin gengu í kaþólskan skóla.  Reyndar gat ég einnig séð um menntun þeirra heima, eða skráð þau í einkaskóla, ef mér þótti það besti kosturinn.

En gengu börnin í "hinn almenna skóla" sem kostaður var af borginni/fylkinu/ríkinu, gat ég gengið af því sem vísu að hvorki væri haldið að börnunum mínum sögum af "hinum hvíta kristi", "Allah", Buddah", "Þór eða Óðni", eða nokkrum öðrum guði sem menn hafa fundið upp á.

Allt slíkt var látið okkur foreldrunum eftir.

Ég gat ekki séð að það kæmi að sök, enda mætti sjá víða um nágrennið, prúðbúnar fjölskyldur leggja af stað til kirkju á sunnudögum, eða annarra bænastaða á öðrum dögum.

Nema við trúleysingjarnir (sem vorum við og margir aðrir ) sem sátu heima.

Skólar eru menntastofnanir, ekki til að breiða út trú eða hindurvitnanir.

Kirkjur, moskur eða önnur tilbeiðsluhús eiga ekki samleið með skólum. 

Slíkar heimsóknir eru ákveðnar af foreldrum, eða börnunum sjálfum, en skólastjórnendur eiga ekki að koma þar nálægt.


mbl.is Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ góði vertu ekki með þessa þvælu eins og þessi leiðindarkerling þarna hjá vinstri grænum. Megum við ekki halda þeim góðu gildum sem hafa gert Ísland að því góða samfélagi fólks sem það hefur verið ? Ég held þið ættuð að drulla ykkur bara til einhvers annars lands. Hörmung hvað sumt fólk getur verið drepleiðinlegt.

Emil Halldórsson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 19:38

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Eiga skólar þá ekki líka að sleppa því að fara í jólafrí, fyrst slíta á öll tengsl menntastofnana við þúsund ára menningararfleið? 

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.12.2014 kl. 19:38

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, þú ert alveg drepleiðinlegur Emil en ég fyrirgef þér það af því að ég vorkenni þér og þínum líkum.

Guðmundur Pétursson, 10.12.2014 kl. 20:21

4 identicon

Þessi umræða fór fram fyrir nokkrum árum og þá hélt ég að niðurstaðan hefði verið sú að ekkert trúboð ætti að fara fram í skólum eða í tengslum við skóla. Eru menn að hunsa þessa niðurstöðu núna?

Skólar eru ekki trúarstofnanir og hafa ekki það hlutverk að boða trú. Ef þeir gera það samt td með því að fara með nemendur á trúarsamkomur þá eru þeir að misnota aðstöðu sína. Sem borgarfulltrúi er Líf eingöngu að sinna skyldu sinni með því að benda á að slíkt er alls ekki við hæfi.

Samkomur innan skólans í tilefni jóla eru annars eðlis enda er ekki verið að boða trú þar. Jólin eru í dag ekkert síður hátíð vantrúaðra en trúaðra.

Þeir sem taka afstöðu í þessu máli með því að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeim sé sama hvort þeirra barn fari með skólanum á trúarsamkomu, skilja ekki um hvað málið snýst.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 20:25

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef reyndar áður skrifað um það hvað Íslendingar (og margar aðrar norrænar þjóðir) eru "heppnir" að halda upp á jól

Því jól eru eign allra, ef svo má að orði komast.  Jól eru eru ekki kristin.

Jól, geta verið eiginlega nokkurn vegin hvað sem hver vill.  Það er engin "Jesú", eða "Kristur" í nafninu á hátíðinnu, eins og hjá mörgum öðrum þjóðum/tungumálum.

Jól, eru upphaflega heiðin hátíð, þó að þau hafi vissulega seinna orðið hátíð kristinna manna, skiptir það einhverju máli?

Eru Frakkar, eða Kanadamenn eitthvað minna kristnir en Íslendingar, þó að þeir hafi slitið tengslin á milli skóla og kirkju?

Nú eða Bandaríkjamenn, sem margir saka um að vera "ofurkristna", en samt sem áður má finna marga skóla þar án kristinnar íhlutunar.

Hvað er það sem gerir það að verkum á Íslandi að foreldrum er ekki treystandi til þess að ákveða fyrir börn sín hvernig trúarbragðauppfræðslu skuli hátttað?

G. Tómas Gunnarsson, 10.12.2014 kl. 20:31

6 identicon

Þetta er ekkert spurning um neitt annað en að langflestir venjulegir Íslendingar fái að vera í friði fyrir svona leiðindarliði sem er sífellt að væla yfir einhverju sem skiptir engu máli. Djöfull eru þið leiðinlega alvitrir.

Emil Halldórsson (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 20:47

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég telst líklega ekki "venjulegur Íslendingur", enda hef ég búið utan Íslands, meiripartinn síðastliðin 30 ár.

Það breytir því ekki að ég leyfi mér að hafa skoðanir á ýmsum þeim málum sem til umræðu eru á Íslandi.

Sjálfsagt fer það í taugarnar á ýmsum, enda auðvitað mikið nær að þegja að láta einhverja aðra ákveða hvernig hlutirnir eru framkvæmdir, t.d. eins og börnunum er kennt.  Það er "Íslenskt".

Spurningin er hver á að ákveða hvaða trúarsamkomur börnin sækja?

Hið opinbera (skólinn) eða foreldrarnir?

Persónulega tel ég mig þess umkominn að ákveða hvaða trúarbragðasamkomur börnin mín sækja, og ekki.  Og ég tel mig eiga heimtingu á því að það gerist ekki á þeim tíma sem þau eru skyldug til þess að sækja skóla.

En auðvitað eru margir þeirrar skoðunar að trúfrelsi sé ekki eitt af grundvallar mannréttindum.

En ég er líka reiðubúinn til að berjast (munnlega) við þá.

G. Tómas Gunnarsson, 10.12.2014 kl. 20:59

8 identicon

Emil - spegill

Gleðinleg heiðingjajól sem koma Jahve og Sússa ekkert við.

Kristinn (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 21:04

9 identicon

Vissulega er trú ekki menntun fremur en ást eða hatur. Hins vegar er þekking á trúarbrögðum mjög nauðsynleg, einkum nú á tímum, til þess að menn geti tekið sæmilega vitræna afstöðu til þeirra. Því miður virðast margir vera furðu fáfróðir um kristna trú, hvað þá um Íslam. Þó að þessi trúarbrögð séu að sumu leyti sprottin af sömu rót þá er þróunarferill þeirra gerólíkur. Kristnin var að meira eða minna leyti neðanjarðarhreyfing fyrstu þrjár aldirnar og áttu konur, a.m.k. fyrst í stað, afgerandi þátt í viðhaldi hennar, enda er Jesús Kristur sennilega mesti feministinn sem uppi hefur verið. Það var ekki fyrr en með Konstantínusi mikla sem kirkjan gerðist valdastofnun og fór þá að beita ýmsum aðferðum til að koma sér á framfæri. Ein var sú að gera sólstöðuhátíð Rómverja að fæðingarhátíð Krists.   Múhameð varð veraldlegur höfðingi og stríðsmaður og bar ábyrgð á dauða fjölda fólks,sem e.t.v var eðlilegt. Eitt mesta vandamál Íslam, auk óskeikuleika Kóransins, er sú krafa að  allt sem Múhameð gerði sé rétt og til fyllstu eftirbreytni. Það eitt að vefengja slíkt getur verið dauðasök.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 23:15

10 identicon

Að halda því fram að trú sé ekki menning er hreint og klárt heimskuþvaður.  Trú er stór hluti af menningu allra samfélaga, og hefur verið frá upphafi.

Að trú sé ekki menntun er svo hægt að deila um, en það verður ekki deilt um að fræðsla um trú er menntun, miklu meiri og mikilvægari menntun en páfagaukalærdómur og innrætingin sem hefur viðgengist í íslenska skólakerfinu um tugir ára.

Menntun og þekking hefur alla tíð verið versti óvinur vinstri vitleysinganna.  Þeirra eina vopn til valda hefur alla tíð verið ómenntuð alþýða sem fylgir elítunni athugasemdarlaust.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 01:15

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er sjálfsagt að uppfræða börn og unglinga um trúarbrögð og sögu þeirra.  Bæði hið jákvæða og neikvæða sem trúin (öll trúarbrögð) hafa fært mannkyninu.

Ég hef hvergi haldið því fram að trú sé ekki menning, en ég tel hana ekki til menntunar.  En trúarbrögð eru samofin menningu og sögu, og hafa haft þar gríðarleg áhrif. 

Þannig er til dæmis ekki hægt að kenna sögu svo vel sé (hvort sem það er lands eða mannkyns) án þess að fjallað sé um þau áhrif sem trúarbrögð hafa haft þar á.

Ég helda að þeir séu ekki margir sem hafa á móti kennslu trúarbragðfræða, eða hvað sem vil viljum kalla það.

Þar fer best á að fjallað sé um öll trúarbrögð, en eðlilegt verður að teljast í landi eins og Íslandi að þar sé kristni (sérstaklega svo kölluð mótmælendatrú) fyrirferðarmest, enda sú trú sem hefur haft mest áhrif á Ísland og Íslendinga.

En heimsóknir í kirkjur, moskur, hof, eða hvað annað til helgihalds eru ekki nauðsynlegar í því sambandi. 

Trúarsöfnuðir geta síðan verið með sértakar samkomur fyrir börn og/eða unglinga, með eða án foreldra, utan skólatíma.  Slíkt er sjálfsagt og eðlilegt.

Sjálfur fór ég í gegnum Íslenska grunnskóla og lærði þar bíblíusögur og var kennarinn prestur, mikill sómamaður.

Þó að vissulega hafi kennsla eingöngu verið um kristni, rétt eins og tíðkaðist á þeim tíma, var aldrei farið með börnin í kirkju, engin messa haldin í skólanum.

Öll fermingarfræðsla fór fram utan skóla og skólatíma.

Menntun, þekking og trúarbrögð hafa átt stormasama sambúð í gegnum söguna og eiga víða enn.

Fátt ef nokkuð hefur gengið harðar fram í því að kæfa menntun og þekkingu en trúarbrögð.

G. Tómas Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 05:16

12 identicon

The Secret History of Western Education

https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=qNQz_xYQtWI

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 09:06

13 Smámynd: Svartinaggur

Sjaldan hef ég verið jafn sammála nokkrum og einmitt málshefjanda. Sjáið muninn á málflutningi hans og þessa Emils. Ég held að stærsti greiðinn sem Emil gæti gert skoðanasystkinum sínum væri að sleppa því að tjá sig.

Svartinaggur, 12.12.2014 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband