Hætta samstarfi, en selja þeim samt hergögn. Landamæri Krím voru ekki einu landamæri sem breytt var á tímum Sovétsins

Það má vissulega kalla það spor í rétta átt að Frakkar hætti hernaðarsamstarfi sínu við Rússa "að mestu".

Þetta að mestu tekur til dæmis ekki til þess að Frakkar eru að selja Rússum 2. þyrlumóðurskip.  Þeir afsaka sig reyndar með því að Rússar muni ekki fá skipin vopnum búin.  Þeir þurfi sjálfir að setja vopn í þau.  Líklega líta Frakkar svo á, að vopnlaus herskip, séu rétt si sona eins og fraktarar.

En eðlilega líta margir af bandamönnum Frakka á sölu á Mistralskipunum sem ógn við sig, eins og lesa má hér.

En það er rétt að það komi fram að Frakkar hafa lofað að senda 4. orrustuþotur til Eystrasaltslandana, á vegum NATO. 

En fyrir fróðleiksþyrsta má benda á að flutningur á Krímhéraði frá Rússlandi til Ukraínu voru ekki einu landamærabreytingarnar sem gerðar voru "innan" Sovétsins.  Rússland tók t.d. til sín skerf af Eistlandi (sem þá var hernumið af Sovétríkjunum).  Þegar Eistlendingar endurheimtu sjálfstæði sitt árið 1991, fylgdi þetta landsvæði ekki með.

Líklega hefur Eistlendingum ekki þótt vænlegt að sækja þetta landsvæði beint í hendur Rússa á þeim tíma.  En nýverið undirrituðu Rússar og Eistlendingar samkomulag um landamæri sín, og tilheyrir landsvæðið nú formlega Rússlandi.  

Eðlilega er samkomulag þetta umdeilt í Eistlandi og finnst mörgum of langt gengið að afsala landinu öllum kröfum til þessa landsvæðið og "yfirgefa" það fólk sem er af eistnesku bergi brotið og býr þar. Um samkomulagið má lesa t.d. hér í grein sem nefnist, "Eistland gæti verið næst, en var það ekki fyrst?"

Þannig hafa Rússar takmarkaðan áhuga á því að "eldri" landamæri gildi, og ekki minnist ég þess að hafa heyrt Putin eða aðra Rússneska ráðamenn lýsa yfir áhuga sínum á að skila Finnlandi þeim landsvæðum sem Rússland tók af þeim, í upphafi og að lokinni seinni heimstyrjöld.

En Eistlendingum er vel ljóst að þeir lifa í skugga Rússneska bjarnarins.  Þeim er það líka ljóst að í landamærahéruðunum, býr fjöldinn allur af Rússum og sumstaðar eru þeir í meirihluta.  Í höfuðborginni Tallinn, eru Rússar líklega u.þ.b. 1/3.  Stór hluti þeirra sækir fréttir og annan fróðleik til Rússneskra sjónvarpsstöðva og blaða. 

Þess vegna hafa Eistlendingar áhyggjur af því að þeir séu að tapa "upplýsingastríðinu"

En það er flestum orðið ljóst að friðurinn er brothættur í A-Evrópu. Fréttir þar sem haft er eftir Rússneskum erindrekum, að Rússar hafi áhyggjur af stöðu Rússnesku mælandi í Eistlandi,vekja áhyggjur og ugg hjá heimamönnum.  Þeim er ljóst eins og mörgum öðrum að Rússar hafa alltaf haft "áhuga" á Eystrasaltslöndunum. 

Þó að seinna hafi komið fréttir um að orð hins Rússneska erindreka kunni að hafa verið oftúlkuð, eykur fréttin eigi að síður spennuna sem þegar orðin er. 

Spennan er enn sem komið er ekki síst í frétta og "menningargeiranum", eins og sést á þessari frétt, en Litháensk yfirvöld hafa bannað tímabundið útsendingar sjónvarpsstöðvar í eigu Gazprom .

Það er útlit fyrir vaxandi spennu, ekki síst í samskiptum mismunandi þjóðernishópa. 

 


mbl.is Hafa slitið samstarfi við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband