Hvenær sigldu "Sambandsviðræðurnar" í strand? Fríverslun við Kína og Japan?

Upp á síðkastið hef ég rekist á nokkrar vangaveltur um hvenær aðlögunarviðræður Íslands að Evrópusambandinu sigldu raunverulega í strand.

Ýmsir hafa staldrað nokkuð við þann atburð þegar "Sambandið" neitaði Steingrími J. Sigfússyni um rýniskýrslu um sjávarútveg.  Þá hafi það orðið ljóst að svo mikið bæri á milli í sjávarútvegsmálum, að ekki yrði hægt að opna sjávarútvegskaflann, nema með verulegum tilslökunum af hálfu Íslendinga.

Það var í janúar 2012.

Það er nokkuð merkileg tilviljun að stuttu síður kemst verulegur skriður á viðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslunarsamning.  En þær viðræður höfðu legið í láginni frá árinu 2008.  Sjá tímalínu hér.

Það er engu líkara en Össur og félagar hafi viljað sýna "Sambandinu" að það væru fleiri fiskar í sjónum.

Það hefur alltof lítið verið fjallað um stöðu aðlögunarviðræðna Íslendinga við "Sambandið" og hvað fór úrskeiðis?

Hvers vegna var nauðsynlegt að "salta" viðræðurnar í upphafi árs 2013? Hvers vegna stóðust engar tímaáætlanir sem talað hafði verið um?  Hvers vegna var ekki búið að opna viðræður í erfiðustu málaflokkunum?

Var það vegna þess að "Sambandið" neitaði að halda lengra?

Össur, Steingrímur og viðræðunefndarmeðlimir skulda upplýsingar um það sem gerðist.  Það er merkilegt að engin fjölmiðill (í það minnsta svo ég hafi séð) skuli hafa fjallað rækileg um gang viðræðnana og hvers vegna svo illa gekk sem raun bar vitni.

En nú leggja Össur og félagar til að farið verði í fríverslunarviðræður við Japan.  Því ber að fagna og taka undir.

En það sýnir að mínu mati, að Össur og félagar gera sér grein fyrir því að ekkert markvert mun gerast í "Sambandsumsókninni" á næstu árum.

Össur og félagar hófu vegferðina í óðagoti og náðu lítt að koma henni áleiðis.

Það væri því tímabært að draga hana til baka. 

 

 

 


mbl.is Vilja fríverslun við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, það þarf að krefja Samfylkinguna og VG um svör við þessum spurningum. Það þarf að upplýsa um málið af heiðarleika.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2014 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband