Stærsta viðfangsefni stjórnmálanna

Stærsta viðfangsfefni stjórnmálanna á Íslandi nú um stundir ættu að vera atvinnumál.

Þau hefðu sömuleiðis átt að vera það undanfarin fjögur ár.

Eins og kemur fram í fréttinni, skapa þau ekki aðeins tekjur (fyrir einstaklinga, hið opinbera og þjóðarbúið), heldur draga þau úr útgjöldum til velferðarmála.

Þó vissulega hafi dregið úr atvinnuleysi, þá er enn þörf á fleiri störfum.  Við skulum einnig hafa í huga hve margir hafa flutt af landi brott.  Mörgum það nauðugur einn kostur.  

Íslenskt þjóðfélag þarf að auka tekjur sínar og minnka útgjöldin.   Það eru skuldir sem þarf að greiða. Höft sem þarf að afnema.

En hið opinbera á ekki að skapa störfin.

En það á ekki að leggja steina í götu þeirra sem geta gert það.  Það hefur þó verið raunin undanfarin fjögur ár.

Hið opinbera þarf að skapa umhverfi sem hvetur til sköpunar atvinnu og tækifæra.

Slíkt umhverfi verður ekki til með sífelldum skattahækkunum og -breytingum. 

Hagstætt, en umfram allt einfalt og gegnsætt skattkerfi og einfalt en skilvirkt reglugerðar og lagaumhverfi skilar atvinnu og velmegun.

En undanfarin ár hafa Íslendingar stefnt í þveröfuga átt.

Krafturinn hefur farið í að umbylta stjórnarskrá, aðlögunarviðræður við "Sambandið", vilja til að ráðast á undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn, með "bílslysafrumvörpum".

Og árangurinn?

Um árangurinn munu kjósendur dæma í vor.  Þá munu kjósendur sýna hvort þeir vilja stefnubreytingu eða hjakka í sama fari fyrstu hreinu vinstristjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. 

 

 


mbl.is 5.000 störf þýða 20 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband