Allir ábyrgir vilja semja. Aðeins óábyrgir aðilar vilja ganga að hvaða samningum sem er

Þegar deilur rísa upp á milli þjóða, vilja allir skynsamir menn semja.  Þá yfirleitt hefjast samningaviðræður.

En eingöngu óskynsamir og óábyrgir einstaklingar og stjórnmálamenn vilja ganga að hvaða samningum sem er.

Það er ekki sjálfgefið og má ekki vera eina takmarkið að samningar náist.

Þjóðir þurfa að setja sér skýr samningsmarkmið og flokka þau niður.  Meginflokkarnir eru atriði sem se hugsanlega má gefa eftir í og svo atriði sem verða ekki gefin eftir.

Ef ekkert miðar í samningaviðræðunum, þá er þeim slitið.  

Það var í raun það sem gerðist með þjóðaratkvæðagreiðslunum, nema að Íslenskir kjósendur voru með mun harðari skilyrði en ríkisstjórnin.  

Þess vegna neituðu kjósendur að samþykkja samningana.  Ríkisstjórnin lyppaðist niður þar sem kjósendur voru ekki reiðurbúnir til þess.

Samningsleiðin er ábyrga leiðin, en eftirgjöf ríkisstjórnarinnar (þá tala ég sérstaklega um Svavarssamningin) var fullkomlega óábyrg að mati kjósenda.

Ríkisstjórn sem reynir að keyra samning í gegnum Alþingi, án þess að leyfa þingmönnum að sjá samninginn, er auðvitað meira en óóbyrg, hún er hættuleg lýðræðinu.

Eftir fyrri þjóðaratkvæðagreiðsluna, hefði Jóhanna að sjálfsögðu átt að segja af sér.  Forsætisráðherra sem neitar að taka þátt í þjóðatkvæðagreiðslu og segir hana marklausa, og bíður svo ósigur fyrir kjósendum, á auðvitað ekki að sitja áfram.  

Það er arfleifðin sem Jóhanna tekur með sér nú þegar hún fer á eftirlaun.

Að mörgu leyti má segja það sama um aðlögunarviðræðurnar við "Sambandið".  Ríkisstjórnin hefði átt að fara í þær með því hugarfari að þær myndu ekki nauðsynlega landa samningi.

Fyrst hefði átt að fara í viðræður um sjávarútvegskaflann.  Þar hafa Íslendingar ekki efni á því að gefa neitt eftir.   

Ef ekki hefði náðst samkomulag þar um full yfirráð Íslendinga yfir efnahagslögsögu sinni, hefði ekki þurft að hafa viðræðurnar lengri.

Aðeins óábyrgir stjórnmálamenn hefja viðræður með því eina markmiði að samningur náist.

P.S. Því má svo ef til vill bæta við hér, að enginn ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu nema að vilja að ganga í það.

En heilbrigð skynsmei þvældist ekki fyrir Vinstri grænum í því samhengi.  Eða vilja þeir ganga í "Sambandð", eða vilja þeir það ekki?  Veit einhver það?  Veit Steingrímur það?

 


mbl.is „Samningaleiðin var ábyrga leiðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill.

Kalli (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 17:06

2 identicon

Lilja Mósesdóttir upplýsti það í Harmageddon í vikunni að 6 þingmenn VG neituðu að samþykkja Svavarssamninginn óséðan.

Hún upplýsti líka að allir þingmenn samfylkingarinnar voru tilbúnir til þess að samþykkja samninginn óséðan.

Icesave samningurinn var einfaldlega skilyrði fyrir því að ESB tæki við aðildarumsókninni og sf og esb-armi vg var nákvæmlega sama hvað það myndi kosta.

Seiken (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 21:18

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fyrir sögnin á þessum pistli segir allt um IceSave ferlið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.2.2013 kl. 21:45

4 identicon

Óábyrga undirmálshyskið sem Jóhanna virðist ekki eiga samleið með.

Icesave, fyrri hluti:

Nei: 93,2%

Icesave, síðari hluti:

Nei: 58,9%

Og nú er bara drullað yfir þjóðina hvað hún sé illa innrætt.

KIP (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband