Jón Daníelsson á Sprengisandi: Vandamálið er stjórnvöld, skatta- og reglugerðarumhverfi

Ég fékk ábendingu um að ég ætti að hlusta á viðtal Sigurjóns M. Egilssonar, við hagfræðingin Jón Daníelsson, í þættinum Sprengisandi.

Það var góð og þörf ábending og ég myndi hiklaust hvetja alla til þess að hlusta á viðtalið.  Sérstaklega ættu þeir sem eru í framboðið fyrir næstu kosningar að leggja við hlustirnar.

Þó að frásögn Jóns um rannsóknir hans á tölvuvirkni og áhættu á fjármálamörkuðum hafi verið fróðlegar, var það fyrst og fremst tal hans um ástandið á Íslandi sem vakti athygli mína.

Í stuttu málii sagði Jón að lunginn af vandanum á Íslandi væri heimatilbúinn.  Vandamálið væri stjórnvöld og skatta- og reglugerðarumhverfið sem þau hafa skapað.

Það væri fyrst og fremst það sem virkaði fælandi á fjárfestingu á Íslandi, og kæmi í veg fyrir ný- og atvinnusköpun.

Það aftur leiddi svo af sér bólumyndun, þar sem fjármagnið og fjárfestingarþörfin leitaði nær eingöngu inn í Kauphöllina og fasteignamarkaðinn.

Það eina sem ég get kvartað yfir þessu viðtali, að í raun var það alltof stutt.  Það hefði verið virkilega fróðlegt að heyra meira af skoðunum og kenningum Jóns um Íslenskst efnahagslíf.

Ég skora á einhvern Íslenskan fjölmiðil að taka langt og ítarlegt viðtal viið Jón á næstu vikum.

En enn og aftur hvet ég alla til að hlusta á viðtalið úr Sprengisandi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sammála þér Tómas.

Viðtalið var gott og hér er líka maður á ferðinni sem var búin að vara við stöðunni sem var hér fyrir hrun og hann var með athyglisverðar leiðir strax eftir hrun en engin hlustaði á hann nema almenningur en eins og við vitum öll skipta skoðanir almennings engu máli að mati stjórnarflokkanna. Tek undir að það þyrfti að taka gott sjónvarpsviðtal við Jón.

Tryggvi Þórarinsson, 23.1.2013 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband