Klám til innanhússbrúks hjá Vinstri grænum?

Ekki nenni ég að fara að æsa mig um of yfir því að Ögmundur Jónasson hugsi um og reyni að skilgreina klám, eða feli öðrum þá vinnu. 

Endanleg niðurstaða fæst líklega aldrei, enda gamla spakmælið að klám sé loðið og teygjanlegt hugtak enn í gildi.

En þó að líklegast verði að telja að þessi hugmynd sé fyrst og fremst ætluð til innanhússbrúks hjá Vinstri grænum og sé ætluð til að tryggja í það minnsta "harðkjarna" femínskt fylgi yfirgefi ekki flokkinn eins og svo margir aðrir, þá er ástæða til að gjalda varhug við hugmyndum sem þessum.

Auðvitað eru engar líkur á því að þetta frumvarp komi fram á þessu kjörtímabili og lítlar líkur á því að Ögmundur verði innanríkisráðherra að kosningum loknum.  En það er í þessu eins og á jólunum, það er hugurinn sem gildir.

Það er vandséð hvernig þessi hugmynd ætti að komast á koppinn án umfangsmikillar ritskoðun.  Það skiptir engu máli hvort að menn telji það réttlætanlegt eður ei, um ritskoðun yrði að ræða.  Það er best að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.  Hér er frekar umdeilanlegt um hvort að þörf sé fyrir annað orð en ritskoðun, því bannið beinist ef til vill minnst að rituðu orði, og þó tjáningarfrelsi sé til nær það líklega heldur ekki beint yfir gjörninginn.

Hvernig á að skilgreina klám, hvernig á að framkvæma bannið?

Hverjar verða refsingarnar við því að eiga klám?

Hafa verður í huga að erótík eins er klám í augum annars.  Hver ætlar að dæma á milli og hver ætlar að kortleggja þær internetsíður sem þarf að banna.

Verður bókin "50 gráir skuggar" bönnuð?  Lýsir hún ofbeldiskynlífi?  Skyldu leikararnir í myndinni sem er í undibúningi að gera eftir bókinni vera "misnotaðir"? (Hér er líklega rétt að taka fram að ég hef ekki lesið bókina, en nefni hana aðeins vegna þess að hún hefur verið nokkuð í fréttum).

Eða yrði "mömmuklám" (undarlegt nýtt hugtak, ekki satt?)  áfram leyflegt á Íslandi?

Þessi hugmynd er að mínu viti slæm.  Ekki það að ekki sé sjálfsagt að berjast gegn lögbrotum og misnotkun, jafnt í klámiðnaðinum sem á öðrum sviðum.  Það er auðvitað sjálfsagt mál.

En aðferðafræðin er gamaldags og hættuleg.

Boð og bönn og aukin forræðishyggja eru ekki lausnin.

Slíkar lausnir opna hins vegar dyr til leiða, sem auðveldlega geta leitt stjórnvöld á hættulegar brautir.  Sporin hræða.  Hér sem sem í mörgu öðru er gott að hafa í huga að leiðin til glötunar er vörðuð góðum áformum.

P.S.  Hvort að þetta verði Vinstri grænum til hagsbóta í kosningabaráttunni leyfi ég mér að efast um.  Gæti trúað að þetta fældi fleiri frá því að kjósa flokkinn en hitt.

Þannig er hugsanlegt að þetta hafi af sér jákvæðar afleiðingar.

 


mbl.is Klámtakmörkun ekki ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband