Allt á eðlilegum nótum þangað til "stóri bróðir" blandar sér í leikinn

Þó að vissulega megi halda því fram að óeðlilegt sé að nei og já hreyfingar, hvað varðar inngöngu í "Sambandið" séu styrktar af almannafé, er hér um eðlilegt framhald þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í pólítískri baráttu á Íslandi.  Það er að segja að opinberir aðilar leggi til fé til að kynna málstað pólítískra hreyfinga.

Þó að vissulega væri það æskilegra að hreyfingarnar störfuðu fyrir sjálfaflafé, má réttlæta að hið að ríkið leggi þeim fé til kynningarstarfsemi, enda æskilegt að almenningur fái upplýsingar um málið og það úr báðum áttum.

Hér eru Íslenskir aðilar sem ætla sér að kynna málið fyrir Íslendingum, enda ekki aðrir sem munu taka þátt í þeim kosningum sem fram munu fara um málið.´

Endanleg ákvörðun um hvort að Íslendingar vilji aðild að "Sambandinu" er Íslendinga einna.

Það er hins vegar þegar "Sambandið" sjálft kemur til sögunnar og hyggst eyða hundruðum milljóna króna til að efla stuðning Íslendinga við inngöngu sem veruleg og óeðlileg skekkja kemur til sögunnar.

Það er fyllilega óeðlilegt að erlendur aðili blandi sér í baráttuna með þessum hætti og í raun fyllilega óásættanleg afskipti af innanríkismálum Íslendinga.

Hinum Íslensku aðilum/samtökum sem berjast fyrir aðild (ekki eins og þar sé sérstakur skortur á) ætti að vera treystandi til þess að kynna málstað "Sambandssinna" og engin ástæða fyrir "Sambandið" sjálft að blanda sér í innanríkismál Íslendinga með jafn frekum hætti.

Væri einhver dugur í Íslenskum stjórnvöldum myndu þau að sjálfsögðu kvarta yfir slíkum afskiptum.  En ríkisstjórnarflokkunum, Samfylkingu og Vinstri grænum, eru slík erlend afskipti þóknanleg, enda hafa báðir flokkarnir barist dyggilega fyrir inngöngu í "Sambandið".

Þegar stjórnvöld bregðast með slíkum hætti, er enn ríkari ástæða fyrir Íslendinga að halda vöku sinni og berjast með þeim ráðum sem þeim eru tiltæk gegn hinum óeðlilegu afskiptum "Sambandsins".

 

 


mbl.is Já- og nei-hreyfingar fá styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband